Evrópskt hlaðborð eða súrt hvalkjöt? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2023 13:01 Ung, íslensk kona útskrifaðist úr menntaskóla fyrir tæpum áratug og tók stefnuna á nám í grafískri hönnun í Berlín. Hún fótaði sig í náminu í nýrri borg, skemmti sér, kynntist menningu, matargerð og lærði nýtt tungumál. Hún hélt nánu sambandi við fjölskyldu sína, mömmu og pabba, afa og ömmu og bestu vinina heima allan tímann sem hún dvaldi í Berlín. Hún kynntist maka sínum og varð ólétt. Hún hafði þá klárað námið og hafið störf á þýskri auglýsingastofu en hélt aftur heim, reynslunni ríkari og til að vera nær fjölskyldu sinni þegar barnið kom í heiminn. Barnið fæddist nýlega, öllum heilsast vel og unga parið er um þessar mundir eftirsótt á íslenskum vinnumarkaði enda vel menntuð með alþjóðlega reynslu og fær í flestan sjó. Flest þekkjum við sambærilegar sögur úr nærumhverfi okkar. Lífsgæði EES Mikilvægt er að hafa það hugfast um þessar mundir að lunga þessara lífsgæða sem við teljum til sjálfsagðra hluta í dag og sagan hér að ofan rekur eru tilkomin vegna samskipta okkar við aðrar þjóðir. Þar vegur EES-samningurinn langsamlega þyngst. Það er hann sem gerir venjulegu fólki kleift að mennta sig, njóta heilbrigðisþjónustu, búa og vinna alls staðar á svæðinu. Hindranalaust. Það er hann sem varð til þess að Íslendingar njóta sambærilegra réttinda á Spáni eða í Grikklandi eins og heima hjá sér og öfugt. Samningnum hafa auk þess fylgt margs konar félagslegar og efnahagslegar framfarir á borð við neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem hefur ekki bara fært okkur langtum fjölbreyttara vöruúrval en áður þekktist hér á landi heldur líka lægra verð. Stefna Viðreisnar er sú að ganga eigi enn lengra í áttina að Evrópu til þess að vöruverð lækki og lífsgæði aukist enn frekar. Ekki er vanþörf á. Til þess þurfum við að eiga sæti við borðið svo rödd okkar heyrist. Og ekki síður til að leysa okkur frá ótal sérlausnum sem íslenskur almenningur einn neyðist til að nota, eins og íslensku krónuna. Viðreisn mun ekki kvika frá þessari framtíðarsýn sinni, enda um langtímalausn að ræða sem þarfnast pólitískrar forystu sem sveiflast ekki með skoðanakönnunum og dægurþrasi. Í dag er veruleiki okkar hins vegar sá að samningurinnn um aðild að evrópska efnahagssvæðinu er okkar aðgangseyrir að Evrópu. Einangrun eða opnun Hér að ofan eru aðeins nokkur dæmi rakin um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært Íslendingum og mun vonandi gera um ókomna tíð. Standa þarf vörð um samninginn og það sem hann hefur fært okkur. Það er mikilvægt að hafa í huga nú þegar misvandaðir talsmenn gömlu tímana - súrs hvalkjöts og flokksblaðanna - reyna allt hvað þeir geta til að grafa undan samningnum. Þeir reyna að færa rök fyrir því að afskekkt eyja norður í Ballarhafi hafi sérstaka hagsmuni af því að verða einangraðri en þegar er. Það er nefnilega einmitt vegna EES samningsins sem unga stúlkan sem getið var um í upphafi gat yfir höfuð flutt til Evrópu án mikillar fyrirhafnar, fengið rausnarlegan afslátt af skólagjöldunum í virtum, þýskum háskóla, og loks var það EES samningurinn sem tryggði henni þá neytendavernd að geta hringt í foreldra sína daglega yfir Atlantshafið án þess að það kostaði hana hönd og fót. Undir innri markaði Evrópu og sameiginlegri löggjöf eru ríkir hagsmunir sem Ísland hefur af samstarfi þjóða, frjálsum viðskiptum og mannréttindum. Af óskiljanlegum ástæðum á samningurinn sér fáa málsvara við ríkisstjórnarborðið um þessar mundir. Undir er líka sá veruleiki að ungt fólk hafi yfir höfuð áhuga á að búa hér á landi eða að minnsta kosti ástæðu til að snúa aftur eftir að hafa prófað hitt. Þá þykist ég vita að þau taki evrópskt hlaðborð fram yfir súrt hvalkjöt. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ung, íslensk kona útskrifaðist úr menntaskóla fyrir tæpum áratug og tók stefnuna á nám í grafískri hönnun í Berlín. Hún fótaði sig í náminu í nýrri borg, skemmti sér, kynntist menningu, matargerð og lærði nýtt tungumál. Hún hélt nánu sambandi við fjölskyldu sína, mömmu og pabba, afa og ömmu og bestu vinina heima allan tímann sem hún dvaldi í Berlín. Hún kynntist maka sínum og varð ólétt. Hún hafði þá klárað námið og hafið störf á þýskri auglýsingastofu en hélt aftur heim, reynslunni ríkari og til að vera nær fjölskyldu sinni þegar barnið kom í heiminn. Barnið fæddist nýlega, öllum heilsast vel og unga parið er um þessar mundir eftirsótt á íslenskum vinnumarkaði enda vel menntuð með alþjóðlega reynslu og fær í flestan sjó. Flest þekkjum við sambærilegar sögur úr nærumhverfi okkar. Lífsgæði EES Mikilvægt er að hafa það hugfast um þessar mundir að lunga þessara lífsgæða sem við teljum til sjálfsagðra hluta í dag og sagan hér að ofan rekur eru tilkomin vegna samskipta okkar við aðrar þjóðir. Þar vegur EES-samningurinn langsamlega þyngst. Það er hann sem gerir venjulegu fólki kleift að mennta sig, njóta heilbrigðisþjónustu, búa og vinna alls staðar á svæðinu. Hindranalaust. Það er hann sem varð til þess að Íslendingar njóta sambærilegra réttinda á Spáni eða í Grikklandi eins og heima hjá sér og öfugt. Samningnum hafa auk þess fylgt margs konar félagslegar og efnahagslegar framfarir á borð við neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem hefur ekki bara fært okkur langtum fjölbreyttara vöruúrval en áður þekktist hér á landi heldur líka lægra verð. Stefna Viðreisnar er sú að ganga eigi enn lengra í áttina að Evrópu til þess að vöruverð lækki og lífsgæði aukist enn frekar. Ekki er vanþörf á. Til þess þurfum við að eiga sæti við borðið svo rödd okkar heyrist. Og ekki síður til að leysa okkur frá ótal sérlausnum sem íslenskur almenningur einn neyðist til að nota, eins og íslensku krónuna. Viðreisn mun ekki kvika frá þessari framtíðarsýn sinni, enda um langtímalausn að ræða sem þarfnast pólitískrar forystu sem sveiflast ekki með skoðanakönnunum og dægurþrasi. Í dag er veruleiki okkar hins vegar sá að samningurinnn um aðild að evrópska efnahagssvæðinu er okkar aðgangseyrir að Evrópu. Einangrun eða opnun Hér að ofan eru aðeins nokkur dæmi rakin um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært Íslendingum og mun vonandi gera um ókomna tíð. Standa þarf vörð um samninginn og það sem hann hefur fært okkur. Það er mikilvægt að hafa í huga nú þegar misvandaðir talsmenn gömlu tímana - súrs hvalkjöts og flokksblaðanna - reyna allt hvað þeir geta til að grafa undan samningnum. Þeir reyna að færa rök fyrir því að afskekkt eyja norður í Ballarhafi hafi sérstaka hagsmuni af því að verða einangraðri en þegar er. Það er nefnilega einmitt vegna EES samningsins sem unga stúlkan sem getið var um í upphafi gat yfir höfuð flutt til Evrópu án mikillar fyrirhafnar, fengið rausnarlegan afslátt af skólagjöldunum í virtum, þýskum háskóla, og loks var það EES samningurinn sem tryggði henni þá neytendavernd að geta hringt í foreldra sína daglega yfir Atlantshafið án þess að það kostaði hana hönd og fót. Undir innri markaði Evrópu og sameiginlegri löggjöf eru ríkir hagsmunir sem Ísland hefur af samstarfi þjóða, frjálsum viðskiptum og mannréttindum. Af óskiljanlegum ástæðum á samningurinn sér fáa málsvara við ríkisstjórnarborðið um þessar mundir. Undir er líka sá veruleiki að ungt fólk hafi yfir höfuð áhuga á að búa hér á landi eða að minnsta kosti ástæðu til að snúa aftur eftir að hafa prófað hitt. Þá þykist ég vita að þau taki evrópskt hlaðborð fram yfir súrt hvalkjöt. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar