Fékk afsökunarbeiðni frá KR eftir að hafa misst af verðlaunaafhendingu Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 09:29 Hulda Ósk fékk afsökunarbeiðni frá stjórn KR eftir mistökin. Twitter síða Þorgeirs Arnar Hulda Ósk Bergsteinsdóttir leikmaður KR í körfubolta var valin í lið ársins í 1. deild kvenna en missti af verðlaunaafhendingunni þar sem stjórn KR gleymdi að láta hana vita. Þorgeir Örn Tryggvason vakti fyrst athygli á málinu í gær og skrifaði um það á Twitter. Hann sagði þar að Hulda Ósk hefði verið valin í lið ársins í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Hins vegar hafi KR ekki látið Huldu Ósk vita af valinu og hún því ekki getað mætt til að veita verðlaununum viðtöku. Stoltur af árangrinum hjá minni konu að vera valin í úrvalslið 1.deildar kvenna. Ekki jafn stoltur af @krkarfa fyrir að sleppa því að láta hana vita af árangrinum, þar af leiðandi missa af lokahófi KKÍ og frétta af árangrinum í gegnum fjölmiðla.#körfubolti #karfan pic.twitter.com/EOofcRCKX6— Thorgeir Örn Tryggva (@ThorgeirOrnTryg) May 19, 2023 Í samtali við Vísi segir Hulda Ósk að stjórn KR hafi haft samband við hana og beðist margfalt afsökunar á því að það þetta hafi farið framhjá þeim. Hún segist kunna vel að meta það. „Ég vil þó meina að þetta hefði aldrei komið fyrir ef um væri að ræða leikmann úr karlaliðinu. Þetta er alltaf saman sagan. Árið er 2023, gerum betur gagnvart kvenmönnum í íþróttum,“ sagði Hulda Ósk þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hana. Hulda Ósk var á sínu öðru tímabili með KR í vetur en hún gekk til liðs við félagið frá Fjölni sumarið 2021 og var einnig valin í lið ársins á síðasta tímabili. Subway-deild kvenna Jafnréttismál Tengdar fréttir Kári og Eva Margrét valin best Kári Jónsson úr Val og Eva Margrét Kristjánsdóttir úr Haukum voru í dag valin leikmenn ársins í Subway deildunum í körfubolta en KKÍ stóð þá fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir. 19. maí 2023 13:59 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Þorgeir Örn Tryggvason vakti fyrst athygli á málinu í gær og skrifaði um það á Twitter. Hann sagði þar að Hulda Ósk hefði verið valin í lið ársins í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Hins vegar hafi KR ekki látið Huldu Ósk vita af valinu og hún því ekki getað mætt til að veita verðlaununum viðtöku. Stoltur af árangrinum hjá minni konu að vera valin í úrvalslið 1.deildar kvenna. Ekki jafn stoltur af @krkarfa fyrir að sleppa því að láta hana vita af árangrinum, þar af leiðandi missa af lokahófi KKÍ og frétta af árangrinum í gegnum fjölmiðla.#körfubolti #karfan pic.twitter.com/EOofcRCKX6— Thorgeir Örn Tryggva (@ThorgeirOrnTryg) May 19, 2023 Í samtali við Vísi segir Hulda Ósk að stjórn KR hafi haft samband við hana og beðist margfalt afsökunar á því að það þetta hafi farið framhjá þeim. Hún segist kunna vel að meta það. „Ég vil þó meina að þetta hefði aldrei komið fyrir ef um væri að ræða leikmann úr karlaliðinu. Þetta er alltaf saman sagan. Árið er 2023, gerum betur gagnvart kvenmönnum í íþróttum,“ sagði Hulda Ósk þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hana. Hulda Ósk var á sínu öðru tímabili með KR í vetur en hún gekk til liðs við félagið frá Fjölni sumarið 2021 og var einnig valin í lið ársins á síðasta tímabili.
Subway-deild kvenna Jafnréttismál Tengdar fréttir Kári og Eva Margrét valin best Kári Jónsson úr Val og Eva Margrét Kristjánsdóttir úr Haukum voru í dag valin leikmenn ársins í Subway deildunum í körfubolta en KKÍ stóð þá fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir. 19. maí 2023 13:59 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Kári og Eva Margrét valin best Kári Jónsson úr Val og Eva Margrét Kristjánsdóttir úr Haukum voru í dag valin leikmenn ársins í Subway deildunum í körfubolta en KKÍ stóð þá fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir. 19. maí 2023 13:59