Fær James Harden ofursamning hjá Houston Rockets? Siggeir Ævarsson skrifar 13. júní 2023 18:01 Harden vill sækja salt í grautinn Scott Taetsch/Getty Images Sú saga hefur flogið fjöllum hærra allt frá því í vor að James Harden, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA deildinni, muni snúa aftur til Houston Rockets næsta vetur. Til þess þurfa þó mörg púsl að lenda á réttum stöðum, þá sérstaklega þau sem snúa að launum. Harden ákvað í maí að nýta ekki svokallað „player option“ í samningi sínum við 76ers, sem hefði framlengt samning hans um eitt ár og tryggt honum 35.640.000 dollara í árslaun. Þess í stað reikna flestir með að Harden vilji skrifa undir „supermax“ samning, sem myndi tryggja honum hæstu mögulegu launin í NBA deildinni. En hvaða lið eru tilbúin að skrifa undir fimm ára ofursamning við 37 ára leikmann, sem virðist vera kominn af léttasta skeiði og hefur aldrei náð að leiða lið sitt alla leið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir? Houston Rockets, þar sem Harden lék rúm átta tímabil og var aðeins hársbreidd frá því að koma liðinu í úrslit, virðast vera nokkuð spenntir fyrir endurkomu hans. En það er að mörgu að hyggja hjá Rockets. Síðan að Harden yfirgaf liðið, ekki beinlínis í góðu, hefur það verið í uppbyggingarfasa og treyst á táninga og minni spámenn, og árangurinn verið eftir því. Nú er því mögulega spurning um að hrökkva eða stökkva fyrir Rockets. Reiknað er með að launaþakið í NBA verið 134 milljónir næsta tímabil, og Rockets eru með um 57 milljónir á sínum bókum, það allra lægsta í deildinni líkt og Detroit Pistons. Ef Harden fær ofursamning, myndi hann fá um 47 milljónir í árslaun, og í raun éta upp megnið af launaþaki félagsins. Skiptar skoðanir eru á því hversu skynsamlegt það væri fyrir Rockets að fá Harden aftur á þessum tímapunkti. Liðið inniheldur ungan og efnilegan kjarna, og þarf klárlega á því að halda að fá reynslumeiri leikmenn til liðsins til að leiðbeina og þroska hópinn. Hvort James Harden er rétti maðurinn í það hlutverk skal ósagt látið. Nú þegar úrslitakeppnin er að baki má búast við að leikmannamarkaðurinn í NBA fari á fullt og mun nafn James Harden án vafa verða áberandi í fréttum af honum. NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Harden ákvað í maí að nýta ekki svokallað „player option“ í samningi sínum við 76ers, sem hefði framlengt samning hans um eitt ár og tryggt honum 35.640.000 dollara í árslaun. Þess í stað reikna flestir með að Harden vilji skrifa undir „supermax“ samning, sem myndi tryggja honum hæstu mögulegu launin í NBA deildinni. En hvaða lið eru tilbúin að skrifa undir fimm ára ofursamning við 37 ára leikmann, sem virðist vera kominn af léttasta skeiði og hefur aldrei náð að leiða lið sitt alla leið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir? Houston Rockets, þar sem Harden lék rúm átta tímabil og var aðeins hársbreidd frá því að koma liðinu í úrslit, virðast vera nokkuð spenntir fyrir endurkomu hans. En það er að mörgu að hyggja hjá Rockets. Síðan að Harden yfirgaf liðið, ekki beinlínis í góðu, hefur það verið í uppbyggingarfasa og treyst á táninga og minni spámenn, og árangurinn verið eftir því. Nú er því mögulega spurning um að hrökkva eða stökkva fyrir Rockets. Reiknað er með að launaþakið í NBA verið 134 milljónir næsta tímabil, og Rockets eru með um 57 milljónir á sínum bókum, það allra lægsta í deildinni líkt og Detroit Pistons. Ef Harden fær ofursamning, myndi hann fá um 47 milljónir í árslaun, og í raun éta upp megnið af launaþaki félagsins. Skiptar skoðanir eru á því hversu skynsamlegt það væri fyrir Rockets að fá Harden aftur á þessum tímapunkti. Liðið inniheldur ungan og efnilegan kjarna, og þarf klárlega á því að halda að fá reynslumeiri leikmenn til liðsins til að leiðbeina og þroska hópinn. Hvort James Harden er rétti maðurinn í það hlutverk skal ósagt látið. Nú þegar úrslitakeppnin er að baki má búast við að leikmannamarkaðurinn í NBA fari á fullt og mun nafn James Harden án vafa verða áberandi í fréttum af honum.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira