Frekir, tengdir og ríkir fram fyrir röð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 11. maí 2023 08:00 Nýlega hitti ég konu sem sagði mér frá dóttur sinni sem greindist með ADD fyrir rúmu ári. Dóttir hennar bíður enn eftir að komast að hjá geðheilsuteyminu. Önnur kona sagði mér frá syni sínum sem þarf aðstoð talmeinafræðings. Biðlistinn eftir aðstoð fyrir hann er tvö til fjögur ár. Sú bið mun hafa áhrif á líðan stráksins drjúgan hluta skólagöngu hans. Enn önnur kona sagði mér frá aldraðri móður hennar sem kemst ekki á hjúkrunarheimili heldur fer reglulega inn á Landspítala en er svo send heim um leið og færi gefst. Dóttirin veitir mömmu sinni þá aðstoð sem heilbrigðiskerfið gerir ekki. Saga þessara þriggja kvenna er spegill á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þessi veruleiki biðlista fólksins sem þarfnast heilbrigðisþjónustu. Það á að byggja hús, en hvað svo? Ríkisstjórnin kynnti nýlega nokkuð það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Ofboðslega stórt nafn um að byggja nýtt hús. Allir eru sammála um að byggja þurfi nýjan Landspítala. En við þekkjum öll hvað verður um hús sem byggð eru á sandi. Það þarf pólítíska forystu og heildarsýn í heilbrigðismálum því annars mega metnaðarfullar byggingar sín lítils. Steinsteypan ein og sér leysir ekki úr þeim alvarlega vanda að fólk sem þarf til heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu getur fengið næsta lausa tíma í september eða að á landsbyggðinni séu svæði sem er útlit fyrir að verði heimilislæknislaus með öllu. Húsið sjálft mun ekki heldur leysa þá stöðu að amma og afi liggi inni á Landspítala því hjúkrunarrými eru einfaldlega ekki til. Og ekki heldur leysa þá erfiðu stöðu að börn dúsa á biðlistum svo árum skiptir. Steinsteypan leysir heldur ekki málin fyrir fólkið leitar á bráðamóttöku þar sem það bíður klukkustundum saman. Og nýtt hús mun ekki breyta þeirri stöðu að starfsfólkið er örmagna. Biðlistastjórnin Höfuðsóttin í heilbrigðismálum hér á landi felst í því að fólkið fær ekki bót sinna meina. Ekki nema það búi yfir þeim mun meiri sannfæringarkrafti, þekki einhvern innan kerfisins eða geti borgað fyrir þjónustu í öðru landi. Með öðrum orðum fá frekir, tengdir og ríkir betri þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Sterkt heilbrigðiskerfi byggir á því að veita góða heilbrigðisþjónustu og ekki síður á því að sú þjónusta sé aðgengileg. Góð heilbrigðisþjónusta er samspil opinberra stofnana, almannaheillasamtaka og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það þarf að búa vel um starfsfólk í greininni, leyfa og ýta undir fjölbreytta þjónustu og vinnustaði innan heilbrigðiskerfisins, hlúa að nýsköpun og umfram allt; veita fólkinu í landinu heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg óháð stétt og stöðu. Alvarleg aukaverkun þess að gera ekkert Eftir sex ára samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja er að verða ljós að heilbrigðismálin eru þeim ofviða í stefnumótun. Sú kyrrstaða hefur því miður þá alvarlegu aukaverkun að biðlistarnir bara lengjast og fólk finnur betur og betur að við erum sem þjóð að færast frá þeim grunngildum sem við viljum að gildi um aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Biðlistarnir eru orðnir helsta vörumerki ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. En þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Sjá meira
Nýlega hitti ég konu sem sagði mér frá dóttur sinni sem greindist með ADD fyrir rúmu ári. Dóttir hennar bíður enn eftir að komast að hjá geðheilsuteyminu. Önnur kona sagði mér frá syni sínum sem þarf aðstoð talmeinafræðings. Biðlistinn eftir aðstoð fyrir hann er tvö til fjögur ár. Sú bið mun hafa áhrif á líðan stráksins drjúgan hluta skólagöngu hans. Enn önnur kona sagði mér frá aldraðri móður hennar sem kemst ekki á hjúkrunarheimili heldur fer reglulega inn á Landspítala en er svo send heim um leið og færi gefst. Dóttirin veitir mömmu sinni þá aðstoð sem heilbrigðiskerfið gerir ekki. Saga þessara þriggja kvenna er spegill á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þessi veruleiki biðlista fólksins sem þarfnast heilbrigðisþjónustu. Það á að byggja hús, en hvað svo? Ríkisstjórnin kynnti nýlega nokkuð það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Ofboðslega stórt nafn um að byggja nýtt hús. Allir eru sammála um að byggja þurfi nýjan Landspítala. En við þekkjum öll hvað verður um hús sem byggð eru á sandi. Það þarf pólítíska forystu og heildarsýn í heilbrigðismálum því annars mega metnaðarfullar byggingar sín lítils. Steinsteypan ein og sér leysir ekki úr þeim alvarlega vanda að fólk sem þarf til heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu getur fengið næsta lausa tíma í september eða að á landsbyggðinni séu svæði sem er útlit fyrir að verði heimilislæknislaus með öllu. Húsið sjálft mun ekki heldur leysa þá stöðu að amma og afi liggi inni á Landspítala því hjúkrunarrými eru einfaldlega ekki til. Og ekki heldur leysa þá erfiðu stöðu að börn dúsa á biðlistum svo árum skiptir. Steinsteypan leysir heldur ekki málin fyrir fólkið leitar á bráðamóttöku þar sem það bíður klukkustundum saman. Og nýtt hús mun ekki breyta þeirri stöðu að starfsfólkið er örmagna. Biðlistastjórnin Höfuðsóttin í heilbrigðismálum hér á landi felst í því að fólkið fær ekki bót sinna meina. Ekki nema það búi yfir þeim mun meiri sannfæringarkrafti, þekki einhvern innan kerfisins eða geti borgað fyrir þjónustu í öðru landi. Með öðrum orðum fá frekir, tengdir og ríkir betri þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Sterkt heilbrigðiskerfi byggir á því að veita góða heilbrigðisþjónustu og ekki síður á því að sú þjónusta sé aðgengileg. Góð heilbrigðisþjónusta er samspil opinberra stofnana, almannaheillasamtaka og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það þarf að búa vel um starfsfólk í greininni, leyfa og ýta undir fjölbreytta þjónustu og vinnustaði innan heilbrigðiskerfisins, hlúa að nýsköpun og umfram allt; veita fólkinu í landinu heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg óháð stétt og stöðu. Alvarleg aukaverkun þess að gera ekkert Eftir sex ára samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja er að verða ljós að heilbrigðismálin eru þeim ofviða í stefnumótun. Sú kyrrstaða hefur því miður þá alvarlegu aukaverkun að biðlistarnir bara lengjast og fólk finnur betur og betur að við erum sem þjóð að færast frá þeim grunngildum sem við viljum að gildi um aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Biðlistarnir eru orðnir helsta vörumerki ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. En þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun