Körfubolti

Ætla að frumsýna nýju Kobe Bryant styttuna 8.8.24

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant og dóttir hans Gianna Bryant sjást hér saman á körfuboltaleik.
Kobe Bryant og dóttir hans Gianna Bryant sjást hér saman á körfuboltaleik. Getty/Allen Berezovsky

Kobe Bryant heitinn fær af sér styttu fyrir utan heimavöll Los Angeles Lakers en styttan verður frumsýnd á næsta ári.

Kobe Bryant heitinn fær af sér styttu fyrir utan heimavöll Los Angeles Lakers en styttan verður frumsýnd á næsta ári.

Heimavöllur Lakers hét áður Staples Center en ber nú nafnið Crypto.com Arena.

Kobe er einn besti leikmaðurinn í sögu Lakers en hann vann fimm meistaratitla með félaginu.

Koeb er sá eini hjá Lakers sem hefur fengið tvö treyju númer hengd upp í rjáfur í höllinni. Hann spilaði helming ferils síns í 8 og hinn helminginn í 24.

Það er því ástæðan fyrir því að styttan hans verður frumsýnd 8.8.24 eða 8. ágúst 2024.

Dóttir hans Gianna, sem fórst með honum í þyrluslysinu í janúarmánuði 2020, verður einnig hluti af styttunni. Það er einnig stytta af þeim tveimur á slysstaðnum en hún var vígð 26. janúar 2022.

Sú stytta er 68 kílóa bronsstytta sem er hönnuð af Dan Medina og sýnir feðginin standa saman þar sem Kobe heldur utan um öxlina á Giönnu.

Það er ekki enn vitað hvernig nýja styttan verður en mögulega verður hún stærri útgáfa af fyrrnefndri styttu Medina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×