Fegrunaraðgerð Íslandsbanka Sigmar Guðmundsson skrifar 27. júní 2023 08:00 Það er dapurlegt að lesa um hvernig stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka virðast hafa aftengt sig þeirri staðreynd að þegar útboðið fór fram var bankinn í meirihlutaeigu ríkisins. Eignin sem verið var að selja var ríkiseign. Skýrsla fjármálaeftirlitsins er eins og lýsing á einhverjum subbubisness fyrir hrun og ekki skrítið að fólk sé slegið. Til viðbótar við lögbrotin og hirðuleysið er síðan eitt atriði sem mér finnst ekki síður alvarlegt. Hvernig dettur stjórnendum bankans í hug að senda frá sér þessa yfirlýsingu fyrir helgi? Að lesa hana núna, samhliða skýrslunni, er ansi sláandi. Yfirlýsingin er ekkert annað en fegrunaraðgerð, þar sem reynt er að draga úr alvarleika málsins með einhverjum orðavaðli þar sem menn forðast kjarna máls eins og heitan eldinn. Það fyrsta sem almenningur heyrir frá bankanum, eftir lögbrot hans við að selja eigur þessa sama almennings, er villandi orðasalat þar sem markvisst er reynt að gera minna úr málinu en efni standa til. Bankastjórinn fór síðan í viðtal og fullyrti að sáttin væri í raun traustsyfirlýsing fjármálaeftirlitsins til stjórnar og bankastjóra! Þegar þau orð féllu hafði bankastjórinn lesið skýrsluna og þann áfellisdóm sem hún hefur að geyma um bankann. Ef það á að vera innistæða fyrir heitstrengingum um að draga lærdóm af þessu, þá voru þessi fyrstu skref afleit byrjun. Það er oft sagt að bankarekstur snúist um traust. Traust er lykilhugtak. Nú þurfa stjórnendur bankans að hugleiða hvort þeir njóti traust almennings eftir að þeir brugðust traustinu svona illilega við að selja ríkiseign. Það þurfa stjórnvöld líka að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er dapurlegt að lesa um hvernig stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka virðast hafa aftengt sig þeirri staðreynd að þegar útboðið fór fram var bankinn í meirihlutaeigu ríkisins. Eignin sem verið var að selja var ríkiseign. Skýrsla fjármálaeftirlitsins er eins og lýsing á einhverjum subbubisness fyrir hrun og ekki skrítið að fólk sé slegið. Til viðbótar við lögbrotin og hirðuleysið er síðan eitt atriði sem mér finnst ekki síður alvarlegt. Hvernig dettur stjórnendum bankans í hug að senda frá sér þessa yfirlýsingu fyrir helgi? Að lesa hana núna, samhliða skýrslunni, er ansi sláandi. Yfirlýsingin er ekkert annað en fegrunaraðgerð, þar sem reynt er að draga úr alvarleika málsins með einhverjum orðavaðli þar sem menn forðast kjarna máls eins og heitan eldinn. Það fyrsta sem almenningur heyrir frá bankanum, eftir lögbrot hans við að selja eigur þessa sama almennings, er villandi orðasalat þar sem markvisst er reynt að gera minna úr málinu en efni standa til. Bankastjórinn fór síðan í viðtal og fullyrti að sáttin væri í raun traustsyfirlýsing fjármálaeftirlitsins til stjórnar og bankastjóra! Þegar þau orð féllu hafði bankastjórinn lesið skýrsluna og þann áfellisdóm sem hún hefur að geyma um bankann. Ef það á að vera innistæða fyrir heitstrengingum um að draga lærdóm af þessu, þá voru þessi fyrstu skref afleit byrjun. Það er oft sagt að bankarekstur snúist um traust. Traust er lykilhugtak. Nú þurfa stjórnendur bankans að hugleiða hvort þeir njóti traust almennings eftir að þeir brugðust traustinu svona illilega við að selja ríkiseign. Það þurfa stjórnvöld líka að gera.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar