Formúla 1

Red Bull fyrstir í mark í Bakú

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurvegari dagsins.
Sigurvegari dagsins. Aziz Karimov/Getty Images

Red Bull kom, sá og sigraði Formúlu 1 kappaksturinn í Bakú í Aserbaísjan.

Charles Leclerc hjá Ferrari byrjaði á ráspól en missti bæði Sergio Perez og Max Verstappen fram úr sér í kappakstri dagsins. Enn og aftur kom öryggisbíllinn við sögu í kappakstri dagsins og hafði að áhrif á lokaniðurstöðuna.

Það leiddi til þess að Verstappen þurfti að taka fram úr Leclerc á nýjan leik, sem var ekki mikið mál, en Hollendingurinn gat þar af leiðandi ekki ógnað sigri liðsfélaga síns.

Á endanum kom Perez fyrstur í mark, Verstappen var í öðru sæti og Leclerc nældi í bronsið. Eftir kappakstur dagsins eru aðeins sex stig á milli Verstappen og Perez í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna.


Tengdar fréttir

Leclerc á ráspól í Aserbaídsjan

Charles Leclerc á Ferrari verður á ráspól þegar farið verður af stað í Bakú í Aserbaídsjan í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar, en þetta verður þriðja árið í röð sem Leclerc ræsir fremstur í Bakú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×