Körfubolti

Ragnar Örn til Þorlákshafnar í þriðja sinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ragnar Örn Bragason ergenginn til liðs við Þórsara. Aftur.
Ragnar Örn Bragason ergenginn til liðs við Þórsara. Aftur. Vísir/Bára

Körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshafnar hefur samið við Ragnar Örn Bragason um að leika með liðinu næstu tvö tímabil í Subway-deild karla í körfubolta. Þetta er í þriðja sinn sem Ragnar gengur í raðir Þórs.

Þórsarar greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum, en Ragnar kemur til liðsins frá uppeldisfélagi sínu, ÍR.

Eins og áður segir er þetta í þriðja skiptið sem Ragnar gengur í raðir Þórsliðsins. Þessi 28 ára gamli leikmaður kom fyrst til félagsins frá ÍR árið 2015 áður en hann fór til Keflavíkur árið 2017.

Eftir eitt tímabil með Keflvíkingum snéri Ragnar aftur til Þórs þar sem hann varð svo Íslandsmeistari með liðinu árið 2021. Hann lék svo með ÍR á síðasta tímabili, en liðið féll úr Subway-deildinni. Með ÍR skoraði Ragnar 8,8 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili, tók 2,9 fráköst og gaf 2,2 stoðsendingar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.