Körfubolti

Miðar í forsölu hafi klárast á fimm mínútum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ljóst er að færri komast að en vilja þegar Valur og Tindastóll berjast um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á fimmtudagskvöld.
Ljóst er að færri komast að en vilja þegar Valur og Tindastóll berjast um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á fimmtudagskvöld. Vísir/Vilhelm

Eins og gefur að skilja er eftirspurnin eftir miðum á oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta mikil.

Miðasala á viðureign þessara liða hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og nú þegar komið er að oddaleik er engin breyting þar á.

Ef marka má umfjöllun Karfan.is um miðasöluna á oddaleikinn seldust forsölumiðarnir upp á aðeins fimm mínútum og því er ljóst að færri munu komast að en vilja.

Í færslu körfuknattleiksdeildar Vals á Facebook kemur þó fram að almenn miðasala hefjist á morgun, miðvikudag, klukkan 14:00, svo framarlega að einhverjir miðar verði eftir.

Þeir sem ætla að skella sér á leik verða því að hafa hraðar hendur þegar miðasalan opnar á morgun, að því gefnu að einhverjir miðar verði enn í boði.

Oddaleikur Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta fer fram á fimmtudagskvöld kukkan 19:15 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×