Innlent

„Ég held að hann sé með ein­hverja sýni­þörf“

Atli Ísleifsson skrifar
Rostungnum líður vel á Sauðárkróki.
Rostungnum líður vel á Sauðárkróki. Gunnar Traustason

Rostungurinn sem gerði sig heimakæran í smábátahöfninni á Sauðárkróki á föstudaginn í síðustu viku er mættur aftur. Hann kom sér aftur fyrir á bryggjunni í morgun.

„Hann er bara helvíti sprækur,“ segir Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri Skagafjarðahafna, í samtali við Vísi. „Hann er bara að slaka á og njóta lífsins. Láta fólk fylgjast með sér. Ég held að hann sé með einhverja sýniþörf,“ segir Dagur Þór.

Rostungurinn kom fyrst í höfnina á föstudaginn en lét sig svo hverfa. Hann mætti svo aftur stuttlega á mánudaginn og svo í þriðja skipti í morgun.

Dagur segir að skemmtiferðaskip séu nú stödd í Skagafirðinum svo ferðamenn eiga tækifæri að sjá rostunginn. Þó sé búið að girða af bryggjuna til að koma í veg fyrir að fólk fari of nálægt rostungnum, enda varasöm dýr.

Viggó Jónsson og Gunnar Traustason náðu myndunum af rostungnum sem fylgja fréttinni.

Gunnar Traustason

Gunnar Traustason

Viggó Jónsson

Viggó Jónsson

Tengdar fréttir

Vill nefna rostunginn Lalla

Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×