Sáttur í Þorlákshöfn: „Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 16:32 Semple í baráttunni við Hjálmar Stefánsson. Kári Jónsson og Styrmir Snær Þrastarson fylgjast með. Vísir/Bára Dröfn „Við komum út og spiluðum af mikilli orku, fyrirliðinn okkar setti þrjá þrista en þeir komu til baka. Mér leið eins og í hvert skipti sem fórum á skrið þá komu þeir allaf til baka,“ sagði Jordan Semple í viðtali við Körfuboltakvöld eftir frækinn sigur Þórs Þorlákshafnar á Val í gær, þriðjudag. Þór Þ. lagði ríkjandi Íslandsmeistara Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og eflaust margir farnir að hugsa um úrslitaeinvígið. „Þeir eru ríkjandi meistarar og maður getur ekki slakað á. Mér líður vel núna og við erum spenntir fyrir næsta leik,“ sagði Semple en hann átti virkilega góðan leik í liði Þórs. Vantaði aðeins eina stoðsendingu í þreföldu tvennuna. Semple skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. „Við erum með góða skotmenn í þessu liði. Það var samt erfitt að leggja leikinn upp því við vissum ekki hvort [Kristófer] Acox væri með eða ekki. Hann breytir dýnamík liðsins. Hann er eina alvöru „fimman“ sem þeir eiga. Varnarlega skiptir hann miklu máli.“ „Ef Styrmir [Snær Þrastarson] er opinn er hann að fara skjóta. Við höfum allir mikla trú á honum og í dag smellti hann þeim niður. Það opnaði leiðina hans að körfunni og þá gat hann fundið aðra leikmenn sem voru opnir.“ Tímabilið hjá Semple hefur verið upp og niður. Hann kom til Þórs frá KR þar sem ýmislegt var sagt um spilamennsku hans sem og karakter. „Þetta var rússíbani. Við erum atvinnumenn og maður verður að vera tilbúinn, maður veit aldrei hvað verður síðasti leikurinn. Þetta endaði ekki vel fyrir okkur sem lið, vorum ekki að vinna leiki og þeir vildu gera breytingar. Meikar sens. Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu,“ sagði Semple um veru sína hjá KR. Viðtalið við Semple má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jordan Semple sáttur í Þorlákshöfn: Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Þór Þ. lagði ríkjandi Íslandsmeistara Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og eflaust margir farnir að hugsa um úrslitaeinvígið. „Þeir eru ríkjandi meistarar og maður getur ekki slakað á. Mér líður vel núna og við erum spenntir fyrir næsta leik,“ sagði Semple en hann átti virkilega góðan leik í liði Þórs. Vantaði aðeins eina stoðsendingu í þreföldu tvennuna. Semple skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. „Við erum með góða skotmenn í þessu liði. Það var samt erfitt að leggja leikinn upp því við vissum ekki hvort [Kristófer] Acox væri með eða ekki. Hann breytir dýnamík liðsins. Hann er eina alvöru „fimman“ sem þeir eiga. Varnarlega skiptir hann miklu máli.“ „Ef Styrmir [Snær Þrastarson] er opinn er hann að fara skjóta. Við höfum allir mikla trú á honum og í dag smellti hann þeim niður. Það opnaði leiðina hans að körfunni og þá gat hann fundið aðra leikmenn sem voru opnir.“ Tímabilið hjá Semple hefur verið upp og niður. Hann kom til Þórs frá KR þar sem ýmislegt var sagt um spilamennsku hans sem og karakter. „Þetta var rússíbani. Við erum atvinnumenn og maður verður að vera tilbúinn, maður veit aldrei hvað verður síðasti leikurinn. Þetta endaði ekki vel fyrir okkur sem lið, vorum ekki að vinna leiki og þeir vildu gera breytingar. Meikar sens. Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu,“ sagði Semple um veru sína hjá KR. Viðtalið við Semple má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jordan Semple sáttur í Þorlákshöfn: Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira