Kamerúni bestur í NBA en James fékk ekki atkvæði Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2023 11:01 Joel Embiid var verðmætasti leikmaðurinn í NBA-deildinni í vetur. Getty/Mitchell Leff Joel Embiid, leikmaður Philadelphia 76ers, var í gærkvöld útnefndur verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, í fyrsta sinn. Hann vann kosninguna með yfirburðum. Embiid, sem er 29 ára gamall Kamerúni, er aðeins annar Afríkubúi sögunnar til að vera valinn verðmætastur í deildinni en því náði Hakeem Olajuwon einnig árið 1994. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem að leikmaður frá öðru landi en Bandaríkjunum er valinn verðmætastur, en Embiid er sá fyrsti til að handleika verðlaunagripinn eftir að ákveðið var í vetur að nefna verðlaunin í höfuðið á Michael Jordan. The moment Joel Embiid became MVP pic.twitter.com/9Su49UhsNe— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 Embiid varð stigahæstur í deildarkeppninni í vetur, annað árið í röð, með 33,1 stig að meðaltali í leik. Hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum Philadelphia vegna meiðsla í hné og var því ekki með þegar liðið vann Boston Celtics í fyrsta leik í undanúrslitum austurdeildarinnar á mánudagskvöld. LeBron James hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2003 en í ár fékk þessi 38 ára gamli leikmaður í fyrsta sinn ekki eitt einasta atkvæði í kjörinu á verðmætasta leikmanni deildarinnar. LeBron James did not receive a vote for NBA MVP this season.This is the first time in his NBA career he didn't get a single vote for MVP. pic.twitter.com/tUosrsxCZO— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 2, 2023 Nikola Jokic hjá Denver Nuggets kom næstur á eftir Embiid með 19 atkvæði en Embiid fékk 73 atkvæði í efsta sætið. Jokic hafði unnið verðlaunin síðustu tvö tímabil. Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, sem var valinn bestur 2019 og 2020, varð í þriðja sæti. NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Embiid, sem er 29 ára gamall Kamerúni, er aðeins annar Afríkubúi sögunnar til að vera valinn verðmætastur í deildinni en því náði Hakeem Olajuwon einnig árið 1994. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem að leikmaður frá öðru landi en Bandaríkjunum er valinn verðmætastur, en Embiid er sá fyrsti til að handleika verðlaunagripinn eftir að ákveðið var í vetur að nefna verðlaunin í höfuðið á Michael Jordan. The moment Joel Embiid became MVP pic.twitter.com/9Su49UhsNe— NBACentral (@TheNBACentral) May 2, 2023 Embiid varð stigahæstur í deildarkeppninni í vetur, annað árið í röð, með 33,1 stig að meðaltali í leik. Hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum Philadelphia vegna meiðsla í hné og var því ekki með þegar liðið vann Boston Celtics í fyrsta leik í undanúrslitum austurdeildarinnar á mánudagskvöld. LeBron James hefur spilað í NBA-deildinni frá árinu 2003 en í ár fékk þessi 38 ára gamli leikmaður í fyrsta sinn ekki eitt einasta atkvæði í kjörinu á verðmætasta leikmanni deildarinnar. LeBron James did not receive a vote for NBA MVP this season.This is the first time in his NBA career he didn't get a single vote for MVP. pic.twitter.com/tUosrsxCZO— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 2, 2023 Nikola Jokic hjá Denver Nuggets kom næstur á eftir Embiid með 19 atkvæði en Embiid fékk 73 atkvæði í efsta sætið. Jokic hafði unnið verðlaunin síðustu tvö tímabil. Giannis Antetokounmpo úr Milwaukee Bucks, sem var valinn bestur 2019 og 2020, varð í þriðja sæti.
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira