Innlent

Sögu­lega margir ó­á­nægðir með ríkis­stjórnina

Árni Sæberg skrifar
Nýjasta uppstilling ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, ásamt forseta Íslands, við Jóhann landlausa á dögunum.
Nýjasta uppstilling ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, ásamt forseta Íslands, við Jóhann landlausa á dögunum. Vísir/Vilhelm

Óánægja með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur aldrei mælst meiri. Meirihluti svarendahóps Maskínu er ekki sáttur með þau.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu eru 54 prósent þjóðarinnar óánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Maskína birtir niðurstöður um hversu mikil ánægja mælist annars vegar með störf ríkisstjórnarinnar og hins vegar með störf stjórnarandstöðunnar á ársfjórðungsfresti.

Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs sögðust 48 prósent óánægð með störf ríkisstjórnarinnar og það var aukning um nítján prósentustig á einu ári. Talan hafði ekki verið hærri frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum. Nú á öðrum ársfjórðungi eykst óánægjan enn og nú er í fyrsta sinn meira en helmingur óánægður með störf ríkisstjórnarinnar eða heil 54 prósent.

Þá fækkar þeim sem eru ánægðir með störf ríkisstjórnarinnar um fimm prósentustig. Nú eru aðeins átján prósent ánægð með störf ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Stjórnarandstaðan stöðugari

Minni breytingar eru á afstöðu fólks til stjórnarandstöðunnar en ríkisstjórnarinnar. Þeim sem eru ánægðir með störf hennar fækkar um eitt prósentustig milli ársfjórðunga og eru nú 14 prósent aðspurðra. 

Óánægðum fækkar heldur meira og nú eru 42 prósent óánægð með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Á síðasta ársfjórðungi voru það 37 prósent.

Á veg Maskínu segir að könnunin hafi verið lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Alls hafi svarendur verið 4.892, en þeir séu alls staðar að af landinu og á aldrinum ártján ára og eldri. 

Gögnin séu vigtuð samkvæmt Þjóðskrá og endurspegli því þjóðina prýðilega. 

Könnunin fór fram apríl til júní 2023.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×