Sport

Dagskráin í dag: Meistaradeildarkvöld í Kópavogi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Breiðablik verður í eldlínunni í kvöld og berst um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Breiðablik verður í eldlínunni í kvöld og berst um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á tvær beinar útsendingar á þessum síðasta föstudegi júnímánaðar.

Við hefjum leik úti á golfvelli því klukkan 09:00 hefst bein útsending frá Ladies Open á LET-mótaröðinni á Stöð 2 Sport 4.

Klukkan 18:45 er svo komið að einhverju sem gerist ekki á hverjum degi: Meistaradeildarkvöldi í Kópavogi.

Íslandsmeistarar Breiðabliks taka þá á móti Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í hreinum úrslitaleik um sæti í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Eins og áður segir hefst útsendingin klukkan 18:45, en leikurinn sjálfur hefst korteri síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×