Körfubolti

Finnur Freyr heldur kyrru fyrir á Hlíðarenda

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Finnur Freyr Stefánsson verður áfram við stjórnvölin hjá Val.
Finnur Freyr Stefánsson verður áfram við stjórnvölin hjá Val. Vísir/Bára Dröfn

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Subway-deild karla í körfubolta, mun stýra liðinu áfram á komandi tímabili.

Þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is í dag, en Finnur hafði verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Keflavík eftir að Hjalti Þór Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu í lok tímabils. Finnur hefur hins vegar hafnað því boði.

Finnur, sem er 39 ára gamall, tók við Valsmönnum í maí árið 2020 og gerði liðið að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili. Undir hans stjórn urðu Valsmenn svo deildar- og bikarmeistarar á nýafstöðnu tímabili, en liðið þurfti að sætta sig við tap í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn gegn Tindastóli.

Þá var Finnur einnig þjálfari KR til ársins 2018 og undir hans stjórn varð liðið Íslandsmeistari fimm ár í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×