Sveitarstjórn, stattu með sjálfri þér í dag og segðu Nei! Margrét Erlendsdóttir skrifar 14. júní 2023 12:30 Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar verður afgreidd á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kl. 17 í dag. Ef sveitarstjórnin ætlar ekki að ganga gegn eigin orðum og svíkja sjálfa sig þá á hún aðeins einn kost. Hún verður að hafna umsókninni. Þann 15. febrúar sl. var haldinn íbúafundur í Árnesi þar sem kynnt var staða framkvæmdaleyfis hjá sveitarstjórn. Frá því er skemmst að segja að sveitarstjórinn fór þar ýtarlega yfir hvort sveitarfélagið myndi hafa einhvern fjárhagslegan ávinning af Hvammsvirkjun. Stutta svarið var nei og afstaða sveitarstjórans var skýr þegar hann sagði: „Mér finnst nærsamfélagið ekki hafa neitt upp úr þessu mér finnst við ekki njóta ávinnings af þessari starfsemi. Þeim mun meiri gögn sem ég hef fengið og þeim mun meira sem ég fer í gegn um það þeim mun betri mynd fæ ég af þessu.“ Sveitarstjórinn skýrði m.a. út að samspil tekna sveitarsjóðs og framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga gæti orðið til þess að sveitarsjóður myndi beinlínis tapa á framkvæmdinni. Sveitarstjórinn sagði enga hafa dregið í efa að útreikningar hans væru réttir. Hann sagði líka að orkumálaráðherra, forstjóri Landsvirkjunar og hann sjálfur væru sammála því að setja þyrfti einhvers konar breytingar í lög til að tryggja nærumhverfinu sanngjarna skiptingu á auðlindinni. Og sjálfur sagðist hann telja að þetta þyrfti Alþingi að gera fyrir vorið. Efasemdir um lögmæti Á íbúafundinum sagði sveitarstjóri frá því að hann hefði fengið lögfræðing sveitarfélagsins til að óska eftir lögfræðiáliti á því hvort sveitarstjórn sem beri ábyrgð á rekstri sveitarfélags sé heimilt að lögum að veita leyfi til framkvæmda sem hafa hugsanlega neikvæð fjárhagsleg áhrif á sveitarfélagið. Það sem blasir við Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum. Ekkert hefur breyst sem gerir það að verkum að sveitarstjórn geti veitt leyfi fyrir Hvammsvirkjun með fullvissu fyrir því að framkvæmdin muni skapa sveitarfélaginu fjárhagslegan ávinning, hvað þá meira. Það hefur reyndar verið skipaður starfshópur á vegum fjármálaráðherra til að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu en hvað út úr því kemur og hvenær er ómögulegt að segja. Það er vandséð hvernig ábyrg sveitarstjórn getur veitt framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar að svo stöddu þó svo hún líti eingöngu á fjárhagslega hlið málsins. Allt hitt, sem er auðvitað svo miklu stærra en peningahlið þessa máls, verður ekki rætt um hér. Ekki nema til að segja það sem öllum ætti löngu að vera ljóst, að tjónið og skaðinn sem Hvammsvirkjun mun valda á náttúru og samfélag verður aldrei bætt. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Landsvirkjun Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar verður afgreidd á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kl. 17 í dag. Ef sveitarstjórnin ætlar ekki að ganga gegn eigin orðum og svíkja sjálfa sig þá á hún aðeins einn kost. Hún verður að hafna umsókninni. Þann 15. febrúar sl. var haldinn íbúafundur í Árnesi þar sem kynnt var staða framkvæmdaleyfis hjá sveitarstjórn. Frá því er skemmst að segja að sveitarstjórinn fór þar ýtarlega yfir hvort sveitarfélagið myndi hafa einhvern fjárhagslegan ávinning af Hvammsvirkjun. Stutta svarið var nei og afstaða sveitarstjórans var skýr þegar hann sagði: „Mér finnst nærsamfélagið ekki hafa neitt upp úr þessu mér finnst við ekki njóta ávinnings af þessari starfsemi. Þeim mun meiri gögn sem ég hef fengið og þeim mun meira sem ég fer í gegn um það þeim mun betri mynd fæ ég af þessu.“ Sveitarstjórinn skýrði m.a. út að samspil tekna sveitarsjóðs og framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga gæti orðið til þess að sveitarsjóður myndi beinlínis tapa á framkvæmdinni. Sveitarstjórinn sagði enga hafa dregið í efa að útreikningar hans væru réttir. Hann sagði líka að orkumálaráðherra, forstjóri Landsvirkjunar og hann sjálfur væru sammála því að setja þyrfti einhvers konar breytingar í lög til að tryggja nærumhverfinu sanngjarna skiptingu á auðlindinni. Og sjálfur sagðist hann telja að þetta þyrfti Alþingi að gera fyrir vorið. Efasemdir um lögmæti Á íbúafundinum sagði sveitarstjóri frá því að hann hefði fengið lögfræðing sveitarfélagsins til að óska eftir lögfræðiáliti á því hvort sveitarstjórn sem beri ábyrgð á rekstri sveitarfélags sé heimilt að lögum að veita leyfi til framkvæmda sem hafa hugsanlega neikvæð fjárhagsleg áhrif á sveitarfélagið. Það sem blasir við Engar breytingar hafa verið gerðar á lögum. Ekkert hefur breyst sem gerir það að verkum að sveitarstjórn geti veitt leyfi fyrir Hvammsvirkjun með fullvissu fyrir því að framkvæmdin muni skapa sveitarfélaginu fjárhagslegan ávinning, hvað þá meira. Það hefur reyndar verið skipaður starfshópur á vegum fjármálaráðherra til að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu en hvað út úr því kemur og hvenær er ómögulegt að segja. Það er vandséð hvernig ábyrg sveitarstjórn getur veitt framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar að svo stöddu þó svo hún líti eingöngu á fjárhagslega hlið málsins. Allt hitt, sem er auðvitað svo miklu stærra en peningahlið þessa máls, verður ekki rætt um hér. Ekki nema til að segja það sem öllum ætti löngu að vera ljóst, að tjónið og skaðinn sem Hvammsvirkjun mun valda á náttúru og samfélag verður aldrei bætt. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar