Aðgangur að lífsnauðsynlegum lyfjum við SMA strandar á fjármagni! Hópur fólks með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA skrifar 17. apríl 2023 14:31 Á föstudag var haft eftir Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra í fjölmiðlum að notkun lyfsins Spinraza til að meðhöndla einstaklinga með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) sem eru 18 ára og eldri við upphaf meðferðar verði ekki samþykkt nema að undangengnu faglegu mati sem tryggi bæði öryggi lyfsins og nytsemi þess. Ummæli heilbrigðisráðherra benda til þess að umræðan hér á landi og í nágrannalöndum okkar snúist um öryggi og nytsemi lyfsins. Svo er ekki. Enginn vafi leikur á öryggi og nytsemi lyfsins, enda er það nú þegar gefið einstaklingum sem voru yngri en 18 ára þegar lyfjagjöf hófst. Enginn vafi leikur þannig á öryggi eða gagnsemi lyfsins, hvorki fyrir einstaklinga undir né yfir 18 ára aldri. Ítrekað skal að lyfið er nú þegar gefið einstaklingum 18 ára og eldri hér á landi ef þeir voru yngri en 18 ára við fyrstu lyfjagjöf. Það sem deilt er um er ekki hvort öruggt sé að gefa lyfið eða hvort það geri gagn heldur um greiðsluþátttöku hins opinbera. Um er að ræða mjög kostnaðarsamt lyf sem kallað hefur verið dýrasta lyf heims. Hugsum kostnaðinn til enda Fimmtudaginn 13. apríl sagði heilbrigðisráðherra „ef gagnsemi er óyggjandi á kostnaðurinn ekki að vera hindrun“ og degi síðar að fyrir þurfi að liggja faglegt mat sem tryggi bæði öryggi notkunar og nytsemi lyfsins. Lyfin sem um ræðir eru bæði samþykkt lyf á markaði um allan heim, gefin bæði börnum og fullorðnum. Sem segir okkur að fyrir liggur faglegt mat um að lyfin séu bæði örugg og nytsamleg. Mikilvægt er að stjórnvöld reikni dæmið til enda og líti til kostnaðar sem hlýst af aukinni þjónustu, bæði stuðningi og heilbrigðisþjónustu, sem og hjálpartækjakostnaðar, ef einstaklingar með SMA fá ekki meðferð sem stöðvar framvindu sjúkdómsins. Þessi kostnaður fer stöðugt hækkandi þar sem hrörnun margra úr hópnum stendur á tímamótum. Þá verða afleiðingarnar þær að einstaklingarnir, sem allir eru vel menntaðir og í góðum störfum, muni þurfa að hætta að vinna, greiða skatta og byrja að þiggja örorkugreiðslur. Hvað breyttist í Noregi? Enginn vafi leikur á því að lyfið væri nú þegar aðgengilegt öllum einstaklingum með SMA á Íslandi, óháð aldri þeirra, ef það væri ekki svo dýrt. Afstaða norskra stjórnvalda til greiðsluþátttöku fyrir sjúklinga 18 ára og eldri breyttist í kjölfar þess að nýr samningur náðist við lyfjafyrirtækið Biogen um breytta verðlagningu lyfsins fyrir þennan hóp, sem leiddi til lægri kostnaðar fyrir norska ríkið. Það er mikilvægt að tala um hlutina eins og þeir eru og skýla sér ekki á bak við aðrar ástæður en þær sem raunverulega ráða för. Við fögnum því auðvitað að ráðherra vilji byggja ákvarðanir sínar á faglegu mati á öryggi og gagnsemi lyfsins en bendum á að það mat liggur nú þegar fyrir og er skýrt. Ákvörðunin um að mismuna sjúklingum eftir aldri þeirra, þegar lyfið fékk markaðsleyfi hér á landi, byggir ekki á faglegum rökum. Hver er pólitísk afstaða ráðherra? Þetta mál varðar það hvort við fáum lyf sem sýnt hefur verið fram á að er öruggt og getur gagnast sem meðferð við þeim hrörnunarsjúkdómi sem við glímum við. Ef við fáum ekki lyf munum við að lokum missa færni, getu, sjálfstæði og lífsgæði. Þá er ljóst að þetta er mjög kostnaðarsöm meðferð sem enginn möguleiki er fyrir okkur að fá nema hið opinbera greiði fyrir hana. Rétt eins og þau sem þurfa krabbameinsmeðferð, meðferð við MS eða öðrum sjúkdómum á Íslandi. Hvort við fáum lyf er pólitísk ákvörðun sem er í höndum heilbrigðisráðherra. Ef hann ákveður að tryggja fjármagn munum við fá lyfið. Ákveði ráðherra að gera það ekki munum við ekki fá lyfið. Það er þessi ákvörðun – ekki læknisfræðilegt mat á öryggi og gagnsemi lyfsins sem þegar liggur fyrir – sem ræður því hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir okkur og fjölskyldur okkar. Ásthildur Jóna Guðmundsdóttir, 28 ára, viðskiptafræðingur. Guðrún Nanna Egilsdóttir, 28 ára, meistaranemi í næringarfræði. Einar Sveinn Þórarinsson, 62 ára, vélstjóri og pabbi. Hallgrímur Eymundsson, 44 ára, tölvunarfræðingur. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, 29 ára, listfræðingur, doktorsnemi og mamma. Ísak Sigurðsson, 38 ára, 3 barna faðir og hugbúnaðarsérfræðingur hjá Festi. Kristín Jónsdóttir, 29 ára, viðskiptafræðingur. Kristjana Margrét Harðardóttir, 46 ára, viðskiptafræðingur. Ragnar Þór Valgeirsson, 31 árs, stofnandi og tæknistjóri Hopp ehf. Sigrún Jensdóttir, 57 ára, lesblinduráðgjafi, mamma, amma. Þorsteinn Sturla Gunnarsson, 23 ára, leikstjóri og handritshöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Samþykkið lyf við Spinal Muscular Atrophy fyrir 18 ára og eldri! Kæri Willum Þór. Við erum ellefu einstaklingar sem erum með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) á ólíkum aldursskeiðum sem eigum það öll sameiginlegt að eiga okkur draum um lyf við sjúkdómi sem hefur mikil áhrif á vöðvastyrk, færni og hreyfigetu. 13. apríl 2023 10:00 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á föstudag var haft eftir Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra í fjölmiðlum að notkun lyfsins Spinraza til að meðhöndla einstaklinga með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) sem eru 18 ára og eldri við upphaf meðferðar verði ekki samþykkt nema að undangengnu faglegu mati sem tryggi bæði öryggi lyfsins og nytsemi þess. Ummæli heilbrigðisráðherra benda til þess að umræðan hér á landi og í nágrannalöndum okkar snúist um öryggi og nytsemi lyfsins. Svo er ekki. Enginn vafi leikur á öryggi og nytsemi lyfsins, enda er það nú þegar gefið einstaklingum sem voru yngri en 18 ára þegar lyfjagjöf hófst. Enginn vafi leikur þannig á öryggi eða gagnsemi lyfsins, hvorki fyrir einstaklinga undir né yfir 18 ára aldri. Ítrekað skal að lyfið er nú þegar gefið einstaklingum 18 ára og eldri hér á landi ef þeir voru yngri en 18 ára við fyrstu lyfjagjöf. Það sem deilt er um er ekki hvort öruggt sé að gefa lyfið eða hvort það geri gagn heldur um greiðsluþátttöku hins opinbera. Um er að ræða mjög kostnaðarsamt lyf sem kallað hefur verið dýrasta lyf heims. Hugsum kostnaðinn til enda Fimmtudaginn 13. apríl sagði heilbrigðisráðherra „ef gagnsemi er óyggjandi á kostnaðurinn ekki að vera hindrun“ og degi síðar að fyrir þurfi að liggja faglegt mat sem tryggi bæði öryggi notkunar og nytsemi lyfsins. Lyfin sem um ræðir eru bæði samþykkt lyf á markaði um allan heim, gefin bæði börnum og fullorðnum. Sem segir okkur að fyrir liggur faglegt mat um að lyfin séu bæði örugg og nytsamleg. Mikilvægt er að stjórnvöld reikni dæmið til enda og líti til kostnaðar sem hlýst af aukinni þjónustu, bæði stuðningi og heilbrigðisþjónustu, sem og hjálpartækjakostnaðar, ef einstaklingar með SMA fá ekki meðferð sem stöðvar framvindu sjúkdómsins. Þessi kostnaður fer stöðugt hækkandi þar sem hrörnun margra úr hópnum stendur á tímamótum. Þá verða afleiðingarnar þær að einstaklingarnir, sem allir eru vel menntaðir og í góðum störfum, muni þurfa að hætta að vinna, greiða skatta og byrja að þiggja örorkugreiðslur. Hvað breyttist í Noregi? Enginn vafi leikur á því að lyfið væri nú þegar aðgengilegt öllum einstaklingum með SMA á Íslandi, óháð aldri þeirra, ef það væri ekki svo dýrt. Afstaða norskra stjórnvalda til greiðsluþátttöku fyrir sjúklinga 18 ára og eldri breyttist í kjölfar þess að nýr samningur náðist við lyfjafyrirtækið Biogen um breytta verðlagningu lyfsins fyrir þennan hóp, sem leiddi til lægri kostnaðar fyrir norska ríkið. Það er mikilvægt að tala um hlutina eins og þeir eru og skýla sér ekki á bak við aðrar ástæður en þær sem raunverulega ráða för. Við fögnum því auðvitað að ráðherra vilji byggja ákvarðanir sínar á faglegu mati á öryggi og gagnsemi lyfsins en bendum á að það mat liggur nú þegar fyrir og er skýrt. Ákvörðunin um að mismuna sjúklingum eftir aldri þeirra, þegar lyfið fékk markaðsleyfi hér á landi, byggir ekki á faglegum rökum. Hver er pólitísk afstaða ráðherra? Þetta mál varðar það hvort við fáum lyf sem sýnt hefur verið fram á að er öruggt og getur gagnast sem meðferð við þeim hrörnunarsjúkdómi sem við glímum við. Ef við fáum ekki lyf munum við að lokum missa færni, getu, sjálfstæði og lífsgæði. Þá er ljóst að þetta er mjög kostnaðarsöm meðferð sem enginn möguleiki er fyrir okkur að fá nema hið opinbera greiði fyrir hana. Rétt eins og þau sem þurfa krabbameinsmeðferð, meðferð við MS eða öðrum sjúkdómum á Íslandi. Hvort við fáum lyf er pólitísk ákvörðun sem er í höndum heilbrigðisráðherra. Ef hann ákveður að tryggja fjármagn munum við fá lyfið. Ákveði ráðherra að gera það ekki munum við ekki fá lyfið. Það er þessi ákvörðun – ekki læknisfræðilegt mat á öryggi og gagnsemi lyfsins sem þegar liggur fyrir – sem ræður því hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir okkur og fjölskyldur okkar. Ásthildur Jóna Guðmundsdóttir, 28 ára, viðskiptafræðingur. Guðrún Nanna Egilsdóttir, 28 ára, meistaranemi í næringarfræði. Einar Sveinn Þórarinsson, 62 ára, vélstjóri og pabbi. Hallgrímur Eymundsson, 44 ára, tölvunarfræðingur. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, 29 ára, listfræðingur, doktorsnemi og mamma. Ísak Sigurðsson, 38 ára, 3 barna faðir og hugbúnaðarsérfræðingur hjá Festi. Kristín Jónsdóttir, 29 ára, viðskiptafræðingur. Kristjana Margrét Harðardóttir, 46 ára, viðskiptafræðingur. Ragnar Þór Valgeirsson, 31 árs, stofnandi og tæknistjóri Hopp ehf. Sigrún Jensdóttir, 57 ára, lesblinduráðgjafi, mamma, amma. Þorsteinn Sturla Gunnarsson, 23 ára, leikstjóri og handritshöfundur.
Samþykkið lyf við Spinal Muscular Atrophy fyrir 18 ára og eldri! Kæri Willum Þór. Við erum ellefu einstaklingar sem erum með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) á ólíkum aldursskeiðum sem eigum það öll sameiginlegt að eiga okkur draum um lyf við sjúkdómi sem hefur mikil áhrif á vöðvastyrk, færni og hreyfigetu. 13. apríl 2023 10:00
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun