Huggulegt stefnumót með konunni endaði með söng uppi á sviði í Eldborg Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. apríl 2023 15:30 Hallgrímur Ólafsson, jafnan þekktur sem Halli Melló, var óvænt kallaður upp á svið á afmælistónleikum Jóns Ólafssonar vinar síns. Stefán Stefánsson Það var margt um manninn í Eldborg síðastliðið laugardagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson hélt stórtónleika í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Hallgrímur Ólafsson leikari, jafnan þekktur sem Halli Melló, tók lagið með Jóni en var það þó algjörlega óundirbúið og hafði Halli ekki hugmynd um það, fyrr en hann var kallaður upp á svið fyrir framan um 1500 tónleikagesti. „Ég ákvað að taka leynigest upp á svið alveg óundirbúið þannig að hvorki listafólkið né leynigesturinn vissi af þessu. Þetta var því ákveðin áhætta en ég tók sénsinn, kallaði Hallgrím Ólafsson upp á svið og lét hann syngja eitt lag með mér. Honum var auðvitað frekar brugðið en hélt andlitinu og söng eitt lag með okkur,“ segir Jón. Blaðamaður tók púlsinn á Halla, sem segir að þetta hafi verið óvænt ánægja. „Ég var svo leynilegur leynigestur að ég vissi ekki einu sinni af því,“ segir Halli hlæjandi og bætir við: „Ég ætlaði bara að eiga huggulegt tónleikakvöld með konunni minni sem við gerum mjög sjaldan, þar sem ég er vanalega uppi á sviði.“ Jón ÓIafs og Halli Melló skemmtu sér vel saman á sviðinu á laugardagskvöld.Stefán Stefánsson Hann segir þó kvöldið hafa verið stórkostlegt og skemmtilegt. „Það bjargaði mér að Jón valdi lag sem ég þekki vel og hef sungið. Það heitir Meiri gauragangur og er úr Gauragangs sýningunni. Ég hef oft verið að hrósa þessu lagi við hann í gegnum tíðina þannig að hann vissi alveg hvað hann var að gera. Ég er bara feginn að hann hafi ekki beðið mig um þetta fyrr, þá hefði ég verið svo stressaður allan daginn. Kvöldið var einfaldlega stórkostlegt, það var svo gaman að horfa á Jón og fagna þessu 60 ára afmæli með honum. Maður var bara klökkur í lokinn, þetta var fallegt og maður áttar sig líka á því hvað hann er búinn að gera ótrúlega mikið af mismunandi músík með alls konar fólki,“ segir Halli að lokum. Halli Melló var sáttur með lagaval Jóns Ólafssonar.Stefán Stefánsson Það er nóg um að vera hjá Jóni um þessar mundir en hann verður einnig með afmælistónleika á Græna hattinum á Akureyri 29. apríl næstkomandi. Þar verður hann ásamt hljómsveit og tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst verður sérstakur gestur. Jón Ólafsson og hljómsveit léku fyrir fullum sal í Eldborg, sem rúmar um 1500 manns.Stefán Stefánsson Tónleikar á Íslandi Tónlist Samkvæmislífið Tengdar fréttir Sextán ára farinn að spila á Hótel Sögu fyrir blindfullt fólk Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson fagnar sextugsafmæli sínu með stórtónleikum í Hörpu þann 22. apríl næstkomandi. Af því tilefni settist Jón niður með Ómari Úlfi og fór yfir magnaðan feril með hljómsveitunum Possibillies, Bítavinafélaginu og Nýdönsk. Þá er Jón einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns og hefur unnið mikið í leikhúsi. 7. apríl 2023 07:01 Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Ég ákvað að taka leynigest upp á svið alveg óundirbúið þannig að hvorki listafólkið né leynigesturinn vissi af þessu. Þetta var því ákveðin áhætta en ég tók sénsinn, kallaði Hallgrím Ólafsson upp á svið og lét hann syngja eitt lag með mér. Honum var auðvitað frekar brugðið en hélt andlitinu og söng eitt lag með okkur,“ segir Jón. Blaðamaður tók púlsinn á Halla, sem segir að þetta hafi verið óvænt ánægja. „Ég var svo leynilegur leynigestur að ég vissi ekki einu sinni af því,“ segir Halli hlæjandi og bætir við: „Ég ætlaði bara að eiga huggulegt tónleikakvöld með konunni minni sem við gerum mjög sjaldan, þar sem ég er vanalega uppi á sviði.“ Jón ÓIafs og Halli Melló skemmtu sér vel saman á sviðinu á laugardagskvöld.Stefán Stefánsson Hann segir þó kvöldið hafa verið stórkostlegt og skemmtilegt. „Það bjargaði mér að Jón valdi lag sem ég þekki vel og hef sungið. Það heitir Meiri gauragangur og er úr Gauragangs sýningunni. Ég hef oft verið að hrósa þessu lagi við hann í gegnum tíðina þannig að hann vissi alveg hvað hann var að gera. Ég er bara feginn að hann hafi ekki beðið mig um þetta fyrr, þá hefði ég verið svo stressaður allan daginn. Kvöldið var einfaldlega stórkostlegt, það var svo gaman að horfa á Jón og fagna þessu 60 ára afmæli með honum. Maður var bara klökkur í lokinn, þetta var fallegt og maður áttar sig líka á því hvað hann er búinn að gera ótrúlega mikið af mismunandi músík með alls konar fólki,“ segir Halli að lokum. Halli Melló var sáttur með lagaval Jóns Ólafssonar.Stefán Stefánsson Það er nóg um að vera hjá Jóni um þessar mundir en hann verður einnig með afmælistónleika á Græna hattinum á Akureyri 29. apríl næstkomandi. Þar verður hann ásamt hljómsveit og tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst verður sérstakur gestur. Jón Ólafsson og hljómsveit léku fyrir fullum sal í Eldborg, sem rúmar um 1500 manns.Stefán Stefánsson
Tónleikar á Íslandi Tónlist Samkvæmislífið Tengdar fréttir Sextán ára farinn að spila á Hótel Sögu fyrir blindfullt fólk Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson fagnar sextugsafmæli sínu með stórtónleikum í Hörpu þann 22. apríl næstkomandi. Af því tilefni settist Jón niður með Ómari Úlfi og fór yfir magnaðan feril með hljómsveitunum Possibillies, Bítavinafélaginu og Nýdönsk. Þá er Jón einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns og hefur unnið mikið í leikhúsi. 7. apríl 2023 07:01 Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Sextán ára farinn að spila á Hótel Sögu fyrir blindfullt fólk Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson fagnar sextugsafmæli sínu með stórtónleikum í Hörpu þann 22. apríl næstkomandi. Af því tilefni settist Jón niður með Ómari Úlfi og fór yfir magnaðan feril með hljómsveitunum Possibillies, Bítavinafélaginu og Nýdönsk. Þá er Jón einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns og hefur unnið mikið í leikhúsi. 7. apríl 2023 07:01