Ein af þeim bestu hætti skyndilega við að keppa á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2023 08:31 Mal O’Brien með Katrínu Tönju Davíðsdóttur á góðri stundu en þær kepptu saman í liði í janúar. Instagram/@malobrien_ Bandaríska undrabarnið Mallory O'Brien verður ekki með á heimsleikunum í ár. Þar með hafa tvær bestu CrossFit konur síðustu heimsleika hætt við keppni. Fréttirnar eru mjög óvæntar því O'Brien átti að keppa á sínu undanúrslitamóti um helgina. O'Brien tilkynnti hins vegar á samfélagsmiðlum að hún myndi ekki keppa á mótinu og þar með á hún ekki lengur möguleika á að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) O'Brien sagði ástæðuna vera persónulegar en að liðsfélagar hennar hjá HWPO hafi verið skilningsríkir og stutt vel við bakið á henni við að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Stundum glímum við öll við andlegar áskoranir sem krefjast athygli og aðgátar. Það er mikilvægt að forgangsraða okkar vellíðan og taka á móti stuðningi ástvinanna,“ skrifaði Mal O'Brien. „Munið það að lífið snýst ekki bara um að vinna titla og ná markmiðum. Það á að snúast um að ná jafnvægi, hugsa vel um okkur sjálf og bera umhyggju fyrir stundunum sem skipta virkilegu máli,“ skrifaði O'Brien. „Ég mun taka mér þetta frí til að einbeita mér að því sem skiptir mestu máli fyrir mig. Ég kann að meta þann stuðning sem ég fæ á þessum tíma. Ég óska öllum liðsfélögum mínum og keppinautum góðs gengis,“ skrifaði O'Brien. At 18 years old, Mallory O Brien is the youngest athlete to win the CrossFit Open. https://t.co/cjMdpiXglt— The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 2, 2022 O'Brien er aðeins nítján ára gömul en náði öðru sætinu á heimsleikunum 2022 á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Árið áður var hún kosin besti nýliðinn eftir að hafa náð sjöunda sæti sautján ára gömul. Mal keppti meðal annars með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttir í liðakeppni Wodapalooza í janúar síðastliðnum. O'Brien hafði byrjað þetta tímabil frábærlega en hún náði bestum árangri allra í fjórðungsúrslitunum og var einnig efst í opna hlutanum. Það fer því ekkert á milli mála að O'Brien var ein sú sigurstranglegasta á heimsleikunum í haust. Fjarvera Tiu-Clair Toomey og Mallory O'Brien opnar dyrnar fyrir aðrar CrossFit konur og það sjá örugglega margar þeirra gullið tækifæri til að vinna langþráðan heimsmeistaratitil sem hefur verið í áskrift hjá Toomey undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_) CrossFit Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira
Fréttirnar eru mjög óvæntar því O'Brien átti að keppa á sínu undanúrslitamóti um helgina. O'Brien tilkynnti hins vegar á samfélagsmiðlum að hún myndi ekki keppa á mótinu og þar með á hún ekki lengur möguleika á að tryggja sér farseðilinn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) O'Brien sagði ástæðuna vera persónulegar en að liðsfélagar hennar hjá HWPO hafi verið skilningsríkir og stutt vel við bakið á henni við að taka þessa erfiðu ákvörðun. „Stundum glímum við öll við andlegar áskoranir sem krefjast athygli og aðgátar. Það er mikilvægt að forgangsraða okkar vellíðan og taka á móti stuðningi ástvinanna,“ skrifaði Mal O'Brien. „Munið það að lífið snýst ekki bara um að vinna titla og ná markmiðum. Það á að snúast um að ná jafnvægi, hugsa vel um okkur sjálf og bera umhyggju fyrir stundunum sem skipta virkilegu máli,“ skrifaði O'Brien. „Ég mun taka mér þetta frí til að einbeita mér að því sem skiptir mestu máli fyrir mig. Ég kann að meta þann stuðning sem ég fæ á þessum tíma. Ég óska öllum liðsfélögum mínum og keppinautum góðs gengis,“ skrifaði O'Brien. At 18 years old, Mallory O Brien is the youngest athlete to win the CrossFit Open. https://t.co/cjMdpiXglt— The CrossFit Games (@CrossFitGames) April 2, 2022 O'Brien er aðeins nítján ára gömul en náði öðru sætinu á heimsleikunum 2022 á eftir heimsmeistaranum Tiu-Clair Toomey. Árið áður var hún kosin besti nýliðinn eftir að hafa náð sjöunda sæti sautján ára gömul. Mal keppti meðal annars með þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttir í liðakeppni Wodapalooza í janúar síðastliðnum. O'Brien hafði byrjað þetta tímabil frábærlega en hún náði bestum árangri allra í fjórðungsúrslitunum og var einnig efst í opna hlutanum. Það fer því ekkert á milli mála að O'Brien var ein sú sigurstranglegasta á heimsleikunum í haust. Fjarvera Tiu-Clair Toomey og Mallory O'Brien opnar dyrnar fyrir aðrar CrossFit konur og það sjá örugglega margar þeirra gullið tækifæri til að vinna langþráðan heimsmeistaratitil sem hefur verið í áskrift hjá Toomey undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Mal O Brien (@malobrien_)
CrossFit Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira