Evrópskt hlaðborð eða súrt hvalkjöt? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2023 13:01 Ung, íslensk kona útskrifaðist úr menntaskóla fyrir tæpum áratug og tók stefnuna á nám í grafískri hönnun í Berlín. Hún fótaði sig í náminu í nýrri borg, skemmti sér, kynntist menningu, matargerð og lærði nýtt tungumál. Hún hélt nánu sambandi við fjölskyldu sína, mömmu og pabba, afa og ömmu og bestu vinina heima allan tímann sem hún dvaldi í Berlín. Hún kynntist maka sínum og varð ólétt. Hún hafði þá klárað námið og hafið störf á þýskri auglýsingastofu en hélt aftur heim, reynslunni ríkari og til að vera nær fjölskyldu sinni þegar barnið kom í heiminn. Barnið fæddist nýlega, öllum heilsast vel og unga parið er um þessar mundir eftirsótt á íslenskum vinnumarkaði enda vel menntuð með alþjóðlega reynslu og fær í flestan sjó. Flest þekkjum við sambærilegar sögur úr nærumhverfi okkar. Lífsgæði EES Mikilvægt er að hafa það hugfast um þessar mundir að lunga þessara lífsgæða sem við teljum til sjálfsagðra hluta í dag og sagan hér að ofan rekur eru tilkomin vegna samskipta okkar við aðrar þjóðir. Þar vegur EES-samningurinn langsamlega þyngst. Það er hann sem gerir venjulegu fólki kleift að mennta sig, njóta heilbrigðisþjónustu, búa og vinna alls staðar á svæðinu. Hindranalaust. Það er hann sem varð til þess að Íslendingar njóta sambærilegra réttinda á Spáni eða í Grikklandi eins og heima hjá sér og öfugt. Samningnum hafa auk þess fylgt margs konar félagslegar og efnahagslegar framfarir á borð við neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem hefur ekki bara fært okkur langtum fjölbreyttara vöruúrval en áður þekktist hér á landi heldur líka lægra verð. Stefna Viðreisnar er sú að ganga eigi enn lengra í áttina að Evrópu til þess að vöruverð lækki og lífsgæði aukist enn frekar. Ekki er vanþörf á. Til þess þurfum við að eiga sæti við borðið svo rödd okkar heyrist. Og ekki síður til að leysa okkur frá ótal sérlausnum sem íslenskur almenningur einn neyðist til að nota, eins og íslensku krónuna. Viðreisn mun ekki kvika frá þessari framtíðarsýn sinni, enda um langtímalausn að ræða sem þarfnast pólitískrar forystu sem sveiflast ekki með skoðanakönnunum og dægurþrasi. Í dag er veruleiki okkar hins vegar sá að samningurinnn um aðild að evrópska efnahagssvæðinu er okkar aðgangseyrir að Evrópu. Einangrun eða opnun Hér að ofan eru aðeins nokkur dæmi rakin um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært Íslendingum og mun vonandi gera um ókomna tíð. Standa þarf vörð um samninginn og það sem hann hefur fært okkur. Það er mikilvægt að hafa í huga nú þegar misvandaðir talsmenn gömlu tímana - súrs hvalkjöts og flokksblaðanna - reyna allt hvað þeir geta til að grafa undan samningnum. Þeir reyna að færa rök fyrir því að afskekkt eyja norður í Ballarhafi hafi sérstaka hagsmuni af því að verða einangraðri en þegar er. Það er nefnilega einmitt vegna EES samningsins sem unga stúlkan sem getið var um í upphafi gat yfir höfuð flutt til Evrópu án mikillar fyrirhafnar, fengið rausnarlegan afslátt af skólagjöldunum í virtum, þýskum háskóla, og loks var það EES samningurinn sem tryggði henni þá neytendavernd að geta hringt í foreldra sína daglega yfir Atlantshafið án þess að það kostaði hana hönd og fót. Undir innri markaði Evrópu og sameiginlegri löggjöf eru ríkir hagsmunir sem Ísland hefur af samstarfi þjóða, frjálsum viðskiptum og mannréttindum. Af óskiljanlegum ástæðum á samningurinn sér fáa málsvara við ríkisstjórnarborðið um þessar mundir. Undir er líka sá veruleiki að ungt fólk hafi yfir höfuð áhuga á að búa hér á landi eða að minnsta kosti ástæðu til að snúa aftur eftir að hafa prófað hitt. Þá þykist ég vita að þau taki evrópskt hlaðborð fram yfir súrt hvalkjöt. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Ung, íslensk kona útskrifaðist úr menntaskóla fyrir tæpum áratug og tók stefnuna á nám í grafískri hönnun í Berlín. Hún fótaði sig í náminu í nýrri borg, skemmti sér, kynntist menningu, matargerð og lærði nýtt tungumál. Hún hélt nánu sambandi við fjölskyldu sína, mömmu og pabba, afa og ömmu og bestu vinina heima allan tímann sem hún dvaldi í Berlín. Hún kynntist maka sínum og varð ólétt. Hún hafði þá klárað námið og hafið störf á þýskri auglýsingastofu en hélt aftur heim, reynslunni ríkari og til að vera nær fjölskyldu sinni þegar barnið kom í heiminn. Barnið fæddist nýlega, öllum heilsast vel og unga parið er um þessar mundir eftirsótt á íslenskum vinnumarkaði enda vel menntuð með alþjóðlega reynslu og fær í flestan sjó. Flest þekkjum við sambærilegar sögur úr nærumhverfi okkar. Lífsgæði EES Mikilvægt er að hafa það hugfast um þessar mundir að lunga þessara lífsgæða sem við teljum til sjálfsagðra hluta í dag og sagan hér að ofan rekur eru tilkomin vegna samskipta okkar við aðrar þjóðir. Þar vegur EES-samningurinn langsamlega þyngst. Það er hann sem gerir venjulegu fólki kleift að mennta sig, njóta heilbrigðisþjónustu, búa og vinna alls staðar á svæðinu. Hindranalaust. Það er hann sem varð til þess að Íslendingar njóta sambærilegra réttinda á Spáni eða í Grikklandi eins og heima hjá sér og öfugt. Samningnum hafa auk þess fylgt margs konar félagslegar og efnahagslegar framfarir á borð við neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem hefur ekki bara fært okkur langtum fjölbreyttara vöruúrval en áður þekktist hér á landi heldur líka lægra verð. Stefna Viðreisnar er sú að ganga eigi enn lengra í áttina að Evrópu til þess að vöruverð lækki og lífsgæði aukist enn frekar. Ekki er vanþörf á. Til þess þurfum við að eiga sæti við borðið svo rödd okkar heyrist. Og ekki síður til að leysa okkur frá ótal sérlausnum sem íslenskur almenningur einn neyðist til að nota, eins og íslensku krónuna. Viðreisn mun ekki kvika frá þessari framtíðarsýn sinni, enda um langtímalausn að ræða sem þarfnast pólitískrar forystu sem sveiflast ekki með skoðanakönnunum og dægurþrasi. Í dag er veruleiki okkar hins vegar sá að samningurinnn um aðild að evrópska efnahagssvæðinu er okkar aðgangseyrir að Evrópu. Einangrun eða opnun Hér að ofan eru aðeins nokkur dæmi rakin um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært Íslendingum og mun vonandi gera um ókomna tíð. Standa þarf vörð um samninginn og það sem hann hefur fært okkur. Það er mikilvægt að hafa í huga nú þegar misvandaðir talsmenn gömlu tímana - súrs hvalkjöts og flokksblaðanna - reyna allt hvað þeir geta til að grafa undan samningnum. Þeir reyna að færa rök fyrir því að afskekkt eyja norður í Ballarhafi hafi sérstaka hagsmuni af því að verða einangraðri en þegar er. Það er nefnilega einmitt vegna EES samningsins sem unga stúlkan sem getið var um í upphafi gat yfir höfuð flutt til Evrópu án mikillar fyrirhafnar, fengið rausnarlegan afslátt af skólagjöldunum í virtum, þýskum háskóla, og loks var það EES samningurinn sem tryggði henni þá neytendavernd að geta hringt í foreldra sína daglega yfir Atlantshafið án þess að það kostaði hana hönd og fót. Undir innri markaði Evrópu og sameiginlegri löggjöf eru ríkir hagsmunir sem Ísland hefur af samstarfi þjóða, frjálsum viðskiptum og mannréttindum. Af óskiljanlegum ástæðum á samningurinn sér fáa málsvara við ríkisstjórnarborðið um þessar mundir. Undir er líka sá veruleiki að ungt fólk hafi yfir höfuð áhuga á að búa hér á landi eða að minnsta kosti ástæðu til að snúa aftur eftir að hafa prófað hitt. Þá þykist ég vita að þau taki evrópskt hlaðborð fram yfir súrt hvalkjöt. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun