Körfubolti

Hlífar fékk gullið um hálsinn og tók svo til hendinni á Hlíðar­enda

Aron Guðmundsson skrifar
Hlífar fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með þjálfara Tindastóls, Pavel Ermolinski en tók síðan til hendinni með Valsfólki.
Hlífar fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með þjálfara Tindastóls, Pavel Ermolinski en tók síðan til hendinni með Valsfólki. Samsett mynd: Vísir/Hulda Margrét og aðsend mynd frá Pálmari Rag

Fimm­tán ára stuðnings­maður Tinda­stóls hlýtur mikið lof eftir framgöngu sína í gær í kjöl­far odda­leiks Tinda­stóls og Vals. Hlífar er fyrir­myndar stuðnings­maður sem lagði sitt af mörkum með sjálf­boða­liðum Vals.

Hlífar Óli Dags­son er einn af aðal stuðnings­mönnum Tinda­stóls, hann hefur vakið mikla og verðskuldaða at­hygli sem vallar­þulur í Síkinu í kringum körfu­bolta­leiki fé­lagsins.

Hlífar hafði góða á­stæðu til þess að fagna í gær þegar að Tinda­stóll tryggði sér sinn fyrsta Ís­lands­meistara­titil í körfu­bolta með sigri á Val í odda­leik liðanna í Subway deildinni sem fór fram í Origohöllinni að Hlíðar­enda.

Þessi flotti Sauð­krækingur fagnaði vel og inni­lega með sínum mönnum í leiks­lok, fékk gull­medalíuna sína en það sem við tók eftir það er til merkis um það hvaða heiðurs­mann Hlífar hefur að geyma.

Hlífar tók sig nefni­lega til og fór að tína upp rusl og dósir með sjálf­boða­liðum Vals eftir leik. Í sam­tali við Vísi segir faðir hans, Dagur Þór Bald­vins­son, að Hlífar sé í skýjunum með Ís­lands­meistara­titil sinna manna sem Sauð­krækingar munu fagna næstu dagana, jafn­vel vikurnar.

Klippa: Hlífar Óli lyftir Íslandsmeistaratitlinum

Tengdar fréttir

Níu titlar Pavels

Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr.

Pa­vel gaf gullið sitt

Tinda­stóll varð í gær­kvöldi Ís­lands­meistari karla í körfu­knatt­leik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í odda­leik að Hlíðar­enda. Stólarnir fögnuðu vel og ræki­lega eftir leik og heppinn ungur stuðnings­maður fékk verð­launa­pening Pa­vels Er­molinski, þjálfara Tinda­stóls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×