Clapton er guð Kristinn Theódórsson skrifar 8. júní 2023 10:31 Eitt sinn þótti töff að krota „Clapton er guð“ á veggi. Eric Clapton þótti nefnilega helvíti sleipur á gítarinn. Þessu eru eflaust margir búnir að gleyma, eða vissu aldrei. Fyrir nokkrum árum fannst ný öreind. Hún fékk nafnið Higgs boson. Stundum kölluð Guðs-eindin, sem pirrar eðlisfræðinga. Nema hvað hún tifar og það er hægt að lesa úr tifinu ASCII kóða og kóðinn stafar „clapton est dieu“. Sem er ótrúlegt. Það er „Clapton er guð“ frönsku, því CERN hraðallinn er á landamærum Frakklands og Sviss. Nei, þetta er náttúrulega bull. Bara ég að skálda. En hvað myndu eðlisfræðingar ráða af svona skilaboðum? Nú fyrir það fyrsta að þetta séu ekki skilaboð. Því það sé ekki neinn sendandi. Og fyrir það annað að þetta sé A) tilviljun eða B) eitthvað sem mælandinn hafi orsakað. Enginn myndi hringja í Eric Clapton og spyrja hann hvort hann sé virkilega guð. Eðlilega. Það væri fáránlegt. En það sýnir samt vel hvað við erum sannfærð um að vísindalega efnishyggjan sé sönn og að við verðum að leita skýringa innan þess kerfis. Alveg sama hve furðulegt eitthvað er. Ímyndum okkur til gamans að tilveran sé sýndarveruleiki. Hvernig ættum við að komast að því? Við gætum það eflaust ekki. En með hugmyndina um sýndarveruleika í huga mætti leika sér með hugmyndir eins og að ástæðan fyrir því að Miklihvellur er svona einstakur viðburður sé að þá hófst keyrslan á sýndarveruleikanum. Og að það sé líka ástæðan fyrir að eðlifræðin er svona skrítin þegar rýnt er inn í smæstu eindir. Sem mætti ímynda sér að gildi líka í sýndarveruleika þar sem undirliggjandi kerfi er ekki almennilega hannað þannig að leikmenn rannsaki það (af hverju ekki er svo önnur spurning, kannski verið að spara reiknigetu). Kirkjan hefur lengi notað svipuð rök um að það að biblían sé til gefi tilefni til að hugsa um heiminn sem kerfi sem boðskapur biblíunnar lýsi. Maður þurfi því að vera tilbúinn að skynja tilvist guðs í sköpunarverkinu. Útiloka hann ekki. Eðlisfræðingar nenna þó auðvitað ekki að taka 6 mánaða þvarg um hvort guð sé fundinn eða hvort heimurinn sé sýndarveruleiki í hvert sinn sem eitthvað skrítið gerist. Skiljanlega er því strax lokað á þær getgátur, svo það sé hægt að halda áfram að reikna og rannsaka í stað þess að fabúlera einhver ævintýri. Skiljanlega. Nema hvað í dag er varla hægt að leika sér að því að gefa lífinu lit með svona vangaveltum fyrir pirringi hinna sanntrúuðu. Og hvað er það að vera svo argur efnishyggjusinni að maður pirrast allur upp þegar annað fólk hugsar eitthvað fjarstæðukennt og hressandi? Hvaða pirringur er það? Ég get sagt ykkur hvaða pirringur það er, því ég var svona sjálfur. Þetta ergelsi er nagandi efi um hvort það sé réttlætanlegt að leyfa sér þessa ofsatrú á vísindahyggjuna og tilheyrandi gremja yfir að allskyns fólk sem virðist vera glatt og hresst og hamingjusamt trúi allskyns bulli sem maður getur ekki sjálfur trúað. Það er allt pirrandi við þetta - og þess vegna verður maður pirraði karlinn/konan. Þá er gott að minnast þess að það eru til hugmyndakerfi og pælingar aðrar en vísindalega efnishyggjan. Þær gjörbreyta ekkert heiminum, en þær skilja eftir glufu fyrir allskyns spennandi og skemmtilegt. Ekki vera pirrað vísindahyggjufólk. Hlustið bara á smá Cream og slakið á geðinu. Það má alveg hafa gaman. Clapton er guð. Greinin er framhaldsgrein af þessari hér. Höfundur er heimspekingur í hjáverkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt sinn þótti töff að krota „Clapton er guð“ á veggi. Eric Clapton þótti nefnilega helvíti sleipur á gítarinn. Þessu eru eflaust margir búnir að gleyma, eða vissu aldrei. Fyrir nokkrum árum fannst ný öreind. Hún fékk nafnið Higgs boson. Stundum kölluð Guðs-eindin, sem pirrar eðlisfræðinga. Nema hvað hún tifar og það er hægt að lesa úr tifinu ASCII kóða og kóðinn stafar „clapton est dieu“. Sem er ótrúlegt. Það er „Clapton er guð“ frönsku, því CERN hraðallinn er á landamærum Frakklands og Sviss. Nei, þetta er náttúrulega bull. Bara ég að skálda. En hvað myndu eðlisfræðingar ráða af svona skilaboðum? Nú fyrir það fyrsta að þetta séu ekki skilaboð. Því það sé ekki neinn sendandi. Og fyrir það annað að þetta sé A) tilviljun eða B) eitthvað sem mælandinn hafi orsakað. Enginn myndi hringja í Eric Clapton og spyrja hann hvort hann sé virkilega guð. Eðlilega. Það væri fáránlegt. En það sýnir samt vel hvað við erum sannfærð um að vísindalega efnishyggjan sé sönn og að við verðum að leita skýringa innan þess kerfis. Alveg sama hve furðulegt eitthvað er. Ímyndum okkur til gamans að tilveran sé sýndarveruleiki. Hvernig ættum við að komast að því? Við gætum það eflaust ekki. En með hugmyndina um sýndarveruleika í huga mætti leika sér með hugmyndir eins og að ástæðan fyrir því að Miklihvellur er svona einstakur viðburður sé að þá hófst keyrslan á sýndarveruleikanum. Og að það sé líka ástæðan fyrir að eðlifræðin er svona skrítin þegar rýnt er inn í smæstu eindir. Sem mætti ímynda sér að gildi líka í sýndarveruleika þar sem undirliggjandi kerfi er ekki almennilega hannað þannig að leikmenn rannsaki það (af hverju ekki er svo önnur spurning, kannski verið að spara reiknigetu). Kirkjan hefur lengi notað svipuð rök um að það að biblían sé til gefi tilefni til að hugsa um heiminn sem kerfi sem boðskapur biblíunnar lýsi. Maður þurfi því að vera tilbúinn að skynja tilvist guðs í sköpunarverkinu. Útiloka hann ekki. Eðlisfræðingar nenna þó auðvitað ekki að taka 6 mánaða þvarg um hvort guð sé fundinn eða hvort heimurinn sé sýndarveruleiki í hvert sinn sem eitthvað skrítið gerist. Skiljanlega er því strax lokað á þær getgátur, svo það sé hægt að halda áfram að reikna og rannsaka í stað þess að fabúlera einhver ævintýri. Skiljanlega. Nema hvað í dag er varla hægt að leika sér að því að gefa lífinu lit með svona vangaveltum fyrir pirringi hinna sanntrúuðu. Og hvað er það að vera svo argur efnishyggjusinni að maður pirrast allur upp þegar annað fólk hugsar eitthvað fjarstæðukennt og hressandi? Hvaða pirringur er það? Ég get sagt ykkur hvaða pirringur það er, því ég var svona sjálfur. Þetta ergelsi er nagandi efi um hvort það sé réttlætanlegt að leyfa sér þessa ofsatrú á vísindahyggjuna og tilheyrandi gremja yfir að allskyns fólk sem virðist vera glatt og hresst og hamingjusamt trúi allskyns bulli sem maður getur ekki sjálfur trúað. Það er allt pirrandi við þetta - og þess vegna verður maður pirraði karlinn/konan. Þá er gott að minnast þess að það eru til hugmyndakerfi og pælingar aðrar en vísindalega efnishyggjan. Þær gjörbreyta ekkert heiminum, en þær skilja eftir glufu fyrir allskyns spennandi og skemmtilegt. Ekki vera pirrað vísindahyggjufólk. Hlustið bara á smá Cream og slakið á geðinu. Það má alveg hafa gaman. Clapton er guð. Greinin er framhaldsgrein af þessari hér. Höfundur er heimspekingur í hjáverkum.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun