„Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. apríl 2023 21:44 Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, fer yfir málin með sínu liði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Herði Axel Vilhjálmssyni, þjálfara Keflavíkur, var tíðrætt um samvinnu og liðsheild, eftir sigur hans kvenna á Val í úrslitaviðureign liðanna í Subway-deild kvenna í Keflavík í kvöld. Hans konur náðu að kalla fram þá kosti sem skiluðu þeim deildarmeistaratitlinum. „Bara sama og í allan vetur. Orka og kraftur, gera hlutina saman og allir að vinna saman. Finna besta skotið sóknarlega. Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta. Þá fáum við auðveldar körfur hinumegin og gerir lífið miklu auðveldara.“ „Þetta eru bara við. Þetta er bara það sem við stöndum fyrir. Við fórum yfir það svolítið fyrir þennan leik, hvað við stöndum fyrir. Við erum svolítið búin að fara frá því og það er líka mér að kenna.“ Keflavík hóf leikinn með miklum látum og komust í 12-0 áður en Valskonur náðu að setja stig á töfluna. Þá sjaldan sem Valskonur gerðu sig líklegar til að komast inn í leikinn svöruðu Keflvíkingar, en Hörður taldi upp nánast alla leikmenn liðsins þegar hann fór yfir frammistöður einstakra leikmanna. „Við fengum framlag líka frá mörgum á tímapunktum þegar þær voru að hóta því að koma til baka sem er dýrmætt. Katla setur hérna risastóran þrist til að ísa leikinn og Agnes var rosa flott. Eygló líka þegar hún kom inn, Emelía kemur inn í byrjunarliðið og gerir rosalega vel. Ég gæti haldið áfram. Þetta var bara sama og við höfum verið að vinna með á liðsheildinni. Í hverjum leik stígur einhver ný upp.“ Samvinna er orðið sem Hörður valdi til að kjarna leikinn. „Ég myndi segja samvinna. Samvinna milli allra, ég held að það sé lykill að þessu.“ Hörður vildi ekki meina að þessi sterka frammistaða myndi skila þeim miklum meðbyr í næsta leik. Hann var raunar ekkert farinn að hugsa um hann og vissi ekki einu sinni hvenær sá leikur er! (Hann er á föstudaginn fyrir áhugasama). „Það er bara nýr leikur. Þessi leikur hjálpar okkur ekkert þá. Við eigum einn leik núna, sem ég veit ekki einu sinni hvenær er, við vorum bara að spila þennan leik. Ég fer inn í klefa og fer yfir það hvenær næsti leikur er og verð tilbúinn þá.“ – Sagði Hörður að lokum, sem er vonandi ekki búinn að bóka sig neitt annað á föstudagskvöldið. Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
„Bara sama og í allan vetur. Orka og kraftur, gera hlutina saman og allir að vinna saman. Finna besta skotið sóknarlega. Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta. Þá fáum við auðveldar körfur hinumegin og gerir lífið miklu auðveldara.“ „Þetta eru bara við. Þetta er bara það sem við stöndum fyrir. Við fórum yfir það svolítið fyrir þennan leik, hvað við stöndum fyrir. Við erum svolítið búin að fara frá því og það er líka mér að kenna.“ Keflavík hóf leikinn með miklum látum og komust í 12-0 áður en Valskonur náðu að setja stig á töfluna. Þá sjaldan sem Valskonur gerðu sig líklegar til að komast inn í leikinn svöruðu Keflvíkingar, en Hörður taldi upp nánast alla leikmenn liðsins þegar hann fór yfir frammistöður einstakra leikmanna. „Við fengum framlag líka frá mörgum á tímapunktum þegar þær voru að hóta því að koma til baka sem er dýrmætt. Katla setur hérna risastóran þrist til að ísa leikinn og Agnes var rosa flott. Eygló líka þegar hún kom inn, Emelía kemur inn í byrjunarliðið og gerir rosalega vel. Ég gæti haldið áfram. Þetta var bara sama og við höfum verið að vinna með á liðsheildinni. Í hverjum leik stígur einhver ný upp.“ Samvinna er orðið sem Hörður valdi til að kjarna leikinn. „Ég myndi segja samvinna. Samvinna milli allra, ég held að það sé lykill að þessu.“ Hörður vildi ekki meina að þessi sterka frammistaða myndi skila þeim miklum meðbyr í næsta leik. Hann var raunar ekkert farinn að hugsa um hann og vissi ekki einu sinni hvenær sá leikur er! (Hann er á föstudaginn fyrir áhugasama). „Það er bara nýr leikur. Þessi leikur hjálpar okkur ekkert þá. Við eigum einn leik núna, sem ég veit ekki einu sinni hvenær er, við vorum bara að spila þennan leik. Ég fer inn í klefa og fer yfir það hvenær næsti leikur er og verð tilbúinn þá.“ – Sagði Hörður að lokum, sem er vonandi ekki búinn að bóka sig neitt annað á föstudagskvöldið.
Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56