Strax uppselt á stórleikinn annað kvöld Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2023 13:33 Það hefur verið óviðjafnanleg stemning á leikjum Vals og Tindastóls og það mun eflaust ekki breytast annað kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Áhuginn á einvígi Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta er engu minni í ár en þegar liðin börðust um titilinn í fyrra. Valsmenn opnuðu í hádeginu fyrir miðasölu á þriðja leik liðanna, sem fram fer á Hlíðarenda annað kvöld, og nokkrum mínútum síðar var orðið uppselt. Valur vs Tindastóll, Uppselt! Tók heilar 7 mínútur að fylla eitt stærsta íþróttahús Föstudagskvöld í Origo höllinni. Felið börnin.#körfubolti #subwaydeildin pic.twitter.com/eYuUQU7Jcs— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 11, 2023 Valsmenn höfðu gefið út að Tindastóll myndi sjá alfarið um sölu á sínum hluta miða, eða 30% þeirra miða sem eru í boði. Þeir miðar fóru í sölu í gær og að sögn Dags Þórs Baldvinssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, voru það um 700 miðar og seldust þeir strax upp. Bætti Dagur því við að eftirspurnin væri rosaleg eftir miðum, eins og reyndar má sjá á samfélagsmiðlum, og að eflaust væri hægt að selja þúsundir miða í viðbót. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir að Tindastóll fagnaði sigri á Hlíðarenda í fyrsta leik en meistarar Vals jöfnuðu metin á Sauðárkróki á þriðjudaginn. Vinna þarf þrjá leiki til að landa titlinum og því er ljóst að liðin munu einnig mætast aftur í Síkinu á Sauðárkróki á mánudaginn, og mögulega í oddaleik á Hlíðarenda næsta fimmtudagskvöld. Allir leikir í úrslitaeinvíginu eru sýndir á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá Hlíðarenda hefst á morgun klukkan 18:45. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Valsmenn opnuðu í hádeginu fyrir miðasölu á þriðja leik liðanna, sem fram fer á Hlíðarenda annað kvöld, og nokkrum mínútum síðar var orðið uppselt. Valur vs Tindastóll, Uppselt! Tók heilar 7 mínútur að fylla eitt stærsta íþróttahús Föstudagskvöld í Origo höllinni. Felið börnin.#körfubolti #subwaydeildin pic.twitter.com/eYuUQU7Jcs— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 11, 2023 Valsmenn höfðu gefið út að Tindastóll myndi sjá alfarið um sölu á sínum hluta miða, eða 30% þeirra miða sem eru í boði. Þeir miðar fóru í sölu í gær og að sögn Dags Þórs Baldvinssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, voru það um 700 miðar og seldust þeir strax upp. Bætti Dagur því við að eftirspurnin væri rosaleg eftir miðum, eins og reyndar má sjá á samfélagsmiðlum, og að eflaust væri hægt að selja þúsundir miða í viðbót. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir að Tindastóll fagnaði sigri á Hlíðarenda í fyrsta leik en meistarar Vals jöfnuðu metin á Sauðárkróki á þriðjudaginn. Vinna þarf þrjá leiki til að landa titlinum og því er ljóst að liðin munu einnig mætast aftur í Síkinu á Sauðárkróki á mánudaginn, og mögulega í oddaleik á Hlíðarenda næsta fimmtudagskvöld. Allir leikir í úrslitaeinvíginu eru sýndir á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá Hlíðarenda hefst á morgun klukkan 18:45. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira