Sport

Dag­skráin í dag: Ein­vígi Þórs og Vals heldur á­fram | Stór­leikur í Bestu deildinni

Aron Guðmundsson skrifar
Úrslitakeppni Subway deildar karla heldur áfram í kvöld
Úrslitakeppni Subway deildar karla heldur áfram í kvöld Vísir/Bára Dröfn

Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 Sport í dag og ljóst að allir geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi. Ein­vígi Þórs Þor­láks­hafnar og Vals í úr­slita­keppni Subway deildarinnar heldur á­fram og her­leg­heitin í Bestu deild karla halda á­fram með stór­leik Víkings Reykja­víkur og KR.

Stöð 2 Sport

Við verðum í beinni frá Þorlákshöfn og sýnum frá öðrum leik Þórs Þorlákshafnar og Vals í undanúrslitum í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Þórsarar unnu fyrsta leikinn og því þurfa að Valsarar að reyna að svara í kvöld. Útsendingin frá Þorlákshöfn hefst klukkan 18:45.

Strax eftir leik, nánar tiltekið klukkan 21:10 hefst bein útsending frá Subway körfuboltakvöldi þar sem leikur Þórs Þorlákshafnar og Vals verður greindur í þaula.

Stöð 2 Sport 2

Dagurinn byrjar nokkuð snemma á Stöð 2 Sport 2 þar sem bein útsending frá úrslitaleik UEFA Youth League hefst klukkan 15:50. 

Klukkan 18:35 tekur síðan við bein útsending frá leik Atalanta og Roma í ítölsku úrvalsdeildinni og klukkan 20:45 er á dagskrá NBA þátturinn Lögmál leiksins. 

Stöð 2 Sport 5

Það er sannkallaður stórleikur á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld þegar að bikarmeistarar Víkings Reykjavíkur taka á móti KR í Bestu deild karla. Bein útsending frá Heimavelli hamingjunnar hefst klukkan 19:00.

Að leikjum Bestu deildarinnar loknum taka Gummi Ben og sérfræðingar hans í Stúkunni við þar sem að farið verður yfir allt það helsta sem gekk á í 3. umferð Bestu deildar karla. 

Stöð 2 Sport Besta deildin

Á Bestu deildar stöðinni er á dagskrá leikur Fylkis og FH í Bestu deild karla. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 19:05 og á sama tíma á Stöð 2 Sport Besta deildin 2 er á dagskrá leikur Stjörnunnar og HK í Bestu deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×