Körfubolti

Valsari fór inn í klefa dómara og fékk fimm leikja bann

Sindri Sverrisson skrifar
Pablo Bertone ræðir við dómarann Davíð Tómas Tómasson í oddaleiknum gegn Tindastóli. Hann vildi einnig ræða við dómarana eftir leik og fór inn í búningsklefa þeirra.
Pablo Bertone ræðir við dómarann Davíð Tómas Tómasson í oddaleiknum gegn Tindastóli. Hann vildi einnig ræða við dómarana eftir leik og fór inn í búningsklefa þeirra. VÍSIR/VILHELM

Pablo Bertone, leikmaður Vals, fór inn í herbergi dómara eftir tapið gegn Tindastóli í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta fyrir tveimur vikum, og hefur nú verið úrskurðaður í fimm leikja bann.

Í tilkynningu á vef KKÍ segir að Pablo skuli sæta fimm leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Vals og Tindastóls sem fram fór þann 18. maí.

Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, segir við mbl.is að ástæðan fyrir banninu sé sú að Pablo hafi farið inn í klefa dómara að leik loknum. Má ætla að það hafi verið til að ræða það sem fram fór á lokasekúndum leiksins en umdeilt var hvort dæma hefði átt óíþróttamannslega villu á Tindastól í blálok leiksins.

Tindastóll vann að lokum 82-21 sigur í leiknum með þremur vítaskotum Keyshawn Woods þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Enn var þó tími fyrir Valsmenn að geysast fram og þá braut Sigtryggur Arnar Björnsson á Kára Jónssyni en slapp við óíþróttamannslega villu auk þess sem liðsvillur Tindastóls voru ekki orðnar nógu margar til þess að Kári færi á vítalínuna.

Hannes segir Bertone ekki hafa veist að dómurum leiksins en að það hafi verið rangt af honum að fara inn í klefa þeirra. Bæði hann og Valur hafi beðist afsökunar á framferði leikmannsins. Þá hafi öryggisgæslu ekki verið ábótavant þar sem að dómararnir hafi verið búnir að segja gæslumönnum að þeir gætu farið.

Pablo Bertone með skot í oddaleiknum, sem Tindastóll vann með hádramatískum hætti.VÍSIR/VILHELMFleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.