Reykt í bíl með börnin aftur í og hvalkjöt í skottinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. maí 2023 15:02 Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur rennir stoðum undir það sem við flest þegar vissum að hvaladráp á ekki rétt á sér í nútímanum. Raunar eru hvalveiðar ámóta framsýnar og að ætla sér að reisa kolanámu til orkuvinnslu árið 2023. Aðferðirnar sem notaðar eru til að veiða dýrin eru frumstæðar og ósiðaðar. Dýrin heyja dauðastríð í margar mínútur eftir sprengiskutla og fjórði hver hvalur er skotinn oftar en einu sinni. Enginn greinarmunur er gerður á kálfafullum dýrum og öðrum. Matvælastofnun hefur nú endanlega staðfest með eftirliti um borð í hvalveiðiskipum síðastliðið sumar og með skýrslu sinni nú að veiðarnar uppfylla einfaldlega ekki markmið laga um dýravelferð. Drögum línu í sandinn En fleira kemur til, sem ýtir undir þá tilfinningu meginþorra Íslendinga að kominn sé tími til að draga línu í sandinn og láta af veiðunum. Þær eru ekki bara skaðlegar dýrunum sjálfum, heldur einnig hagsmunum okkar Íslendinga af öðrum viðskiptum auk þess sem umhverfisáhrif hvaldrápsins eru mun meiri en áður var talið. Þegar hafa innlendir og erlendir fjölmiðlar hafið umfjöllun sína um væntanlegar veiðar í sumar. Þrýstingurinn er áþreifanlegur og sennilega rétt að byrja. Engann skal undra. Stór hluti heimsbyggðarinnar lítur á hvalveiðar sem dýraníð. En þrýstingurinn kemur ekki bara að utan því skoðanakönnun frá í fyrra gefur til kynna að um 65 prósent Íslendinga telji hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor landsins. Hvalveiðibröltið svartur blettur á viðskiptalífinu Samtök ferðaþjónustunnar segja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn og séu svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastaðar. Við þekkjum svo eldri dæmi um neikvæð áhrif hvalveiða á íslenskt viðskiptalíf líkt og þegar verslunarrisinn Whole Foods hótaði að sniðganga íslenskar vörur sem viðbragð við brölti Hvals hf. og hætti að auglýsa íslenskt lambakjöt í verslunum sínum með tilheyrandi áhrifum á sölu þess. Eða ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals, sem þá var hluthafi í fyrirtækinu. Þekkt er svo að lítil eftirspurn er eftir hvalkjöti á heimsvísu og hún fer minnkandi. Hvalur bindur kolefni á við lítinn skóg En ef þetta er ekki nóg til að láta af ómenningunni, hafa nýlegar rannsóknir einnig sýnt fram á einstakan eiginleika hvala sem fanga hver um sig um það bil 33 tonn af kolefni á líftíma sínum. Þegar hvalurinn svo deyr sínum náttúrulega dauðdaga sekkur hann niður á hafsbotn og kolefnið með - og er bundið áfram öldum saman. Einn hvalur bindur þannig á við lítinn skóg á líftíma sínum - stóran skóg á íslenskan mælikvarða. Kolefnabinding hvalsins er ekkert nema fjárfesting líkt og þegar keypt eru verðbréf enda Ísland skuldbundið af alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Sífellt fleiri jákvæð áhrif hvala á umhverfi sitt og vistkerfi koma í ljós eftir því sem dýrin eru rannsökuð frekar. Þegar allt þetta er saman tekið og nýjustu upplýsingar skoðaðar liggur í augum uppi að þessar veiðar ættu að heyra sögunni til. Þá gildir einu hvaða stöðu þær kunna að hafa haft í fortíðinni og hvaða skoðun fólk kann að hafa haft á þeim áður. Einu sinni þótti eðlilegt að reykja í bíl með börnin aftur í. Hvern er verið að friðþægja? Ráðherra málaflokksins segist ekki hafa heimild til þess að afturkalla leyfi til hvalveiða þrátt fyrir niðurstöður eftirlitsins, þrátt fyrir þá óumflýjanlegu staðreynd að hvalveiðibröltið svertir orðspor okkar gagnvart umheiminum og þrátt fyrir það að hvalir séu nauðsynlegir í baráttunni gegn loftslagsvánni. Sú skoðun ráðherrans um að leyfið standi er hins vegar þvert á það sem aðrir lögfróðir hafa bent á. Hvers vegna fá dýrin ekki að njóta vafans? Hvern er eiginlega verið að friðþægja með því að leyfa þessari tímaskekkju að viðgangast? Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Alþingi Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur rennir stoðum undir það sem við flest þegar vissum að hvaladráp á ekki rétt á sér í nútímanum. Raunar eru hvalveiðar ámóta framsýnar og að ætla sér að reisa kolanámu til orkuvinnslu árið 2023. Aðferðirnar sem notaðar eru til að veiða dýrin eru frumstæðar og ósiðaðar. Dýrin heyja dauðastríð í margar mínútur eftir sprengiskutla og fjórði hver hvalur er skotinn oftar en einu sinni. Enginn greinarmunur er gerður á kálfafullum dýrum og öðrum. Matvælastofnun hefur nú endanlega staðfest með eftirliti um borð í hvalveiðiskipum síðastliðið sumar og með skýrslu sinni nú að veiðarnar uppfylla einfaldlega ekki markmið laga um dýravelferð. Drögum línu í sandinn En fleira kemur til, sem ýtir undir þá tilfinningu meginþorra Íslendinga að kominn sé tími til að draga línu í sandinn og láta af veiðunum. Þær eru ekki bara skaðlegar dýrunum sjálfum, heldur einnig hagsmunum okkar Íslendinga af öðrum viðskiptum auk þess sem umhverfisáhrif hvaldrápsins eru mun meiri en áður var talið. Þegar hafa innlendir og erlendir fjölmiðlar hafið umfjöllun sína um væntanlegar veiðar í sumar. Þrýstingurinn er áþreifanlegur og sennilega rétt að byrja. Engann skal undra. Stór hluti heimsbyggðarinnar lítur á hvalveiðar sem dýraníð. En þrýstingurinn kemur ekki bara að utan því skoðanakönnun frá í fyrra gefur til kynna að um 65 prósent Íslendinga telji hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor landsins. Hvalveiðibröltið svartur blettur á viðskiptalífinu Samtök ferðaþjónustunnar segja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn og séu svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastaðar. Við þekkjum svo eldri dæmi um neikvæð áhrif hvalveiða á íslenskt viðskiptalíf líkt og þegar verslunarrisinn Whole Foods hótaði að sniðganga íslenskar vörur sem viðbragð við brölti Hvals hf. og hætti að auglýsa íslenskt lambakjöt í verslunum sínum með tilheyrandi áhrifum á sölu þess. Eða ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals, sem þá var hluthafi í fyrirtækinu. Þekkt er svo að lítil eftirspurn er eftir hvalkjöti á heimsvísu og hún fer minnkandi. Hvalur bindur kolefni á við lítinn skóg En ef þetta er ekki nóg til að láta af ómenningunni, hafa nýlegar rannsóknir einnig sýnt fram á einstakan eiginleika hvala sem fanga hver um sig um það bil 33 tonn af kolefni á líftíma sínum. Þegar hvalurinn svo deyr sínum náttúrulega dauðdaga sekkur hann niður á hafsbotn og kolefnið með - og er bundið áfram öldum saman. Einn hvalur bindur þannig á við lítinn skóg á líftíma sínum - stóran skóg á íslenskan mælikvarða. Kolefnabinding hvalsins er ekkert nema fjárfesting líkt og þegar keypt eru verðbréf enda Ísland skuldbundið af alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Sífellt fleiri jákvæð áhrif hvala á umhverfi sitt og vistkerfi koma í ljós eftir því sem dýrin eru rannsökuð frekar. Þegar allt þetta er saman tekið og nýjustu upplýsingar skoðaðar liggur í augum uppi að þessar veiðar ættu að heyra sögunni til. Þá gildir einu hvaða stöðu þær kunna að hafa haft í fortíðinni og hvaða skoðun fólk kann að hafa haft á þeim áður. Einu sinni þótti eðlilegt að reykja í bíl með börnin aftur í. Hvern er verið að friðþægja? Ráðherra málaflokksins segist ekki hafa heimild til þess að afturkalla leyfi til hvalveiða þrátt fyrir niðurstöður eftirlitsins, þrátt fyrir þá óumflýjanlegu staðreynd að hvalveiðibröltið svertir orðspor okkar gagnvart umheiminum og þrátt fyrir það að hvalir séu nauðsynlegir í baráttunni gegn loftslagsvánni. Sú skoðun ráðherrans um að leyfið standi er hins vegar þvert á það sem aðrir lögfróðir hafa bent á. Hvers vegna fá dýrin ekki að njóta vafans? Hvern er eiginlega verið að friðþægja með því að leyfa þessari tímaskekkju að viðgangast? Höfundur er formaður Viðreisnar.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun