Körfubolti

Kristjana Eir hætt með Fjölni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristjana Eir stýrði Fjölni aðeins í eitt tímabil.
Kristjana Eir stýrði Fjölni aðeins í eitt tímabil. Vísir/Hulda Margrét

Kristjana Eir Jónsdóttir mun ekki stýra Fjölni í Subway-deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Hún og Fjölnir hafa komist að sameiginlegi niðurstöðu um að hún hætti sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild Fjölnis. Þar segir:

„Körfuknattleiksdeild Fjölnis og Kristjana Eir Jónsdóttir hafa komist að sameiginlegri ákvörðun um að hún láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Fjölnis þakkar Kristjönu gott samstarf og óskar henni alls hins besta í framtíðinni.“

Kristjana Eir tók við Fjölni fyrir yfirstandandi tímabil eftir að hafa unnið 1. deildina með ÍR á síðustu leiktíð.  Undir hennar stjórn endaði Fjölnir í 6. sæti Subway deildarinnar með 8 sigra og 20 töp í 28 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×