Körfubolti

Missti tyggjóið á völlinn en tók það upp og stakk því aftur upp í sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sami Whitcomb í leik með Seattle Storm en hún átti flottan og um leið sérstakan leik um helgina.
Sami Whitcomb í leik með Seattle Storm en hún átti flottan og um leið sérstakan leik um helgina. Getty/Steph Chambers

Körfuboltakonan Sami Whitcomb trúir greinilega á fimm sekúndna regluna því það sannaði hún í leik með Seattle Storm í WNBA deildinni um helgina.

Whitcomb er landsliðskona Ástrala og hefur verið viðloðin WNBA deildina undanfarin sex ár. Þessi 35 ára bakvörður hefur tvisvar orðið WNBA meistari og unnið tvenn verðlaun á Ólympíuleikum.

Whitcomb hóf WNBA feril sinn með Seattle Storm og er aftur komin heim eftir tvö tímabil með New York Liberty.

Whitcomb var að hitta vel þegar Seattle mætti hennar gömlu félögum í New York. Hún skoraði nítján sitg í leiknum þar af setti hún niður tvær þriggja stiga körfur.

Hún kom sér þó í fréttirnar vegna atviks sem gerðist á milli þessar tveggja þrista.

Whitcomb missti út úr sér tyggjóið þegar hún setti niður fyrri þristinn sinn. Hún hikaði ekki í eina sekúndu, tók tyggjóið upp af keppnisgólfinu og stakk því aftur upp í sig.

Þetta var líklega lukkutyggjó Whitcomb sem hún sannaði með því að smella niður öðrum þristi skömmu síðar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×