Körfubolti

Bronny James allur að braggast | Spilaði á píanó á Instagram

Siggeir Ævarsson skrifar
Bronny James virðist vera óðum að ná sér eftir hjartastopp.
Bronny James virðist vera óðum að ná sér eftir hjartastopp. Vísir/Getty

Bronny James virðist vera að ná sér hratt og örugglega eftir að hafa lent í hjartastoppi á æfingu fyrir aðeins fimm dögum. Fyrr í kvöld birti faðir hans, LeBron James, myndband á Instagram þar sem Bronny spilar á píanó af miklum myndarbrag.

Bronny virðist alls ekki vera þungt haldinn, en í gærkvöldi birti vefsíðan TMZ myndir af honum og fjölskyldunni þar sem þau sáust saman úti að borða á veitingastað nálægt heimili sínu í Los Angeles.

Bronny þykir afar efnilegur leikmaður en LeBron hefur gefið það út að hann vilji spila með honum í NBA áður en hann leggur skóna á hilluna. Bronny er aðeins 18 ára og mun hefja nám í USC háskólann í haust, en gæti tekið þátt í nýliðavalinu næsta vor. Karl faðir hans yrði þá að detta í fertugt og að hefja sitt 21. tímabil í deildinni.

Stóra spurningin sem flestir spyrja sig eflaust núna er hvort hjartastoppið muni hafa áhrif á möguleika Bronny á að vera valinn í NBA deildina, og hvort hann fái yfirhöfuð leyfi lækna til að halda áfram að spila en NBA deildin er með strangar reglur um það hvort leikmenn með hjartagalla og/eða hjartasjúkdóma megi spila í deildinni. 


Tengdar fréttir

LeBron James þakkar fyrir stuðninginn og góðar kveðjur

LeBron tjáði sig í fyrsta sinn á samfélagsmiðlum í dag eftir að sonur hans, Bronny James, lenti í hjartastoppi á æfingu fyrir þremur dögum. Hann segir stuðninginn sem fjölskyldan finnur úr öllum áttum vera ómetanlegur.

Lebron James: Ég mun spila fyrir sama lið og sonur minn

LeBron James, einn besti körfuboltamaður sögunnar, ætlar að ná að spila eitt tímabil í NBA deildinni með syni sínum, Bronny James. James segist munu fara til þess liðs sem sækir Bronny í NBA nýliðavalinu 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×