Sport

Dagskráin í dag: Stórleikur í Kópavogi í Bestu deildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Oliver Sigurjónsson, Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic verða í eldlínunni þegar Breiðablik mætir Víkingum í Bestu deild karla í kvöld.
Oliver Sigurjónsson, Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic verða í eldlínunni þegar Breiðablik mætir Víkingum í Bestu deild karla í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Fjórir leikir fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld og þar á meðal er stórleikur á Kópavogsvelli. Þá verður leikið í ítölsku deildinni sem og efstu deild í spænska körfuboltanum.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19:00 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem heimamenn í Breiðabliki taka á móti Víkingum í stórleik umferðarinnar. Víkingar eru í efsta sæti deildarinnar en Blikar geta minnkað forskot þeirra á toppnum niður í tvö stig með sigri.

Klukkan 21:25 er Stúkan síðan á dagskrá en þar verður farið í öll helstu atvik tíundu umferðar Bestu deildarinnar.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18:50 verður leikur Valencia og Barca í ACB deildinni í spænska körfuboltanum í beinni útsendingu. Martin Hermannsson er leikmaður Valencia.

Stöð 2 Sport 3

Ítölsku deildinni er ekki enn lokið og leikur Sassuolo og Fiorentina verður sýndur beint klukkan 18:20.

Stöð 2 Sport 4

Bein útsending frá Mizuho Americas Open heldur áfram klukkan 15:00.

Stöð 2 Sport 5

Valur og FH mætast í beinni útsendingu klukkan 19:00 og verður forvitnilegt að sjá hvort Valsmenn halda í við Víkinga í toppbaráttunni og hvort gott gengi FH heldur áfram.

Besta deildar rásin

Leikur Stjörnunnar og KA fer fram á Samsung-vellinum klukkan 17:50 og hann verður sýndur beint.

Besta deildar rásin 2

Fram og Keflavík eigast við í Bestu deildinni klukkan 19:05 og verður leikurinn í beinni útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×