Varamaðurinn Rui hetja Lakers | Giannis meiddist á baki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 09:30 Lakers vann fyrsta leikinn gegn Memphis. Justin Ford/Getty Images Los Angeles Lakers byrjar úrslitakeppni NBA-deildarinnar af krafti en liðið vann 16 stiga sigur á Memphis Grizzlies í gærkvöld. Varamaðurinn Rui Hachimura nýtti mínúturnar sínar heldur betur vel. Milwaukee Bucks tapaði fyrir Miami Heat eftir að Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn í fyrsta leikhluta vegna meiðsla. Alls fóru fjórir leikir fram í úrslitakeppninni í nótt. Ásamt leikjunum nefndum hér að ofan þá vann Los Angeles Clippers góðan sigur á Phoenix Suns ásamt því að Denver Nuggets valtaði yfir Minnesota Timberwolves. Lakers hélt til Memphis og hóf seríuna á frábærum sigri. Lakers byrjuðu af krafti og leiddu með fimm stigum eftir 1. leikhluta. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en liðin skiptust á að taka nokkurra stiga skorpur en þegar flautað var til hálfleiks var Memphis komið sex stigum yfir. AD went to the locker room with a right arm injury after a collision with Jaren Jackson Jr. pic.twitter.com/cKpck1Agji— Bleacher Report (@BleacherReport) April 16, 2023 Undir lok fyrri hálfleiks virtist Anthony Davis meiðast illa en hann sneri til baka í síðari hálfleik, sem betur fer fyrir Lakers. Það var jafnt á nærri öllum tölum í síðari hálfleik en undir lok leiks meiddist Ja Morant og svo hrundi leikur Grizzlies eins og spilaborg í blálokin. Lakers skoraði síðustu 15 stig leiksins og unnu fyrsta leik seríunnar með 16 stigum, lokatölur 112-128. Jaren Jackson Jr. var stigahæstur í liði Memphis með 31 stig, Desmbond Bane skoraði 22 og Ja Morant 18 stig. Hjá Lakers var Hachimura stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka 6 fráköst. Hann varð með því stigahæsti varamaður í sögu Lakers. RUI. HACHIMURA.29 PTS, 6 REB, 5 3PM, 11/14 FG Lakers take Game 1 in Memphis. pic.twitter.com/kocNoHj1X1— NBA (@NBA) April 16, 2023 Þar á eftir kom Austin Reaves með 23 stig, Anthony Davis skoraði 22 stig og tók 12 fráköst á meðan LeBron James skoraði 21 stig og tók 11 fráköst. BIG TIME showing by Austin Reaves (23 PTS, 3 REB, 4 AST) as the Lakers take Game 1 in Memphis He dropped 14 PTS in Q4 and didn't miss a shot in the 2nd half. pic.twitter.com/OCEJvfdQj8— NBA (@NBA) April 16, 2023 Kevin Durant tapaði loks í treyju Phoenix Suns. Kawhi Leonard, Russell Westbrook og félagar í Clippers sáu til þess. Segja má að frábær byrjun hafi lagt grunninn að sigri Clippers. Á meðan Suns skoruðu aðeins 18 stig í fyrsta leikhluta settu leikmenn Clippers niður 30 og komust í forskot sem Suns voru lengi að saxa niður. KAWHI WENT OFF 38 points5 rebounds5 assistsClippers win a thrilling Game 1 in Phoenix. pic.twitter.com/G1rQPOOjHe— NBA (@NBA) April 17, 2023 Kawhi Leonard fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 38 stig í liði Clippers ásamt því að taka 5 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Ivica Zubab skoraði 12 stig og tók 15 fráköst á meðan Russell Westbrook tók 10 fráköst, skoraði 9 stig og gaf 8 stoðsendingar. Westbrook var einnig frábær varnarlega undir lok leiks. BlocksBoardsStealsDefenseRuss' hustle was on in the Game 1 win. pic.twitter.com/3YJSx4IN5M— NBA (@NBA) April 17, 2023 Hjá Suns var Durant með 27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Devin Booker skorðai 26 stig. Miami Heat nýtti sér meiðsli Giannis og vann Milwaukee Bucks 130-117. Giannis spilaði aðeins 11 mínútur áður en hann meiddist á baki, munar um minna og Bucks gátu ekki kreist fram sigur án hans. Giannis with a scary fall Fortunately, he's ok pic.twitter.com/QaShNkKoUi— Bleacher Report (@BleacherReport) April 16, 2023 Jimmy Butler skoraði 35 stig í liði Miami ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. Bam Adebayo kom þar á eftir með 22 stig en alls skoruðu 7 leikmenn Miami 12 stig eða meira í nótt. Hjá Bucks var Khris Middleton stigahæstur með 33 stig á meðan Bobby Portis skoraði 21 stig. We don't call him "Jimmy G Buckets" for nothing pic.twitter.com/nH7Kd6lw7i— Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 17, 2023 Að lokum vann Denver Nuggets þægilegan 109-80 sigur á Minnesota Timberwolves. Jamal Murray var óvænt stigahæstur hjá Denver með 24 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Nikola Jokic skoraði 13 stig, tók 14 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Timberwolves var Anthony Edwards stigahæstur með 18 stig. Körfubolti NBA Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í úrslitakeppninni í nótt. Ásamt leikjunum nefndum hér að ofan þá vann Los Angeles Clippers góðan sigur á Phoenix Suns ásamt því að Denver Nuggets valtaði yfir Minnesota Timberwolves. Lakers hélt til Memphis og hóf seríuna á frábærum sigri. Lakers byrjuðu af krafti og leiddu með fimm stigum eftir 1. leikhluta. Leikurinn var mjög kaflaskiptur en liðin skiptust á að taka nokkurra stiga skorpur en þegar flautað var til hálfleiks var Memphis komið sex stigum yfir. AD went to the locker room with a right arm injury after a collision with Jaren Jackson Jr. pic.twitter.com/cKpck1Agji— Bleacher Report (@BleacherReport) April 16, 2023 Undir lok fyrri hálfleiks virtist Anthony Davis meiðast illa en hann sneri til baka í síðari hálfleik, sem betur fer fyrir Lakers. Það var jafnt á nærri öllum tölum í síðari hálfleik en undir lok leiks meiddist Ja Morant og svo hrundi leikur Grizzlies eins og spilaborg í blálokin. Lakers skoraði síðustu 15 stig leiksins og unnu fyrsta leik seríunnar með 16 stigum, lokatölur 112-128. Jaren Jackson Jr. var stigahæstur í liði Memphis með 31 stig, Desmbond Bane skoraði 22 og Ja Morant 18 stig. Hjá Lakers var Hachimura stigahæstur með 29 stig ásamt því að taka 6 fráköst. Hann varð með því stigahæsti varamaður í sögu Lakers. RUI. HACHIMURA.29 PTS, 6 REB, 5 3PM, 11/14 FG Lakers take Game 1 in Memphis. pic.twitter.com/kocNoHj1X1— NBA (@NBA) April 16, 2023 Þar á eftir kom Austin Reaves með 23 stig, Anthony Davis skoraði 22 stig og tók 12 fráköst á meðan LeBron James skoraði 21 stig og tók 11 fráköst. BIG TIME showing by Austin Reaves (23 PTS, 3 REB, 4 AST) as the Lakers take Game 1 in Memphis He dropped 14 PTS in Q4 and didn't miss a shot in the 2nd half. pic.twitter.com/OCEJvfdQj8— NBA (@NBA) April 16, 2023 Kevin Durant tapaði loks í treyju Phoenix Suns. Kawhi Leonard, Russell Westbrook og félagar í Clippers sáu til þess. Segja má að frábær byrjun hafi lagt grunninn að sigri Clippers. Á meðan Suns skoruðu aðeins 18 stig í fyrsta leikhluta settu leikmenn Clippers niður 30 og komust í forskot sem Suns voru lengi að saxa niður. KAWHI WENT OFF 38 points5 rebounds5 assistsClippers win a thrilling Game 1 in Phoenix. pic.twitter.com/G1rQPOOjHe— NBA (@NBA) April 17, 2023 Kawhi Leonard fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 38 stig í liði Clippers ásamt því að taka 5 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Ivica Zubab skoraði 12 stig og tók 15 fráköst á meðan Russell Westbrook tók 10 fráköst, skoraði 9 stig og gaf 8 stoðsendingar. Westbrook var einnig frábær varnarlega undir lok leiks. BlocksBoardsStealsDefenseRuss' hustle was on in the Game 1 win. pic.twitter.com/3YJSx4IN5M— NBA (@NBA) April 17, 2023 Hjá Suns var Durant með 27 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst. Devin Booker skorðai 26 stig. Miami Heat nýtti sér meiðsli Giannis og vann Milwaukee Bucks 130-117. Giannis spilaði aðeins 11 mínútur áður en hann meiddist á baki, munar um minna og Bucks gátu ekki kreist fram sigur án hans. Giannis with a scary fall Fortunately, he's ok pic.twitter.com/QaShNkKoUi— Bleacher Report (@BleacherReport) April 16, 2023 Jimmy Butler skoraði 35 stig í liði Miami ásamt því að gefa 11 stoðsendingar. Bam Adebayo kom þar á eftir með 22 stig en alls skoruðu 7 leikmenn Miami 12 stig eða meira í nótt. Hjá Bucks var Khris Middleton stigahæstur með 33 stig á meðan Bobby Portis skoraði 21 stig. We don't call him "Jimmy G Buckets" for nothing pic.twitter.com/nH7Kd6lw7i— Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 17, 2023 Að lokum vann Denver Nuggets þægilegan 109-80 sigur á Minnesota Timberwolves. Jamal Murray var óvænt stigahæstur hjá Denver með 24 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Nikola Jokic skoraði 13 stig, tók 14 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Timberwolves var Anthony Edwards stigahæstur með 18 stig.
Körfubolti NBA Mest lesið Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Körfubolti Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Fótbolti Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Íslenski boltinn Íþróttastjórinn hættur hjá United eftir fimm mánuði í starfi Enski boltinn Antonio búinn í aðgerð Enski boltinn Áttundi sigur Alberts og félaga í röð Fótbolti Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Enski boltinn Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Körfubolti Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár Formúla 1 Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Í beinni: Valur - Grindavík | Vaknar Valur í bikarnum? Í beinni: Höttur - KR | Allt undir í bikarslag Tryggvi stigahæstur á vellinum Fimmtíuogsex stig Jókersins fóru til spillis Tók starfi í NBA eftir hvatningu frá íslenskum vinkonum Öll hin úrvalsdeildarliðin fóru örugglega áfram „Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Sjá meira