Ábyrgðin er ekki foreldra Einar Jónsson skrifar 15. maí 2023 12:31 Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, skrifaði grein á Vísi á dögunum um kynferðisbrot og annars konar ofbeldi gegn börnum í sumarbúðum, sumarnámskeiðum og öðru tómstundastarfi. Í greininni hvetur hún foreldra og forsjáraðila til að spyrja gagnrýninna spurninga áður en þeir skrái börn sín á slík námskeið. Ástæðan er sú að ekki sé hægt að treysta skilyrðislaust þeim sem standi að slíkum námskeiðum fyrir öryggi barnanna. Kemur Guðrún Helga jafnframt fram með tillögur að vel ígrunduðum spurningum sem foreldrar geti spurt námskeiðahaldara. Lúta þær meðal annars að því hvernig staðið sé að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, ráðningum starfsmanna, hvernig tekið sé á óviðeigandi hegðun og hvaða þjálfun og fræðsla standi starfsfólki til boða. Það er ástæða til að fagna því að jafn stór og öflug almannaheillasamtök og Barnaheill skuli vekja athygli á þeim ófögnuði sem kynferðisbrot gegn börnum eru. Það er rétt hjá Guðrúnu Helgu að fyllsta ástæða er til árvekni í þessum málaflokki og ekki er hægt að treysta í blindni þeim sem standa að rekstri sumarbúða eða annars tómstundastarfs fyrir börn. Því fengum við hjónin að kynnast síðastliðið sumar þegar starfsmaður sumarbúðanna í Reykjadal braut kynferðislega á níu ára dóttur okkar í búðunum. Enn fremur fengum við að kynnast því að starfsmenn sumarbúðanna höfðu enga viðbragðsáætlun í málum sem þessum, kölluðu ekki einu sinni til lögreglu, spilltu vettvangi glæpsins og komu geranda undan. Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur búðirnar ráðlagði starfsmönnum meira að segja að kalla ekki til lögreglu þegar þeir spurðu hann ráða. Á endanum var það móðir barnsins sem upplýsti lögreglu og barnavernd um glæpinn að ráði starfsmanns neyðarmóttöku vegna kynferðisglæpa. Sem foreldri barns sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbúðum finnst mér það einstaklega ósmekklegt að Guðrún Helga og Barnaheill skuli vilja velta ábyrgðinni á velferð barna í sumarbúðum eða tómstundastarfi yfir á herðar forráðamanna. Ábyrgðin er ekki foreldra heldur þeirra sem standa að rekstrinum sem og þeirra sem setja þeim leikreglur, það er Alþingis og ráðherra. Það er brýnt að kveðið sé á um forvarnir gegn ofbeldi í þeim lögum og reglugerðum sem gilda um slíka starfsemi. Einnig þarf að kveða skýrt á um það í reglugerðum hvernig skuli bregðast við ef ofbeldistilvik koma upp og fræða starfsmenn um það. Síðast en ekki síst þarf að vera virkt og öflugt eftirlit með að farið sé að þessum lögum og hörð viðurlög ef misbrestur er þar á. Til þess þurfa eftirlitsstofnanir að vera öflugar og skorta hvorki fjárráð né mannafla. Barnaheill eru öflug alþjóðleg samtök sem njóta virðingar og hafa vægi í umræðu um réttindi barna. Það er því ákaflega ánægjulegt að þau skuli sýna þessum málaflokki áhuga enda eru þau í þeirri stöðu að geta beitt ráðamenn þrýstingi og haft áhrif til góðs. Það væri nær að þau myndu leggja orku sína í það frekar en að reyna að koma ábyrgðinni yfir á herðar foreldra sem eru að velja sumarnámskeið fyrir börn sín. Guðrún Helga, hér koma tillögur að spurningum sem þú sem verkefnastjóri hjá öflugum almannaheillasamtökum getur velt fyrir þér að spyrja ráðamenn þjóðarinnar og eftirlitsstofnanir áður en þú leyfir þér að senda að senda grein á Vísi. Hvaða lög og reglur eru í gildi sem miða að því að draga úr hættu á að börn verði fyrir kynferðisbrotum eða öðru ofbeldi í íþrótta- og tómstundastarfi? Að hvaða leyti má bæta þá löggjöf? Er löggjöfin sambærileg þeirri sem gildir um þennan málaflokk í þeim löndum sem við berum okkur saman við? Er þeim sem standa að tómstundastarfi fyrir börn skylt að vera með viðbragðsáætlun við kynferðisbrotum og öðru ofbeldi? Ef svo er ekki, er þá ekki full ástæða til að gera þar bragarbót á? Er kveðið á um þjálfun og fræðslu starfsmanna um viðbrögð við ofbeldisbrotum í tómstundastarfi hvort sem þau eru framin af fullorðum eða börnum? Hvaða stofnanir hafa eftirlit með öryggismálum þeirra sem standa að tómstundastarfi fyrir börn? Hafa þær mannafla og fjármagn til að sinna hlutverki sínu sem skyldi? Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, skrifaði grein á Vísi á dögunum um kynferðisbrot og annars konar ofbeldi gegn börnum í sumarbúðum, sumarnámskeiðum og öðru tómstundastarfi. Í greininni hvetur hún foreldra og forsjáraðila til að spyrja gagnrýninna spurninga áður en þeir skrái börn sín á slík námskeið. Ástæðan er sú að ekki sé hægt að treysta skilyrðislaust þeim sem standi að slíkum námskeiðum fyrir öryggi barnanna. Kemur Guðrún Helga jafnframt fram með tillögur að vel ígrunduðum spurningum sem foreldrar geti spurt námskeiðahaldara. Lúta þær meðal annars að því hvernig staðið sé að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, ráðningum starfsmanna, hvernig tekið sé á óviðeigandi hegðun og hvaða þjálfun og fræðsla standi starfsfólki til boða. Það er ástæða til að fagna því að jafn stór og öflug almannaheillasamtök og Barnaheill skuli vekja athygli á þeim ófögnuði sem kynferðisbrot gegn börnum eru. Það er rétt hjá Guðrúnu Helgu að fyllsta ástæða er til árvekni í þessum málaflokki og ekki er hægt að treysta í blindni þeim sem standa að rekstri sumarbúða eða annars tómstundastarfs fyrir börn. Því fengum við hjónin að kynnast síðastliðið sumar þegar starfsmaður sumarbúðanna í Reykjadal braut kynferðislega á níu ára dóttur okkar í búðunum. Enn fremur fengum við að kynnast því að starfsmenn sumarbúðanna höfðu enga viðbragðsáætlun í málum sem þessum, kölluðu ekki einu sinni til lögreglu, spilltu vettvangi glæpsins og komu geranda undan. Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur búðirnar ráðlagði starfsmönnum meira að segja að kalla ekki til lögreglu þegar þeir spurðu hann ráða. Á endanum var það móðir barnsins sem upplýsti lögreglu og barnavernd um glæpinn að ráði starfsmanns neyðarmóttöku vegna kynferðisglæpa. Sem foreldri barns sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbúðum finnst mér það einstaklega ósmekklegt að Guðrún Helga og Barnaheill skuli vilja velta ábyrgðinni á velferð barna í sumarbúðum eða tómstundastarfi yfir á herðar forráðamanna. Ábyrgðin er ekki foreldra heldur þeirra sem standa að rekstrinum sem og þeirra sem setja þeim leikreglur, það er Alþingis og ráðherra. Það er brýnt að kveðið sé á um forvarnir gegn ofbeldi í þeim lögum og reglugerðum sem gilda um slíka starfsemi. Einnig þarf að kveða skýrt á um það í reglugerðum hvernig skuli bregðast við ef ofbeldistilvik koma upp og fræða starfsmenn um það. Síðast en ekki síst þarf að vera virkt og öflugt eftirlit með að farið sé að þessum lögum og hörð viðurlög ef misbrestur er þar á. Til þess þurfa eftirlitsstofnanir að vera öflugar og skorta hvorki fjárráð né mannafla. Barnaheill eru öflug alþjóðleg samtök sem njóta virðingar og hafa vægi í umræðu um réttindi barna. Það er því ákaflega ánægjulegt að þau skuli sýna þessum málaflokki áhuga enda eru þau í þeirri stöðu að geta beitt ráðamenn þrýstingi og haft áhrif til góðs. Það væri nær að þau myndu leggja orku sína í það frekar en að reyna að koma ábyrgðinni yfir á herðar foreldra sem eru að velja sumarnámskeið fyrir börn sín. Guðrún Helga, hér koma tillögur að spurningum sem þú sem verkefnastjóri hjá öflugum almannaheillasamtökum getur velt fyrir þér að spyrja ráðamenn þjóðarinnar og eftirlitsstofnanir áður en þú leyfir þér að senda að senda grein á Vísi. Hvaða lög og reglur eru í gildi sem miða að því að draga úr hættu á að börn verði fyrir kynferðisbrotum eða öðru ofbeldi í íþrótta- og tómstundastarfi? Að hvaða leyti má bæta þá löggjöf? Er löggjöfin sambærileg þeirri sem gildir um þennan málaflokk í þeim löndum sem við berum okkur saman við? Er þeim sem standa að tómstundastarfi fyrir börn skylt að vera með viðbragðsáætlun við kynferðisbrotum og öðru ofbeldi? Ef svo er ekki, er þá ekki full ástæða til að gera þar bragarbót á? Er kveðið á um þjálfun og fræðslu starfsmanna um viðbrögð við ofbeldisbrotum í tómstundastarfi hvort sem þau eru framin af fullorðum eða börnum? Hvaða stofnanir hafa eftirlit með öryggismálum þeirra sem standa að tómstundastarfi fyrir börn? Hafa þær mannafla og fjármagn til að sinna hlutverki sínu sem skyldi? Höfundur er foreldri.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun