Whitcomb er landsliðskona Ástrala og hefur verið viðloðin WNBA deildina undanfarin sex ár. Þessi 35 ára bakvörður hefur tvisvar orðið WNBA meistari og unnið tvenn verðlaun á Ólympíuleikum.
Sami Whitcomb (@SamBam32) filled it up for the @seattlestorm against the Liberty! #TakeCover #MoreThanGame
— NBA Australia (@NBA_AU) July 9, 2023
19 PTS | 6 REB | 3 AST | 1 STL pic.twitter.com/CjKstXnpaV
Whitcomb hóf WNBA feril sinn með Seattle Storm og er aftur komin heim eftir tvö tímabil með New York Liberty.
Whitcomb var að hitta vel þegar Seattle mætti hennar gömlu félögum í New York. Hún skoraði nítján sitg í leiknum þar af setti hún niður tvær þriggja stiga körfur.
Hún kom sér þó í fréttirnar vegna atviks sem gerðist á milli þessar tveggja þrista.
Whitcomb missti út úr sér tyggjóið þegar hún setti niður fyrri þristinn sinn. Hún hikaði ekki í eina sekúndu, tók tyggjóið upp af keppnisgólfinu og stakk því aftur upp í sig.
Þetta var líklega lukkutyggjó Whitcomb sem hún sannaði með því að smella niður öðrum þristi skömmu síðar.
Sami Whitcomb's gum fell out of her mouth after hitting a 3so she picked it up off the floor and put it back her mouth... then hit another 3
— CJ Fogler account may or may not be notable (@cjzero) July 8, 2023
"That gum is lucky!" - Rebecca Lobo pic.twitter.com/WiKfh7BiUq