Maður á níræðisaldri ákærður fyrir að skjóta ungling sem fór húsavillt Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2023 08:35 Andrew Lester (t.h.) er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl í tvígang á fimmtudagskvöld. Yarl fór húsavillt þegar hann ætlaði að sækja yngri tvíburabræður sína á fimmtudagskvöld. Vísir/AP/samsett Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum hefur ákært 84 ára gamlan hvítan karlmann fyrir að skjóta svartan unglingsdreng sem fór húsavillt þegar hann ætlaði að sækja yngri bræður sína. Drengurinn var meðal annars skotinn í höfuðið en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Zachary Thompson, saksóknari í Kansas-borg, sagði á fréttamannafundi í gær að kynþáttur mannanna tveggja hefði þýðingu í málinu en að ekkert kæmi fram um það í ákærunni sjálfri. „Ég skil hversu ergjandi þetta hefur verið en ég fullvissa ykkur um að réttarkerfið er að störfum og heldur áfram að starfa,“ sagði Thompson en skotárásin hefur vakið reiði í borginni. Andrew Lester er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl, sextán ára gamlan pilt, tvisvar þegar Yarl knúði dyra hjá honum í misgáningi á fimmtudagskvöld. Yarl hafði verið falið að sækja yngri tvíburabræður sína en hann fór í ranga götu. Lester er sagður hafa komið til dyra og skotið Yarl í ennið. Hann skaut piltinn svo aftur í hægri framhandlegginn. Í greinargerð lögreglunnar segir að engin orðaskipti hafi átt sér stað áður en Lester hleypti af. Yarl segist hins vegar hafa heyrt Lester kalla á eftir sér þegar hann náði að hlaupa í burtu: „Ekki koma hingað“. Í skýrslutökum hjá lögreglu sagði Lester að hann byggi einn og að hann hefði verið nýfarinn í háttinn þegar dyrabjallan hringdi. Hann sagðist hafa náð í bysssuna sína og farið til dyra. Þar hafi hann séð svartan karlmann toga í skjólhurð og gert ráð fyrir að hann reyndi að brjótast inn. Yarl er lýst sem prýðilegum námsmanni og efnilegum tónlistarmanni í skólahljómsveitum.AP/Ben Crump lögmaður Allt að lífstíðarfangelsi Aldraði maðurinn er ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og glæp með skotvopni. Allt að lífstíðarfangelsi liggur við ákærunni um líkamsárás en þriggja til fimmtán ára fangelsi við vægara brotinu. Lester var ekki ákærður fyrir hatursglæp en saksóknarinn útskýrði það með því að vægari refsing lægi við því en líkamsárás í Missouri. Missouri er eitt um það bil þrjátíu ríkja í Bandaríkjunum þar sem lög leyfa borgurum að drepa í sjálfsvörn. Saksóknarar í Kansas-borg telja að Lester hafi ekki skotið Yarl í sjálfsvörn. Frænka Yarl segir að hann sé nú á góðum batavegi en hann þurfi að komast yfir mikið sálrænt áfall. Aðeins tveimur dögum eftir atburðinn í Kansas-borg skaut húsráðandi tvítuga konu til bana þegar bíl sem hún var farþegi í var ekið upp að röngu húsi í New York-ríki. Hún og vinir hennar voru þá að leita að húsi vinar þeirra. Húsráðandinn skaut tveimur skotum að bílnum þegar honum hafði þegar verið snúið við. Hann er nú ákærður fyrir manndráp. BREAKING: A 65-year-old man has been charged with second-degree murder after police say he shot at a car that had mistakenly turned into his driveway Saturday night.20-year-old Kaylin A. Gillis, from Saratoga County, was killed.FULL DETAILS: https://t.co/GaDLqCIgsD pic.twitter.com/1C0NLLNBAh— Times Union (@timesunion) April 17, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Zachary Thompson, saksóknari í Kansas-borg, sagði á fréttamannafundi í gær að kynþáttur mannanna tveggja hefði þýðingu í málinu en að ekkert kæmi fram um það í ákærunni sjálfri. „Ég skil hversu ergjandi þetta hefur verið en ég fullvissa ykkur um að réttarkerfið er að störfum og heldur áfram að starfa,“ sagði Thompson en skotárásin hefur vakið reiði í borginni. Andrew Lester er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl, sextán ára gamlan pilt, tvisvar þegar Yarl knúði dyra hjá honum í misgáningi á fimmtudagskvöld. Yarl hafði verið falið að sækja yngri tvíburabræður sína en hann fór í ranga götu. Lester er sagður hafa komið til dyra og skotið Yarl í ennið. Hann skaut piltinn svo aftur í hægri framhandlegginn. Í greinargerð lögreglunnar segir að engin orðaskipti hafi átt sér stað áður en Lester hleypti af. Yarl segist hins vegar hafa heyrt Lester kalla á eftir sér þegar hann náði að hlaupa í burtu: „Ekki koma hingað“. Í skýrslutökum hjá lögreglu sagði Lester að hann byggi einn og að hann hefði verið nýfarinn í háttinn þegar dyrabjallan hringdi. Hann sagðist hafa náð í bysssuna sína og farið til dyra. Þar hafi hann séð svartan karlmann toga í skjólhurð og gert ráð fyrir að hann reyndi að brjótast inn. Yarl er lýst sem prýðilegum námsmanni og efnilegum tónlistarmanni í skólahljómsveitum.AP/Ben Crump lögmaður Allt að lífstíðarfangelsi Aldraði maðurinn er ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og glæp með skotvopni. Allt að lífstíðarfangelsi liggur við ákærunni um líkamsárás en þriggja til fimmtán ára fangelsi við vægara brotinu. Lester var ekki ákærður fyrir hatursglæp en saksóknarinn útskýrði það með því að vægari refsing lægi við því en líkamsárás í Missouri. Missouri er eitt um það bil þrjátíu ríkja í Bandaríkjunum þar sem lög leyfa borgurum að drepa í sjálfsvörn. Saksóknarar í Kansas-borg telja að Lester hafi ekki skotið Yarl í sjálfsvörn. Frænka Yarl segir að hann sé nú á góðum batavegi en hann þurfi að komast yfir mikið sálrænt áfall. Aðeins tveimur dögum eftir atburðinn í Kansas-borg skaut húsráðandi tvítuga konu til bana þegar bíl sem hún var farþegi í var ekið upp að röngu húsi í New York-ríki. Hún og vinir hennar voru þá að leita að húsi vinar þeirra. Húsráðandinn skaut tveimur skotum að bílnum þegar honum hafði þegar verið snúið við. Hann er nú ákærður fyrir manndráp. BREAKING: A 65-year-old man has been charged with second-degree murder after police say he shot at a car that had mistakenly turned into his driveway Saturday night.20-year-old Kaylin A. Gillis, from Saratoga County, was killed.FULL DETAILS: https://t.co/GaDLqCIgsD pic.twitter.com/1C0NLLNBAh— Times Union (@timesunion) April 17, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42 Mest lesið Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42