Björgvini Páli leiðist í sumarfríi: „Maður stoppar aldrei á þessum aldri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 23:00 Björgvin Páll hefur verið lengi að. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, fór heldur fyrr í sumarfrí í ár en hann er vanur. Hann kveðst ekki njóta þess neitt sérstaklega. Valur vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð og gerðu flest ráð fyrir svipuðum árangri í ár. Valur fékk hins vegar sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem það stóð sig afar vel og komst áfram í útsláttarkeppnina þar sem Göppingen reyndist of sterkt. Mikið álag fylgdi Evrópuverkefninu og þar af leiðandi töluverð meiðsli leikmanna. Þeir urðu deildarmeistarar þrátt fyrir að tapa síðustu fimm deildarleikjum sínum. Haukar slógu þá svo úr í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar og fóru Valsmenn því öllu fyrr í sumarfrí en þeir eru vanir. „Nei, satt besta að segja ekki. Það er smá pirringur og reiði í bland við að vera með fjölskyldunni og notið þess líka. Einhvern veginn byrjar bara næsta tímabil strax daginn eftir, erum byrjaðir að æfa aftur,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort hann hefði notið frísins. „Ég persónulega er orðinn það gamall að ég tími ekki að taka langt frí. Tók 3-4 daga til þess aðeins að anda en kominn á fullt skrið aftur með ný markmið, sama hvort það tengist Val eða landsliðinu. Maður stoppar aldrei á þessum aldri, annars morknar maður niður og þá er þetta orðið erfitt,“ sagði hinn 37 ára gamli markvörður. „Klárlega langt sumarfrí, maður gerði það besta úr því. Þetta var langt tímabil, fjöldi leikja og álag. Tímabilið þar á undan sem við unnum alla titla sem við gátum unnið. Búið að vera skemmtilegt tímabil en kannski leiðinlegur endir á því.“ „Frábært að geta andað aðeins og safnað kröftum því þurfum að koma okkur í stand til að geta barist um titilinn á næsta ári,“ sagði Björgvin Páll að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Handbolti Valur Landslið karla í handbolta Olís-deild karla Tengdar fréttir „Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Valur vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð og gerðu flest ráð fyrir svipuðum árangri í ár. Valur fékk hins vegar sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem það stóð sig afar vel og komst áfram í útsláttarkeppnina þar sem Göppingen reyndist of sterkt. Mikið álag fylgdi Evrópuverkefninu og þar af leiðandi töluverð meiðsli leikmanna. Þeir urðu deildarmeistarar þrátt fyrir að tapa síðustu fimm deildarleikjum sínum. Haukar slógu þá svo úr í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar og fóru Valsmenn því öllu fyrr í sumarfrí en þeir eru vanir. „Nei, satt besta að segja ekki. Það er smá pirringur og reiði í bland við að vera með fjölskyldunni og notið þess líka. Einhvern veginn byrjar bara næsta tímabil strax daginn eftir, erum byrjaðir að æfa aftur,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort hann hefði notið frísins. „Ég persónulega er orðinn það gamall að ég tími ekki að taka langt frí. Tók 3-4 daga til þess aðeins að anda en kominn á fullt skrið aftur með ný markmið, sama hvort það tengist Val eða landsliðinu. Maður stoppar aldrei á þessum aldri, annars morknar maður niður og þá er þetta orðið erfitt,“ sagði hinn 37 ára gamli markvörður. „Klárlega langt sumarfrí, maður gerði það besta úr því. Þetta var langt tímabil, fjöldi leikja og álag. Tímabilið þar á undan sem við unnum alla titla sem við gátum unnið. Búið að vera skemmtilegt tímabil en kannski leiðinlegur endir á því.“ „Frábært að geta andað aðeins og safnað kröftum því þurfum að koma okkur í stand til að geta barist um titilinn á næsta ári,“ sagði Björgvin Páll að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Valur Landslið karla í handbolta Olís-deild karla Tengdar fréttir „Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
„Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01