Athugaði hvort LeBron vildi koma til Dallas Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2023 18:30 Vill fá sinn gamla vin til Dallas. Vísir/Getty Kyrie Irving hefur haft samband við fyrrverandi samherja sinn LeBron James í von um að sannfæra hann um að spila með sér í Dallas á næstu leiktíð í NBA-deildinni í körfubolta. Hinn 38 ára gamli LeBron fór alla leið í úrslitaleik Vesturdeildarinnar með lið sitt Los Angeles Lakers. Þar beið það lægri hlut gegn Denver Nuggets sem leikur nú til úrslita gegn Miami Heat. LeBron spilaði alla úrslitakeppnina á „öðrum fæti“ ef svo má að orði komast en hann var meiddur á fæti og þarf eflaust að fara í aðgerð í sumar. Eftir að Lakers féll úr leik var LeBron spurður út í framtíð sína og sagðist hann þurfa að hugsa sig um. Samningur hans við Lakers gildi þó eitt ár til viðbótar. Fyrr á leiktíðinni var talið að Lakers hefði áhuga á að fá Kyrie Irving í sínar raðir þegar ljóst var að hann yrði ekki áfram hjá Brooklyn Nets. Þaðan fór hann til Dallas Mavericks en segja má að um martraðarskipti hafi verið að ræða og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Þrátt fyrir að vera samningslaus í sumar virðist sem Kyrie stefni á að vera áfram í Dallas og nú hefur Shams Charania, einn virtasti NBA-blaðamaðurinn vestanhafs, greint frá því að Kyrie hafi spurt LeBron hvort hann hafi áhuga á að koma til Dallas. Sources: Kyrie Irving has reached out to Lakers star LeBron James in attempts to see if James would come to Dallas. Irving is a free agent this offseason.— Shams Charania (@ShamsCharania) June 5, 2023 Kyrie virðist æstur í að endurnýja kynnin en þeir félagar urðu meistarar með Cleveland Cavaliers vorið 2016 eftir eina fræknustu endurkomu í sögu deildarinnar. Cleveland varð þá fyrsta lið sögunnar til að vinna titilinn eftir að lenda 3-1 undir í úrslitaeinvíginu. Ekki hefur komið fram hvort LeBron hafi áhuga en ljóst er að ef hann ákveður að færa sig um set verður það frétt sumarsins í NBA-deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira
Hinn 38 ára gamli LeBron fór alla leið í úrslitaleik Vesturdeildarinnar með lið sitt Los Angeles Lakers. Þar beið það lægri hlut gegn Denver Nuggets sem leikur nú til úrslita gegn Miami Heat. LeBron spilaði alla úrslitakeppnina á „öðrum fæti“ ef svo má að orði komast en hann var meiddur á fæti og þarf eflaust að fara í aðgerð í sumar. Eftir að Lakers féll úr leik var LeBron spurður út í framtíð sína og sagðist hann þurfa að hugsa sig um. Samningur hans við Lakers gildi þó eitt ár til viðbótar. Fyrr á leiktíðinni var talið að Lakers hefði áhuga á að fá Kyrie Irving í sínar raðir þegar ljóst var að hann yrði ekki áfram hjá Brooklyn Nets. Þaðan fór hann til Dallas Mavericks en segja má að um martraðarskipti hafi verið að ræða og komst Dallas ekki í úrslitakeppnina. Þrátt fyrir að vera samningslaus í sumar virðist sem Kyrie stefni á að vera áfram í Dallas og nú hefur Shams Charania, einn virtasti NBA-blaðamaðurinn vestanhafs, greint frá því að Kyrie hafi spurt LeBron hvort hann hafi áhuga á að koma til Dallas. Sources: Kyrie Irving has reached out to Lakers star LeBron James in attempts to see if James would come to Dallas. Irving is a free agent this offseason.— Shams Charania (@ShamsCharania) June 5, 2023 Kyrie virðist æstur í að endurnýja kynnin en þeir félagar urðu meistarar með Cleveland Cavaliers vorið 2016 eftir eina fræknustu endurkomu í sögu deildarinnar. Cleveland varð þá fyrsta lið sögunnar til að vinna titilinn eftir að lenda 3-1 undir í úrslitaeinvíginu. Ekki hefur komið fram hvort LeBron hafi áhuga en ljóst er að ef hann ákveður að færa sig um set verður það frétt sumarsins í NBA-deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira