Bronny virðist alls ekki vera þungt haldinn, en í gærkvöldi birti vefsíðan TMZ myndir af honum og fjölskyldunni þar sem þau sáust saman úti að borða á veitingastað nálægt heimili sínu í Los Angeles.
Bronny þykir afar efnilegur leikmaður en LeBron hefur gefið það út að hann vilji spila með honum í NBA áður en hann leggur skóna á hilluna. Bronny er aðeins 18 ára og mun hefja nám í USC háskólann í haust, en gæti tekið þátt í nýliðavalinu næsta vor. Karl faðir hans yrði þá að detta í fertugt og að hefja sitt 21. tímabil í deildinni.
Stóra spurningin sem flestir spyrja sig eflaust núna er hvort hjartastoppið muni hafa áhrif á möguleika Bronny á að vera valinn í NBA deildina, og hvort hann fái yfirhöfuð leyfi lækna til að halda áfram að spila en NBA deildin er með strangar reglur um það hvort leikmenn með hjartagalla og/eða hjartasjúkdóma megi spila í deildinni.