Sport

Dagskráin í dag - Þjóðhátíðarleikur í Bestu deildinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Víkingur ÍBV Lengjubikar karla vetur 2022 fótbolti KSÍ
Víkingur ÍBV Lengjubikar karla vetur 2022 fótbolti KSÍ Hulda Margrét

Það verður bein útsending frá Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð þar sem þar fer fram leikur í Bestu deild karla í fótbolta

Eyjamenn fá Stjörnuna í heimsókn en leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Liðin áttu ólíku gengi að fagna í síðustu umferð þar sem Stjarnan gerði 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara Breiðablik á meðan ÍBV steinlág fyrir toppliði Víkings, 0-6.

Stjarnan er í 5.sæti deildarinnar með 22 stig en ÍBV hefur 17 stig í 9.sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×