Pétur Rúnar: Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu, bara takk! Siggeir Ævarsson skrifar 18. maí 2023 23:35 Pétur Rúnar eltir Kára Jónsson eins og skugginn Vísir/Hulda Margrét Leikmenn Tindastóls áttu erfitt með að koma hugsunum sínum í orð strax eftir leik. „Ólýsanlegt“ var orð sem var þeim greinilega ofarlega í huga, en Pétur Rúnar Birgisson, sem var hágrátandi á verðlaunapallinum rétt fyrir viðtal, viðurkenndi fúslega að hann væri að upplifa mikla geðshræringu. „Ólýsanleg. Ég held að ég sé búinn að segja í öllum viðtölunum, ég er í einhverri geðshræringu hérna og veit ekki hvað ég á að segja. Ólýsanleg.“ Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Stólana og mögulega upplifðu einhverjir leikmenn Tindastóls smá endurlit úr síðasta leik, þar sem ekkert gekk upp sóknarlega þrjá leikhluta í röð eftir góða byrjun. „Eins og þú segir, síðasti leikur, byrjum frábærlega og mikil vonbrigði hvernig við klárum þann leik. Ætli það hafi kannski komið með í þennan leik. Sama hversu mikið þú talar um. Við lendum þarna 10-12 stigum undir. Vinnum okkur inn í þetta hægt og rólega og uppskerum í lokin með þessu. Ég er að reyna að vera fagmannlegur og segja eitthvað hérna en þetta er bara sturlað.“ Pétur tók undir að það hefði verið varnarleikurinn sem færði þeim þennan sigur í kvöld. Sóknarleikurinn var oft ekkert til að hrópa húrra fyrir, en Stólarnir bættu það upp með mikilli baráttu og ákefð og stífum varnarleik. „Klárlega. Þeir enda þarna í hvað, 81 stigi. Við erum að ná að gera þeim töluvert erfitt fyrir, missum Kristófer aðeins í rúllið undir restina. En annars voru menn að gera þetta fyrir hvern annan, vorum að gera þetta vel varnarlega. Við vorum að frákasta vel og þeir voru ekki að fá annan séns í sókninni. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja, þetta er sturlað!“ Pétur sagði að hann ætti erfitt með að meta það hversu mikilvægur þessi titill væri fyrir körfuboltasamfélagið á Sauðarkróki. Fögnuðurinn var gríðarlegur í leikslok og annar hver maður úr Skagafirðinum virtist vera mættur út á gólf til að fagna með leikmönnunum. „Ég held að það sé engin leið að átta sig á því nákvæmlega. Ég er búinn að vera í einhverri geðshræringu grátandi og reyna að koma þessu öllu inn einhvern veginn. Maður er að hitta allskyns fólk. Ég er varla búinn að ná að hitta fjölskylduna mína!“ Það er þá væntanlega eitthvað djamm í kvöld? „Ég held að það sé svolítið staðan. Spurning bara hvar það verður! Við erum nefnilega ekki á rútu. Ætli við verðum ekki bara eftir. Þetta er bara æðislegt, ég er þakklátur fyrir alla sem enduðu á að styðja við okkur allan þennan tíma. Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu. Bara takk!“ Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Ólýsanleg. Ég held að ég sé búinn að segja í öllum viðtölunum, ég er í einhverri geðshræringu hérna og veit ekki hvað ég á að segja. Ólýsanleg.“ Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir Stólana og mögulega upplifðu einhverjir leikmenn Tindastóls smá endurlit úr síðasta leik, þar sem ekkert gekk upp sóknarlega þrjá leikhluta í röð eftir góða byrjun. „Eins og þú segir, síðasti leikur, byrjum frábærlega og mikil vonbrigði hvernig við klárum þann leik. Ætli það hafi kannski komið með í þennan leik. Sama hversu mikið þú talar um. Við lendum þarna 10-12 stigum undir. Vinnum okkur inn í þetta hægt og rólega og uppskerum í lokin með þessu. Ég er að reyna að vera fagmannlegur og segja eitthvað hérna en þetta er bara sturlað.“ Pétur tók undir að það hefði verið varnarleikurinn sem færði þeim þennan sigur í kvöld. Sóknarleikurinn var oft ekkert til að hrópa húrra fyrir, en Stólarnir bættu það upp með mikilli baráttu og ákefð og stífum varnarleik. „Klárlega. Þeir enda þarna í hvað, 81 stigi. Við erum að ná að gera þeim töluvert erfitt fyrir, missum Kristófer aðeins í rúllið undir restina. En annars voru menn að gera þetta fyrir hvern annan, vorum að gera þetta vel varnarlega. Við vorum að frákasta vel og þeir voru ekki að fá annan séns í sókninni. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja, þetta er sturlað!“ Pétur sagði að hann ætti erfitt með að meta það hversu mikilvægur þessi titill væri fyrir körfuboltasamfélagið á Sauðarkróki. Fögnuðurinn var gríðarlegur í leikslok og annar hver maður úr Skagafirðinum virtist vera mættur út á gólf til að fagna með leikmönnunum. „Ég held að það sé engin leið að átta sig á því nákvæmlega. Ég er búinn að vera í einhverri geðshræringu grátandi og reyna að koma þessu öllu inn einhvern veginn. Maður er að hitta allskyns fólk. Ég er varla búinn að ná að hitta fjölskylduna mína!“ Það er þá væntanlega eitthvað djamm í kvöld? „Ég held að það sé svolítið staðan. Spurning bara hvar það verður! Við erum nefnilega ekki á rútu. Ætli við verðum ekki bara eftir. Þetta er bara æðislegt, ég er þakklátur fyrir alla sem enduðu á að styðja við okkur allan þennan tíma. Þetta er ósvikin gleði og ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu. Bara takk!“
Subway-deild karla Tindastóll Valur Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira