Carmelo Anthony hættur í körfubolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2023 18:01 Carmelo Anthony lék með Denver Nuggets fyrstu ár ferilsins í NBA-deildinni. getty/Doug Pensinger Körfuboltamaðurinn Carmelo Anthony hefur lagt skóna á hilluna. Hann er níundi stigahæsti leikmaður í sögu NBA og þrefaldur Ólympíumeistari. Thank you #STAYME7O pic.twitter.com/4au8cOd13s— Carmelo Anthony (@carmeloanthony) May 22, 2023 Eftir að hafa orðið háskólameistari með Syracuse 2003 valdi Denver Nuggets Anthony með þriðja valrétti í nýliðavalinu það ár. Denver komst í úrslitakeppnina öll tímabil Anthonys hjá liðinu og alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar 2009. Tveimur árum síðar var Anthony skipt til New York Knicks. Hann lék með Knicks í sex ár en liðið vann aðeins eitt einvígi í úrslitakeppninni á þeim tíma. Anthony á metið yfir flest stig í leik hjá Knicks en hann skoraði 62 stig í leik gegn Charlotte Bobcats í janúar 2014. Anthony varð stigakóngur NBA tímabilið 2012-13 en þá var hann með 28,7 stig að meðaltali í leik. Congratulations, @carmeloanthony on an amazing career! #STAYME7O pic.twitter.com/Z3GYLOE0dc— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 22, 2023 Anthony var skipt til Oklahoma City Thunder 2017 og lék þar í eitt tímabil. Hann fór svo til Houston Rockets, Portland Trail Blazers og loks Los Angeles Lakers á síðasta tímabili. Á ferli sínum í NBA var Anthony tíu sinnum valinn til að spila í stjörnuleiknum, tvisvar sinnum í öðru úrvalsliði deildarinnar og fjórum sinnum í því þriðja. Anthony skoraði 28.289 stig í 1.260 leikjum í NBA, eða 22,5 stig að meðaltali í leik. Aðeins átta leikmenn hafa skorað meira. Carmelo Anthony has officially called it a career. His resume is loaded - 19 seasons in the NBA- 10x NBA All-Star- 28,289 career points (9th all-time)- NBA scoring champion- 6x All-NBA selection- NBA 75th anniversary team- 3x Olympic gold medalist- NCAA Champion pic.twitter.com/BCcMV25CfV— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) May 22, 2023 Anthony varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008, 2012 og 2016. Hann er sá eini sem hefur unnið þrjár gullmedalíur. Anthony er stiga-, frákasta- og leikjahæstur í Ólympíusögu bandaríska landsliðsins. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Thank you #STAYME7O pic.twitter.com/4au8cOd13s— Carmelo Anthony (@carmeloanthony) May 22, 2023 Eftir að hafa orðið háskólameistari með Syracuse 2003 valdi Denver Nuggets Anthony með þriðja valrétti í nýliðavalinu það ár. Denver komst í úrslitakeppnina öll tímabil Anthonys hjá liðinu og alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar 2009. Tveimur árum síðar var Anthony skipt til New York Knicks. Hann lék með Knicks í sex ár en liðið vann aðeins eitt einvígi í úrslitakeppninni á þeim tíma. Anthony á metið yfir flest stig í leik hjá Knicks en hann skoraði 62 stig í leik gegn Charlotte Bobcats í janúar 2014. Anthony varð stigakóngur NBA tímabilið 2012-13 en þá var hann með 28,7 stig að meðaltali í leik. Congratulations, @carmeloanthony on an amazing career! #STAYME7O pic.twitter.com/Z3GYLOE0dc— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 22, 2023 Anthony var skipt til Oklahoma City Thunder 2017 og lék þar í eitt tímabil. Hann fór svo til Houston Rockets, Portland Trail Blazers og loks Los Angeles Lakers á síðasta tímabili. Á ferli sínum í NBA var Anthony tíu sinnum valinn til að spila í stjörnuleiknum, tvisvar sinnum í öðru úrvalsliði deildarinnar og fjórum sinnum í því þriðja. Anthony skoraði 28.289 stig í 1.260 leikjum í NBA, eða 22,5 stig að meðaltali í leik. Aðeins átta leikmenn hafa skorað meira. Carmelo Anthony has officially called it a career. His resume is loaded - 19 seasons in the NBA- 10x NBA All-Star- 28,289 career points (9th all-time)- NBA scoring champion- 6x All-NBA selection- NBA 75th anniversary team- 3x Olympic gold medalist- NCAA Champion pic.twitter.com/BCcMV25CfV— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) May 22, 2023 Anthony varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008, 2012 og 2016. Hann er sá eini sem hefur unnið þrjár gullmedalíur. Anthony er stiga-, frákasta- og leikjahæstur í Ólympíusögu bandaríska landsliðsins.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira