Lífið samstarf

Bylgju­lestin mætir í sólina á Sel­fossi næsta laugar­dag

Bylgjulestin
Spáð er sól og blíðu þegar Bylgjulestin mætir á Selfoss næsta laugardag. Bæjarhátíðin Kótelettan verður haldin í bænum um helgina.  Mynd/Egill
Spáð er sól og blíðu þegar Bylgjulestin mætir á Selfoss næsta laugardag. Bæjarhátíðin Kótelettan verður haldin í bænum um helgina.  Mynd/Egill

Það verður geggjuð stemning á Selfossi á laugardag þegar Bylgjulestin mætir í bæinn. Bæjarhátíðin Kótelettan 2023 hefst í dag, fimmtudaginn 6. júlí og stendur yfir til sunnudagsins 9. júlí.

Bylgjulestin verður staðsett á hátíðarsvæði Kótelettunnar þar sem dagskrá hefst kl. 13. Boðið verður upp á grillsýningu, grillmeistarakeppni, leiktæki, barnadagskrá og glæsilega tónlistardagskrá um kvöldið. Lestarstjórarnir Vala Eiríks, Ómar Úlfur og Erna Hrönn verða í beinni útsendingu frá kl. 12 – 16 á laugardaginn frá Bylgjulestarbílnum.

Bylgjubíllinn verður staðsettur á hátíðarsvæði Kótelettunnar á Selfossi næsta laugardag. Bein útsending er á Bylgjunni frá kl. 12 – 16. Mynd/Hulda Margrét.

Spáð er sól og allt að 20 stiga hita og því er ljóst að erfitt verður að finna skemmtilegri stemningu en á Selfossi næsta laugardag. Láttu endilega sjá þig!

Hægt er að skoða fjölbreytta dagskrá Kótelettunnar hér sem inniheldur m.a. fjölskylduhátíð, grillsýningu og frábæra tónleika.

Vala Eiríks er einn þriggja lestarstjóra Bylgjulestiarinnar á laugardag.  Mynd/Hulda Margrét

Samstarfsaðilar Bylgjulestarinnar munu setja upp leiki, Hekla býður upp á bílasýningu og við gefum fyrstu krökkunum sem mæta gjafapoka með allskonar skemmtilegu.

Einnig verður boðið upp á skemmtilegan leik sem heitir Tengiru? en hann er leikur Bylgjulestarinnar í sumar. Kynntu þér leikinn nánar hér

Matarvagnar frá Götubitanum verða með okkur með ljúffengan mat og leiktæki og hoppukastalar frá Kastalar ehf. verða á staðnum.

Ómar Úlfur og Erna Hrönn verða í banastuði á laugardag.  Mynd/Sumarliði Ásgeirsson.

Kíktu við og taktu þátt í fjörinu, svalaðu þorstanum með sykurlausu appelsíni, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Siríus og skemmtu þér með okkur í boði Orku náttúrunnar, Vodafone, Heklu, Samgöngustofu og Nettó.

Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×