Jókerinn fékk aðstoð við að leggja Durant og Booker að velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2023 09:30 Strákarnir frá Denver mættu klárir í slaginn. AAron Ontiveroz/Getty Images Denver Nuggets nýtti allan þann mannskap sem liðið býr yfir til að leggja Phoenix Suns að velli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vestursins í NBA deildinni í körfubolta. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit. Bæði lið komust nokkuð örugglega í gegnum 1. umferð úrslitakeppninnar. Denver lenti í tiltölulega litlum vandræðum með slakt lið Minnesota Timberwolves og fór áfram eftir fimm leiki. Suns kláraði Los Angeles Clippers í jafn mörgum leikjum. Þau voru því bæði nokkuð fersk þegar mætt var til leiks í nótt. Segja má að annar leikhluti hafi verið það sem skildi liðin að en þá naut sóknarleikur Denver sín í botn á meðan Sólirnar frá Phoenix komust hvorki lönd né strönd. It s LOUD in Denver https://t.co/pRgaXAZpkv pic.twitter.com/ppnEcW0IKu— NBA (@NBA) April 30, 2023 Þökk sé frábærum endi á fyrri hálfleik var Denver 17 stigum yfir í hálfleik og vann svo leikinn á endanum með 18 stigum, lokatölur 125-107. Staðan því orðin 1-0 í einvíginu en Denver endaði deildarkeppnina sem besta lið vestursins á meðan Sólirnar voru í smá brasi þar sem Kevin Durant missti af þónokkrum leikjum. Stigahæstur í liði Denver var Jamal Murray með 34 stig en hann gaf einnig 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Jamal Murray. Built for this.34 PTS5 REB9 AST6 3PMNuggets take Game 1 pic.twitter.com/Kxep6mcuU2— NBA (@NBA) April 30, 2023 Nikola Jokić skoraði 24 stig, tók 19 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Aaron Gordon kom þar á eftir með 23 stig en allt byrjunarlið Denver skoraði 10 stig eða meira í kvöld. Þá var Bruce Brown með 14 stig af bekknum. Nikola Jokic and Aaron Gordon showed out in Game 1 Joker: 24 PTS, 19 REB, 5 ASTAG: 23 PTS, 6 REB, 69% FGNuggets claim the 1-0 series lead.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Ex6ttW4ede— NBA (@NBA) April 30, 2023 Hjá Suns var Durant með 29 stig, 14 fráköst og staka stoðsendingu. Devin Booker skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Deandre Ayton setti 14 stig og tók 7 fráköst. Þá skoraði Chris Paul 11 stig og gaf 5 stoðsendingar. Sacramento Kings og ríkjandi meistarar í Golden State Warriors mætast í oddaleik í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 19.30 í kvöld. Körfubolti NBA Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira
Bæði lið komust nokkuð örugglega í gegnum 1. umferð úrslitakeppninnar. Denver lenti í tiltölulega litlum vandræðum með slakt lið Minnesota Timberwolves og fór áfram eftir fimm leiki. Suns kláraði Los Angeles Clippers í jafn mörgum leikjum. Þau voru því bæði nokkuð fersk þegar mætt var til leiks í nótt. Segja má að annar leikhluti hafi verið það sem skildi liðin að en þá naut sóknarleikur Denver sín í botn á meðan Sólirnar frá Phoenix komust hvorki lönd né strönd. It s LOUD in Denver https://t.co/pRgaXAZpkv pic.twitter.com/ppnEcW0IKu— NBA (@NBA) April 30, 2023 Þökk sé frábærum endi á fyrri hálfleik var Denver 17 stigum yfir í hálfleik og vann svo leikinn á endanum með 18 stigum, lokatölur 125-107. Staðan því orðin 1-0 í einvíginu en Denver endaði deildarkeppnina sem besta lið vestursins á meðan Sólirnar voru í smá brasi þar sem Kevin Durant missti af þónokkrum leikjum. Stigahæstur í liði Denver var Jamal Murray með 34 stig en hann gaf einnig 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Jamal Murray. Built for this.34 PTS5 REB9 AST6 3PMNuggets take Game 1 pic.twitter.com/Kxep6mcuU2— NBA (@NBA) April 30, 2023 Nikola Jokić skoraði 24 stig, tók 19 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Aaron Gordon kom þar á eftir með 23 stig en allt byrjunarlið Denver skoraði 10 stig eða meira í kvöld. Þá var Bruce Brown með 14 stig af bekknum. Nikola Jokic and Aaron Gordon showed out in Game 1 Joker: 24 PTS, 19 REB, 5 ASTAG: 23 PTS, 6 REB, 69% FGNuggets claim the 1-0 series lead.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Ex6ttW4ede— NBA (@NBA) April 30, 2023 Hjá Suns var Durant með 29 stig, 14 fráköst og staka stoðsendingu. Devin Booker skoraði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Deandre Ayton setti 14 stig og tók 7 fráköst. Þá skoraði Chris Paul 11 stig og gaf 5 stoðsendingar. Sacramento Kings og ríkjandi meistarar í Golden State Warriors mætast í oddaleik í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 19.30 í kvöld.
Körfubolti NBA Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Sjá meira