Hinn aldni LeBron minnti á sig | Butler sökkti Bucks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 08:31 Úrslitakeppnis-Jimmy er mættur til leiks. Megan Briggs/Getty Images Los Angeles Lakers og Miami Heat eru komin 3-1 yfir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Eitthvað sem var ekki talið líklegt þegar úrslitakeppnin fór af stað. Eftir hörmungarbyrjun á tímabilinu hefur Lakers tekist að snúa dæminu við og allt í einu er liðið kominn með annan fótinn inn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Sigur kvöldsins sýndi hversu langt liðið er komið en að sama skapi hversu magnaður LeBron James er. Memphis Grizzlies leiddu nefnilega með tveimur stigum þegar tæpar sex sekúndur voru á klukkunni. Sem betur fer fyrir Lakers virtust Grizzlies klúðra talningunni, LeBron gat keyrt að körfunni án þess að vera tvídekkaður og jafnað metin í 104-104. LEBRON JAMES TIES IT IN THE FINAL MOMENTS.MEM/LAL HEADING TO OVERTIME ON TNT pic.twitter.com/mSagnUs8NM— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í framlengingunni reyndust heimamenn betri aðilinn og unnu þeir á endanum sex stiga sigur, lokatölur 117-111. Næsti leikur einvígisins fer fram í Memphis og verða Grizzlies að ná í sigur þar ætli þeir sér ekki í sumarfrí. Hvorki Dillon Brooks, eða vondi kallinn eins og Lögmál leiksins kallar hann, né Ja Morant mættu í viðtöl að leik loknum. Hinn 38 ára gamli LeBron spilaði flestar mínútur allra í Lakers-liðinu í nótt eða 45 talsins. Hann skoraði 22 stig, tók 20 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. LEBRON JAMES EMBODIES #PLAYOFFMODE 22 PTS20 REB7 AST2 BLK@Lakers lead the series 3-1 after winning Game 4... Game 5 is Wednesday, 7:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/jJ9C9Snt6U— NBA (@NBA) April 25, 2023 Aðeins einn liðsfélagi hans skoraði meira en Austin Reaves var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst. Anthony Davis var heldur rólegur en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hjá Memphis var Desmond Bane stigahæstur með 36 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Austin Reaves (23 PTS, 6 AST) continues his dynamic play in Round 1 to help the @Lakers win Game 4!LAL can advance to Round 2 with a Game 5 win. Game 5 | Wednesday, 7:30pm/et | TNT pic.twitter.com/OZWSS9Pprh— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í einvígi Miami Heat og Milwaukee Bucks eru ótrúlegir hlutir að gerast. Það var talið næsta öruggt að Bucks myndi mæta Boston Celtics í úrslitum austurdeildar en Jimmy Butler er einfaldlega ekki þeirrar skoðunar. Segja má að leikur kvöldsins hafi verið Jimmy-leikurinn en hann skoraði 56 stig í mögnuðum fimm stiga sigri Miami. Bucks virtust með pálmann í höndunum en ótrúleg frammistaða Miami í 4. leikhluta skilaði liðinu 41 stigi og þar með sigrinum, lokatölur 119-114. Butler var hetja Heat með stigin sín 56 ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Enginn leikmaður Heat hefur skorað meira í stökum leik í úrslitakeppni. Bam Adebayo kom þar á eftir með 15 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. JIMMY BUTLER IS IN #PLAYOFFMODE 56 PTS | 19-28 FG HEAT FRANCHISE PLAYOFF RECORD.T-4TH MOST POINTS IN NBA PLAYOFF HISTORY. pic.twitter.com/dv4iNILXWu— NBA (@NBA) April 25, 2023 Hjá Bucks skoraði Brook Lopez 36 stig og tók 11 fráköst á meðan Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Eftir hörmungarbyrjun á tímabilinu hefur Lakers tekist að snúa dæminu við og allt í einu er liðið kominn með annan fótinn inn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Sigur kvöldsins sýndi hversu langt liðið er komið en að sama skapi hversu magnaður LeBron James er. Memphis Grizzlies leiddu nefnilega með tveimur stigum þegar tæpar sex sekúndur voru á klukkunni. Sem betur fer fyrir Lakers virtust Grizzlies klúðra talningunni, LeBron gat keyrt að körfunni án þess að vera tvídekkaður og jafnað metin í 104-104. LEBRON JAMES TIES IT IN THE FINAL MOMENTS.MEM/LAL HEADING TO OVERTIME ON TNT pic.twitter.com/mSagnUs8NM— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í framlengingunni reyndust heimamenn betri aðilinn og unnu þeir á endanum sex stiga sigur, lokatölur 117-111. Næsti leikur einvígisins fer fram í Memphis og verða Grizzlies að ná í sigur þar ætli þeir sér ekki í sumarfrí. Hvorki Dillon Brooks, eða vondi kallinn eins og Lögmál leiksins kallar hann, né Ja Morant mættu í viðtöl að leik loknum. Hinn 38 ára gamli LeBron spilaði flestar mínútur allra í Lakers-liðinu í nótt eða 45 talsins. Hann skoraði 22 stig, tók 20 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. LEBRON JAMES EMBODIES #PLAYOFFMODE 22 PTS20 REB7 AST2 BLK@Lakers lead the series 3-1 after winning Game 4... Game 5 is Wednesday, 7:30 PM ET on TNT. pic.twitter.com/jJ9C9Snt6U— NBA (@NBA) April 25, 2023 Aðeins einn liðsfélagi hans skoraði meira en Austin Reaves var með 23 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst. Anthony Davis var heldur rólegur en hann skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Hjá Memphis var Desmond Bane stigahæstur með 36 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Austin Reaves (23 PTS, 6 AST) continues his dynamic play in Round 1 to help the @Lakers win Game 4!LAL can advance to Round 2 with a Game 5 win. Game 5 | Wednesday, 7:30pm/et | TNT pic.twitter.com/OZWSS9Pprh— NBA (@NBA) April 25, 2023 Í einvígi Miami Heat og Milwaukee Bucks eru ótrúlegir hlutir að gerast. Það var talið næsta öruggt að Bucks myndi mæta Boston Celtics í úrslitum austurdeildar en Jimmy Butler er einfaldlega ekki þeirrar skoðunar. Segja má að leikur kvöldsins hafi verið Jimmy-leikurinn en hann skoraði 56 stig í mögnuðum fimm stiga sigri Miami. Bucks virtust með pálmann í höndunum en ótrúleg frammistaða Miami í 4. leikhluta skilaði liðinu 41 stigi og þar með sigrinum, lokatölur 119-114. Butler var hetja Heat með stigin sín 56 ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 2 stoðsendingar. Enginn leikmaður Heat hefur skorað meira í stökum leik í úrslitakeppni. Bam Adebayo kom þar á eftir með 15 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. JIMMY BUTLER IS IN #PLAYOFFMODE 56 PTS | 19-28 FG HEAT FRANCHISE PLAYOFF RECORD.T-4TH MOST POINTS IN NBA PLAYOFF HISTORY. pic.twitter.com/dv4iNILXWu— NBA (@NBA) April 25, 2023 Hjá Bucks skoraði Brook Lopez 36 stig og tók 11 fráköst á meðan Giannis Antetokounmpo var með þrefalda tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira