Vantreysta ESB í varnarmálum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 13. júní 2023 11:30 „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu og þurft að treysta á Bandaríkjamenn. Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku sem og sambandið sjálft. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Innrásin í Úkraínu hefði skipt stjórnvöld í Rússlandi mun meira máli en efnahagstengsl við vestræn ríki. Rúmum mánuði áður hafði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, látið þau ummæli falla á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að finnsk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu í NATO á síðasta ári vegna þess að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð sótti einnig um inngöngu í bandalagið á síðasta ári. Þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki ESB Vert er að rifja þetta upp í tilefni af greinarskrifum Þorvarðar Hjaltasonar á vef Heimildarinnar á dögunum þar sem hann kallaði eftir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þá fyrst og fremst með tilliti til öryggis- og varnarmála. Vildi hann meina að ekki væri hægt að treysta á Bandaríkin í þeim efnum lengur. Eins og Marin benti á í desember væri sambandið og ríki þess hins vegar í vandræðum án Bandaríkjamanna. Vandséð er hverju Evrópusambandið ætti að bæta við þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Eftir inngöngu Finnlands í NATO og fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar í bandalagið verða öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Auk Bandaríkjanna eru hins vegar ríki eins og Noregur, Kanada og Bretland í NATO sem ekki eru í Evrópusambandinu. Kæmi svo ólíklega til þess að Bandaríkin segðu skilið við NATO á einhverjum tímapunkti í framtíðinni væri Ísland þannig eftir sem áður í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins. Hins vegar eru Bandaríkin eina vestræna ríkið sem getur varið bæði sig og aðra en fjallað hefur verið ítrekað um bágborið ástand evrópskra herja, einkum ríkja innan sambandsins, í erlendum fjölmiðlum í kjölfar innrásarinnar. Fjármögnuðu hernaðaruppbyggingu Rússlands Forystumenn ríkja innan Evrópusambandsins hafa ekki aðeins lýst því yfir að ekki sé hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Sjálfur utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Josep Borrell, hefur ítrekað lýst því yfir að sambandið og ríki þess hafi í reynd fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda með umfangsmiklum kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil. Hvað varðar upphaf Evrópusambandsins sem Þorvarður gerir að umtalsefni, stofnun Kola- og stálbandalagsins svonefnds, er vert að rifja það upp af því tilefni að umrætt bandalag var sett á laggirnar í kjölfar Schuman-yfirlýsingarinnar 1950 þar sem þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, lýsti því meðal annars yfir að lokamarkmiðið með fyrirhugaðri samrunaþróun væri evrópskt sambandsríki. Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki og rataði það nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem segir að „áfram“ skuli unnið að því að sambandið verði að sambandsríki. Samhliða þessu hefur Evrópusambandið jafnt og þétt í gegnum tíðina öðlast fleiri einkenni ríkis. Vægi ríkja ESB fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda Mikilvægt er annars að hafa í huga í allri umræðu um Evrópusambandið að langflestar ákvarðanir á vettvangi þess eru teknar með meirihluta atkvæða þar sem íbúafjöldi ræður mestu um vægi ríkjanna. Einróma samþykki heyrir til undantekninga og nær hvorki til sjávarútvegsmála né orkumála. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins einungis 0,08% og á þingi þess á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Sú áherzla að vægi ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku á vettvangi þess miðist við það hversu fjölmenn þau eru, í stað þess að þau sitji við sama borð í þeim efnum óháð íbúafjölda, er einmitt eitt þeirra einkenna ríkis sem sambandið hefur smám saman öðlast á liðnum árum. Stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið tala gjarnan um það að með henni fengi Ísland sæti við borðið innan þess. Þetta er sætið. Með öðrum orðum er langur vegur frá því að innganga í Evrópusambandið yrði til þess fallin að tryggja betur öryggis- og varnarhagsmuni Íslands. Að sama skapi hefur sambandið og ríki þess sýnt það með afgerandi hætti á undanförnum árum í viðskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld að þeim er ekki heldur treystandi þegar efnahagsöryggi er annars vegar. Þá er ljóst vægi Íslands innan þess yrði lítið sem ekkert. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
„Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu og þurft að treysta á Bandaríkjamenn. Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku sem og sambandið sjálft. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Innrásin í Úkraínu hefði skipt stjórnvöld í Rússlandi mun meira máli en efnahagstengsl við vestræn ríki. Rúmum mánuði áður hafði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, látið þau ummæli falla á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að finnsk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu í NATO á síðasta ári vegna þess að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð sótti einnig um inngöngu í bandalagið á síðasta ári. Þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki ESB Vert er að rifja þetta upp í tilefni af greinarskrifum Þorvarðar Hjaltasonar á vef Heimildarinnar á dögunum þar sem hann kallaði eftir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þá fyrst og fremst með tilliti til öryggis- og varnarmála. Vildi hann meina að ekki væri hægt að treysta á Bandaríkin í þeim efnum lengur. Eins og Marin benti á í desember væri sambandið og ríki þess hins vegar í vandræðum án Bandaríkjamanna. Vandséð er hverju Evrópusambandið ætti að bæta við þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Eftir inngöngu Finnlands í NATO og fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar í bandalagið verða öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Auk Bandaríkjanna eru hins vegar ríki eins og Noregur, Kanada og Bretland í NATO sem ekki eru í Evrópusambandinu. Kæmi svo ólíklega til þess að Bandaríkin segðu skilið við NATO á einhverjum tímapunkti í framtíðinni væri Ísland þannig eftir sem áður í varnarsamstarfi við nær öll ríki Evrópusambandsins. Hins vegar eru Bandaríkin eina vestræna ríkið sem getur varið bæði sig og aðra en fjallað hefur verið ítrekað um bágborið ástand evrópskra herja, einkum ríkja innan sambandsins, í erlendum fjölmiðlum í kjölfar innrásarinnar. Fjármögnuðu hernaðaruppbyggingu Rússlands Forystumenn ríkja innan Evrópusambandsins hafa ekki aðeins lýst því yfir að ekki sé hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Sjálfur utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Josep Borrell, hefur ítrekað lýst því yfir að sambandið og ríki þess hafi í reynd fjármagnað hernaðaruppbyggingu rússneskra stjórnvalda með umfangsmiklum kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil. Hvað varðar upphaf Evrópusambandsins sem Þorvarður gerir að umtalsefni, stofnun Kola- og stálbandalagsins svonefnds, er vert að rifja það upp af því tilefni að umrætt bandalag var sett á laggirnar í kjölfar Schuman-yfirlýsingarinnar 1950 þar sem þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, Robert Schuman, lýsti því meðal annars yfir að lokamarkmiðið með fyrirhugaðri samrunaþróun væri evrópskt sambandsríki. Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki og rataði það nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands þar sem segir að „áfram“ skuli unnið að því að sambandið verði að sambandsríki. Samhliða þessu hefur Evrópusambandið jafnt og þétt í gegnum tíðina öðlast fleiri einkenni ríkis. Vægi ríkja ESB fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda Mikilvægt er annars að hafa í huga í allri umræðu um Evrópusambandið að langflestar ákvarðanir á vettvangi þess eru teknar með meirihluta atkvæða þar sem íbúafjöldi ræður mestu um vægi ríkjanna. Einróma samþykki heyrir til undantekninga og nær hvorki til sjávarútvegsmála né orkumála. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði sambandsins einungis 0,08% og á þingi þess á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Sú áherzla að vægi ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku á vettvangi þess miðist við það hversu fjölmenn þau eru, í stað þess að þau sitji við sama borð í þeim efnum óháð íbúafjölda, er einmitt eitt þeirra einkenna ríkis sem sambandið hefur smám saman öðlast á liðnum árum. Stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið tala gjarnan um það að með henni fengi Ísland sæti við borðið innan þess. Þetta er sætið. Með öðrum orðum er langur vegur frá því að innganga í Evrópusambandið yrði til þess fallin að tryggja betur öryggis- og varnarhagsmuni Íslands. Að sama skapi hefur sambandið og ríki þess sýnt það með afgerandi hætti á undanförnum árum í viðskiptum sínum við rússnesk stjórnvöld að þeim er ekki heldur treystandi þegar efnahagsöryggi er annars vegar. Þá er ljóst vægi Íslands innan þess yrði lítið sem ekkert. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun