Clapton er guð Kristinn Theódórsson skrifar 8. júní 2023 10:31 Eitt sinn þótti töff að krota „Clapton er guð“ á veggi. Eric Clapton þótti nefnilega helvíti sleipur á gítarinn. Þessu eru eflaust margir búnir að gleyma, eða vissu aldrei. Fyrir nokkrum árum fannst ný öreind. Hún fékk nafnið Higgs boson. Stundum kölluð Guðs-eindin, sem pirrar eðlisfræðinga. Nema hvað hún tifar og það er hægt að lesa úr tifinu ASCII kóða og kóðinn stafar „clapton est dieu“. Sem er ótrúlegt. Það er „Clapton er guð“ frönsku, því CERN hraðallinn er á landamærum Frakklands og Sviss. Nei, þetta er náttúrulega bull. Bara ég að skálda. En hvað myndu eðlisfræðingar ráða af svona skilaboðum? Nú fyrir það fyrsta að þetta séu ekki skilaboð. Því það sé ekki neinn sendandi. Og fyrir það annað að þetta sé A) tilviljun eða B) eitthvað sem mælandinn hafi orsakað. Enginn myndi hringja í Eric Clapton og spyrja hann hvort hann sé virkilega guð. Eðlilega. Það væri fáránlegt. En það sýnir samt vel hvað við erum sannfærð um að vísindalega efnishyggjan sé sönn og að við verðum að leita skýringa innan þess kerfis. Alveg sama hve furðulegt eitthvað er. Ímyndum okkur til gamans að tilveran sé sýndarveruleiki. Hvernig ættum við að komast að því? Við gætum það eflaust ekki. En með hugmyndina um sýndarveruleika í huga mætti leika sér með hugmyndir eins og að ástæðan fyrir því að Miklihvellur er svona einstakur viðburður sé að þá hófst keyrslan á sýndarveruleikanum. Og að það sé líka ástæðan fyrir að eðlifræðin er svona skrítin þegar rýnt er inn í smæstu eindir. Sem mætti ímynda sér að gildi líka í sýndarveruleika þar sem undirliggjandi kerfi er ekki almennilega hannað þannig að leikmenn rannsaki það (af hverju ekki er svo önnur spurning, kannski verið að spara reiknigetu). Kirkjan hefur lengi notað svipuð rök um að það að biblían sé til gefi tilefni til að hugsa um heiminn sem kerfi sem boðskapur biblíunnar lýsi. Maður þurfi því að vera tilbúinn að skynja tilvist guðs í sköpunarverkinu. Útiloka hann ekki. Eðlisfræðingar nenna þó auðvitað ekki að taka 6 mánaða þvarg um hvort guð sé fundinn eða hvort heimurinn sé sýndarveruleiki í hvert sinn sem eitthvað skrítið gerist. Skiljanlega er því strax lokað á þær getgátur, svo það sé hægt að halda áfram að reikna og rannsaka í stað þess að fabúlera einhver ævintýri. Skiljanlega. Nema hvað í dag er varla hægt að leika sér að því að gefa lífinu lit með svona vangaveltum fyrir pirringi hinna sanntrúuðu. Og hvað er það að vera svo argur efnishyggjusinni að maður pirrast allur upp þegar annað fólk hugsar eitthvað fjarstæðukennt og hressandi? Hvaða pirringur er það? Ég get sagt ykkur hvaða pirringur það er, því ég var svona sjálfur. Þetta ergelsi er nagandi efi um hvort það sé réttlætanlegt að leyfa sér þessa ofsatrú á vísindahyggjuna og tilheyrandi gremja yfir að allskyns fólk sem virðist vera glatt og hresst og hamingjusamt trúi allskyns bulli sem maður getur ekki sjálfur trúað. Það er allt pirrandi við þetta - og þess vegna verður maður pirraði karlinn/konan. Þá er gott að minnast þess að það eru til hugmyndakerfi og pælingar aðrar en vísindalega efnishyggjan. Þær gjörbreyta ekkert heiminum, en þær skilja eftir glufu fyrir allskyns spennandi og skemmtilegt. Ekki vera pirrað vísindahyggjufólk. Hlustið bara á smá Cream og slakið á geðinu. Það má alveg hafa gaman. Clapton er guð. Greinin er framhaldsgrein af þessari hér. Höfundur er heimspekingur í hjáverkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt sinn þótti töff að krota „Clapton er guð“ á veggi. Eric Clapton þótti nefnilega helvíti sleipur á gítarinn. Þessu eru eflaust margir búnir að gleyma, eða vissu aldrei. Fyrir nokkrum árum fannst ný öreind. Hún fékk nafnið Higgs boson. Stundum kölluð Guðs-eindin, sem pirrar eðlisfræðinga. Nema hvað hún tifar og það er hægt að lesa úr tifinu ASCII kóða og kóðinn stafar „clapton est dieu“. Sem er ótrúlegt. Það er „Clapton er guð“ frönsku, því CERN hraðallinn er á landamærum Frakklands og Sviss. Nei, þetta er náttúrulega bull. Bara ég að skálda. En hvað myndu eðlisfræðingar ráða af svona skilaboðum? Nú fyrir það fyrsta að þetta séu ekki skilaboð. Því það sé ekki neinn sendandi. Og fyrir það annað að þetta sé A) tilviljun eða B) eitthvað sem mælandinn hafi orsakað. Enginn myndi hringja í Eric Clapton og spyrja hann hvort hann sé virkilega guð. Eðlilega. Það væri fáránlegt. En það sýnir samt vel hvað við erum sannfærð um að vísindalega efnishyggjan sé sönn og að við verðum að leita skýringa innan þess kerfis. Alveg sama hve furðulegt eitthvað er. Ímyndum okkur til gamans að tilveran sé sýndarveruleiki. Hvernig ættum við að komast að því? Við gætum það eflaust ekki. En með hugmyndina um sýndarveruleika í huga mætti leika sér með hugmyndir eins og að ástæðan fyrir því að Miklihvellur er svona einstakur viðburður sé að þá hófst keyrslan á sýndarveruleikanum. Og að það sé líka ástæðan fyrir að eðlifræðin er svona skrítin þegar rýnt er inn í smæstu eindir. Sem mætti ímynda sér að gildi líka í sýndarveruleika þar sem undirliggjandi kerfi er ekki almennilega hannað þannig að leikmenn rannsaki það (af hverju ekki er svo önnur spurning, kannski verið að spara reiknigetu). Kirkjan hefur lengi notað svipuð rök um að það að biblían sé til gefi tilefni til að hugsa um heiminn sem kerfi sem boðskapur biblíunnar lýsi. Maður þurfi því að vera tilbúinn að skynja tilvist guðs í sköpunarverkinu. Útiloka hann ekki. Eðlisfræðingar nenna þó auðvitað ekki að taka 6 mánaða þvarg um hvort guð sé fundinn eða hvort heimurinn sé sýndarveruleiki í hvert sinn sem eitthvað skrítið gerist. Skiljanlega er því strax lokað á þær getgátur, svo það sé hægt að halda áfram að reikna og rannsaka í stað þess að fabúlera einhver ævintýri. Skiljanlega. Nema hvað í dag er varla hægt að leika sér að því að gefa lífinu lit með svona vangaveltum fyrir pirringi hinna sanntrúuðu. Og hvað er það að vera svo argur efnishyggjusinni að maður pirrast allur upp þegar annað fólk hugsar eitthvað fjarstæðukennt og hressandi? Hvaða pirringur er það? Ég get sagt ykkur hvaða pirringur það er, því ég var svona sjálfur. Þetta ergelsi er nagandi efi um hvort það sé réttlætanlegt að leyfa sér þessa ofsatrú á vísindahyggjuna og tilheyrandi gremja yfir að allskyns fólk sem virðist vera glatt og hresst og hamingjusamt trúi allskyns bulli sem maður getur ekki sjálfur trúað. Það er allt pirrandi við þetta - og þess vegna verður maður pirraði karlinn/konan. Þá er gott að minnast þess að það eru til hugmyndakerfi og pælingar aðrar en vísindalega efnishyggjan. Þær gjörbreyta ekkert heiminum, en þær skilja eftir glufu fyrir allskyns spennandi og skemmtilegt. Ekki vera pirrað vísindahyggjufólk. Hlustið bara á smá Cream og slakið á geðinu. Það má alveg hafa gaman. Clapton er guð. Greinin er framhaldsgrein af þessari hér. Höfundur er heimspekingur í hjáverkum.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun