„Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er gaman“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. maí 2023 12:00 Pétur Rúnar segir það forréttindi að spila leiki sem þessa. Vísir/Bára Dröfn „Bara vel held ég, við mættum ekki alveg nógu klárir í leik tvö og held að menn séu spenntir að mæta í fulla Origo-höll og jafnvel sýna betri leik heldur en síðast,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, um leikinn gegn Val í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Valur tekur á móti Tindastól í leik þrjú í úrslitaeinvíginu. Staðan er 1-1 eftir tvo hörkuleiki og ljóst er að færri komast að en vilja. Pétur Rúnar hefur verið frábær í einvíginu og tók Vísir púlsinn á honum fyrir stórleik kvöldsins. „Þetta er gjörsamlega geggjað. Heima, ég er að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik en þá er fólk þegar mætt að syngja. Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er gaman. Svo í Origo-höllinni er röð langt út á götu. Þetta er ólýsanleg tilfinning og mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Pétur Rúnar um stemninguna í úrslitaeinvíginu. Hann býst við svipaðri stemningu í kvöld og hrósaði stuðningsfólki Tindastóls í hástert. „Eru búin að vera gjörsamlega geggjuð. Ég býst við engu öðru í kvöld en þau haldi því áfram. Syngi, tralli og hafi gaman, og Valsarar líka.“ Hvað má betur fara „Helst hvað við vorum langt frá þeim eiginlega allan tímann. Þurfum að vera töluvert betri varnarlega og ekki leyfa þeim að hafa þetta svona þægilegt eins og þeir höfðu það lungann úr leik tvö,“ sagði Pétur Rúnar aðspurður hvað mætti betur fara. „Við vorum betri í leik eitt, þeir voru betri í leik tvö. Við viljum gera svipaða hluti og í leik eitt aftur og þeir svipaða hluti og í leik tvö. Þetta verður fróðlegur leikur og spennandi að sjá hverjir verða yfir.“ Liðin eingöngu unnið á útivelli Valur og Tindastóll hafa mæst tvívegis í deildarkeppni og nú tvisvar í úrslitakeppni. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og það sem meira er, bæði lið hafa unnið sína sigra á útivelli. „Við ætlum okkur að reyna halda því munstri á lofti. Erum klárir í hörkuleik í kvöld.“ Leikur kvöldsins hefst kl. 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18.30 og Körfuboltakvöld er á sínum stað að leik loknum. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 9. maí 2023 13:56 „Drungilas er gríðarlega heppinn“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 9. maí 2023 11:30 Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. 9. maí 2023 09:02 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Valur tekur á móti Tindastól í leik þrjú í úrslitaeinvíginu. Staðan er 1-1 eftir tvo hörkuleiki og ljóst er að færri komast að en vilja. Pétur Rúnar hefur verið frábær í einvíginu og tók Vísir púlsinn á honum fyrir stórleik kvöldsins. „Þetta er gjörsamlega geggjað. Heima, ég er að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik en þá er fólk þegar mætt að syngja. Það er eiginlega ólýsanlegt hvað þetta er gaman. Svo í Origo-höllinni er röð langt út á götu. Þetta er ólýsanleg tilfinning og mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Pétur Rúnar um stemninguna í úrslitaeinvíginu. Hann býst við svipaðri stemningu í kvöld og hrósaði stuðningsfólki Tindastóls í hástert. „Eru búin að vera gjörsamlega geggjuð. Ég býst við engu öðru í kvöld en þau haldi því áfram. Syngi, tralli og hafi gaman, og Valsarar líka.“ Hvað má betur fara „Helst hvað við vorum langt frá þeim eiginlega allan tímann. Þurfum að vera töluvert betri varnarlega og ekki leyfa þeim að hafa þetta svona þægilegt eins og þeir höfðu það lungann úr leik tvö,“ sagði Pétur Rúnar aðspurður hvað mætti betur fara. „Við vorum betri í leik eitt, þeir voru betri í leik tvö. Við viljum gera svipaða hluti og í leik eitt aftur og þeir svipaða hluti og í leik tvö. Þetta verður fróðlegur leikur og spennandi að sjá hverjir verða yfir.“ Liðin eingöngu unnið á útivelli Valur og Tindastóll hafa mæst tvívegis í deildarkeppni og nú tvisvar í úrslitakeppni. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og það sem meira er, bæði lið hafa unnið sína sigra á útivelli. „Við ætlum okkur að reyna halda því munstri á lofti. Erum klárir í hörkuleik í kvöld.“ Leikur kvöldsins hefst kl. 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst 18.30 og Körfuboltakvöld er á sínum stað að leik loknum.
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 9. maí 2023 13:56 „Drungilas er gríðarlega heppinn“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 9. maí 2023 11:30 Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. 9. maí 2023 09:02 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. 9. maí 2023 13:56
„Drungilas er gríðarlega heppinn“ Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. 9. maí 2023 11:30
Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú. 9. maí 2023 09:02