Körfubolti

Semple á leið í ómskoðun og Shahid fárveikur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jordan Semple í baráttunni gegn Valsmönnum.
Jordan Semple í baráttunni gegn Valsmönnum. vísir/bára

Lið Þórs frá Þorlákshöfn var laskað í leik sínum gegn Valsmönnum í gær. Þeir máttu sín enda lítils og töpuðu stórt. Staðan í einvíginu 2-1 fyrir Þórsurum.

Vincent Shahid var fjarverandi vegna veikinda sem hann hefur verið að glíma við.

„Shahid er fárveikur og var orðinn veikur í fyrsta leiknum. Hann varð að fá hvíld,“ segir Jóhanna Hjartardóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs.

„Hann er búinn að kasta mikið upp og þetta er einhver mjög alvarleg flensa sem hann er að glíma við. Það var ekkert annað í stöðunni en að hvíla strákinn.“

Jordan Semple fór snemma af velli meiddur á öxl eftir átök við Kristófer Acox. Það er óvissa með framhaldið hjá honum.

„Hann er á leið í ómskoðun á eftir. Við vonumst að sjálfsögðu eftir jákvæðum fréttum af honum,“ segir Jóhanna nokkuð áhyggjufull samt.

Fjórði leikur liðanna fer fram í Þorlákshöfn á sunnudag.


Tengdar fréttir

„Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik“

Valsmenn fóru með nokkuð afgerandi og öruggan sigur af hólmi gegn Þórsurum í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld, lokatölur 91-65. Þórsarar mættu laskaðir til leiks, Vincent Shahid veikur og Pablo Hernandez puttabrotinn. Eftir aðeins rúmar tvær mínútur bættist Jordan Semple svo á sjúkralistann.

Stuðningsmaður Þórs handtekinn á Hlíðarenda

Svo virðist sem kappið hafi borið fegurðina ofurliði þegar Þór frá Þorlákshöfn heimsótti Íslandsmeistara Vals í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Einn maður var leiddur út úr höllinni í handjárnum í upphafi síðari hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×