Hallveig leggur skóna á hilluna 27 ára gömul: „Langaði að hætta á toppnum“ Aron Guðmundsson skrifar 16. júní 2023 08:01 Hallveig Jónsdóttir hefur lagt skóna á hilluna Vísir/Skjáskot Hallveig Jónsdóttir, sem hefur undanfarin tímabil verið fyrirliði Íslandsmeistara Vals í körfubolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gömul. Hallveig á yfir að skipa afar farsælum ferli hjá Val en þar hefur hún orðið Íslandsmeistari í þrígang, tvívegis orðið deildarmeistari og einu sinni bikarmeistari. Þá á hún að baki yfir 350 leiki í efstu deild hér á landi og segir ákvörðunina, um að láta gott heita af körfuboltaiðkun, hafa blundað lengi hjá sér. „Væntanlega kemur þessi ákvörðun mín mörgum á óvart en þau sem standa mér allra næst vita að þetta er ekkert óvænt og engin skyndiákvörðun sem ég er að taka. Þetta hefur blundað í mér en fyrst og fremst er ég bara pínu spennt fyrir því að lifa lífinu án þess að vera alltaf að hugsa um æfingar og keppni, sem hefur þó verið æðislegt allan þennan tíma. Á þessum tímapunkti er ég bara spennt fyrir því að prófa eitthvað nýtt, svo hef ég verið að glíma við smávægileg meiðsli og er í fullri vinnu sem gerir þetta svona að rútínu á borð við vinna, æfa og spila. Þetta hefur verið æðislegur tími en nú er ég spennt fyrir einhverju nýju.“ Hún hafi ekki tekið þessa ákvörðun í einni svipan bara vegna þess að það hentaði henni. „Þetta hefur blundað lengi í mér og hefur legið svolítið á mér. Ég hugsaði um að hætta í fyrra en fannst það þá ekki alveg vera rétti tímapunkturinn. Þetta félag er svo geggjað og liðið sem ég var hluti af var svo geggjað að það hélt mér alltaf bara áfram í þessu. Það var rétt ákvörðun að halda áfram að spila þá, mig langaði að hætta á toppnum og með titilinn í höndunum og það gekk upp. Ég finn að þetta er rétta ákvörðunin fyrir mig.“ Hallveig endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með ValVísir/Hulda Margrét Sigursæl hefur hún verið hjá Val en það eru ekki titlarnir sem standa upp úr þegar hún litur yfir feril sinn. „Það sem stendur upp úr, ætli það sé ekki bara þessi gamla góða klisja, allt fólkið sem maður er búin að kynnast og vinskapurinn sem hefur myndast á þessum tíma. Ég er mjög þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst. Auðvitað er gaman að hafa þessa titla en það sem ég held mest upp á er allur vinskapurinn sem ég hef eignast á þessum tíma.“ Segir ekki skilið við Val Hún hefur þó ekki sagt alfarið skilið við Val. „Ég ætla mér nú að vera eitthvað áfram í kringum liðið á næsta tímabili, leggja eitthvað til málanna. Valsheimilið er ekkert að fara sakna mín of lengi. Hvaða þýðingu hefur Valur fyrir þig eftir allan þennan tíma? „Eiginlega bara hættulega mikla þýðingu. Valur er félag sem mér finnst vera framar öðrum hvað varðar kynjajafnrétti sem og utanumhald um leikmenn. Þetta er frábært félag sem hefur gert ofboðslega mikið fyrir mig. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta félag, mér finnst það gera alveg ofboðslega margt vel.“ En hvað gerist ef þú færð löngunina til þess að stíga aftur fæti inn á körfuboltavöllinn? „Ég er nú ekki búin að skrá mig úr Val. Þannig ef mér leiðist alveg brjálæðislega mikið í nóvember eða hvenær sem það verður þá tek ég skóna af hillunni og drulla mér á völlinn.“ Subway-deild kvenna Körfubolti Valur Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Hallveig á yfir að skipa afar farsælum ferli hjá Val en þar hefur hún orðið Íslandsmeistari í þrígang, tvívegis orðið deildarmeistari og einu sinni bikarmeistari. Þá á hún að baki yfir 350 leiki í efstu deild hér á landi og segir ákvörðunina, um að láta gott heita af körfuboltaiðkun, hafa blundað lengi hjá sér. „Væntanlega kemur þessi ákvörðun mín mörgum á óvart en þau sem standa mér allra næst vita að þetta er ekkert óvænt og engin skyndiákvörðun sem ég er að taka. Þetta hefur blundað í mér en fyrst og fremst er ég bara pínu spennt fyrir því að lifa lífinu án þess að vera alltaf að hugsa um æfingar og keppni, sem hefur þó verið æðislegt allan þennan tíma. Á þessum tímapunkti er ég bara spennt fyrir því að prófa eitthvað nýtt, svo hef ég verið að glíma við smávægileg meiðsli og er í fullri vinnu sem gerir þetta svona að rútínu á borð við vinna, æfa og spila. Þetta hefur verið æðislegur tími en nú er ég spennt fyrir einhverju nýju.“ Hún hafi ekki tekið þessa ákvörðun í einni svipan bara vegna þess að það hentaði henni. „Þetta hefur blundað lengi í mér og hefur legið svolítið á mér. Ég hugsaði um að hætta í fyrra en fannst það þá ekki alveg vera rétti tímapunkturinn. Þetta félag er svo geggjað og liðið sem ég var hluti af var svo geggjað að það hélt mér alltaf bara áfram í þessu. Það var rétt ákvörðun að halda áfram að spila þá, mig langaði að hætta á toppnum og með titilinn í höndunum og það gekk upp. Ég finn að þetta er rétta ákvörðunin fyrir mig.“ Hallveig endaði ferilinn á Íslandsmeistaratitli með ValVísir/Hulda Margrét Sigursæl hefur hún verið hjá Val en það eru ekki titlarnir sem standa upp úr þegar hún litur yfir feril sinn. „Það sem stendur upp úr, ætli það sé ekki bara þessi gamla góða klisja, allt fólkið sem maður er búin að kynnast og vinskapurinn sem hefur myndast á þessum tíma. Ég er mjög þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst. Auðvitað er gaman að hafa þessa titla en það sem ég held mest upp á er allur vinskapurinn sem ég hef eignast á þessum tíma.“ Segir ekki skilið við Val Hún hefur þó ekki sagt alfarið skilið við Val. „Ég ætla mér nú að vera eitthvað áfram í kringum liðið á næsta tímabili, leggja eitthvað til málanna. Valsheimilið er ekkert að fara sakna mín of lengi. Hvaða þýðingu hefur Valur fyrir þig eftir allan þennan tíma? „Eiginlega bara hættulega mikla þýðingu. Valur er félag sem mér finnst vera framar öðrum hvað varðar kynjajafnrétti sem og utanumhald um leikmenn. Þetta er frábært félag sem hefur gert ofboðslega mikið fyrir mig. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta félag, mér finnst það gera alveg ofboðslega margt vel.“ En hvað gerist ef þú færð löngunina til þess að stíga aftur fæti inn á körfuboltavöllinn? „Ég er nú ekki búin að skrá mig úr Val. Þannig ef mér leiðist alveg brjálæðislega mikið í nóvember eða hvenær sem það verður þá tek ég skóna af hillunni og drulla mér á völlinn.“
Subway-deild kvenna Körfubolti Valur Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti