„Því miður brotnuðum við allt of snemma“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 13. apríl 2023 21:30 Rúnar Ingi Erlingsson er og verður að öllum líkindum áfram þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, var ekkert sérstaklega glaðlegur í lok fjórða leiks liðs hans gegn Keflavík í undanúrslitum deildarinnar. Keflavík vann stórsigur 44-79 og er komið í úrslit en leiktíð Njarðvíkur er á enda. Íslandmeistaratitilinn sem Njarðvíkingar unnu á síðustu leiktíð er á leið annað. Fréttamaður Vísis ræddi við Rúnar að leik loknum og velti fyrst fyrir sér hvaða tilfinningar bærðust innra með honum eftir þessa niðurstöðu. „Þær eru margar vondar. Það er sárt eftir mikla vinnu yfir nánast heilt ár. Þetta er súrt og ég er svekktur en heilt yfir tímabilið er ég stoltur af liðinu mínu. Stoltur af stelpunum og hvernig þær hafa brugðist við hinum ýmsu stöðum sem hafa komið upp. Því miður fór sem fór og þetta var ekki gott.“ Njarðvíkurliðið virtist í þessum fjórða leik skorta trú á að það gæti unnið annan leik í einvíginu án síns stigahæsta leikmanns, Aliyah Collier. Krafturinn sem liðið sýndi í sigrinum í leik tvö virtist alveg hafa horfið. Rúnar var nokkuð sammála því. „Trúleysi. Við áttum flottar sóknir í byrjun og áttum fín skot. Gerum vel varnarlega, erum að stíga út en um leið og Keflavík nær einu áhlaupi og fjöri og stemmningu þá bognum við strax. Við náðum illa að skora í 40 mínútur. Keflavík gerir vel varnarlega að ýta okkur út í alls konar hluti.“ „Það er ekki bara ég sem er sár og svekktur leikmennirnir eru það líka. Þær eru búnar að vinna allt síðasta sumar og í allan vetur að einhverjum markmiðum og sjá síðan það vera að fara frá sér. Þá fer trúin og það gengur ekkert upp. Við ætluðum að sýna klærnar og láta Keflavík hafa fyrir þessu. Því miður brotnuðum við allt of snemma.“ Þegar horft er yfir þessa leiktíð hjá Njarðvíkingum þá hafa mikil meiðsli í hópnum sett þó nokkur strik í reikninginn. Síðast hjá stigahæsta leikmanninum Aliyah Collier sem meiddist í fyrsta leik einvígisins og gat ekki spilað meira með. Rúnar taldi ekki að meiðsli ein og sér skýrðu það að Njarðvíkurliðið væri nú úr leik en liðið hefði þó illa getað verið án Aliyah Collier . „Meiðslavandræði lituðu tímabilið okkar en það er hluti af íþróttum. Ég læri af þessu sem þjálfari. Okkar leiðtogi frá í fyrra, Aliyah Collier, er svo stór hluti af því sem við gerum. Við erum ekki með hana til þess að bakka okkur upp og vera drifkrafturinn sem bjargar okkur fyrir horn. Þá náum við ekki nægilega sterkri frammistöðu hvorki varnarlega né sóknarlega.“ „Kannski get ég lært af því að setja ekki of mikla ábyrgð á einn leikmann. Sóknarleikurinn okkar er ekki byggður á Aliyah Collier einni en þegar hún dettur út þá eru svörin okkar ekki nógu góð. Þessi sería litast af því að hana vantar en það er engin afsökun. Það er hluti af íþróttum.“ Í leikmannahóp Njarðvíkurliðsins eru ungir leikmenn sem fengu mismikil tækifæri í vetur og Rúnar á allt eins von á því að að minnsta kosti sumir þeirra muni fá stærra hlutverk á næstu leiktíð. „Já, klárlega. Við vorum með mjög ungt lið sem var byggt upp á tíundu bekkingum sem var í tvö ár í fyrstu deild og var síðan Íslandmeistari. Það fara þrjár nítján ára til Bandaríkjanna í skóla og þá er kannski bilið niður í næstu leikmenn sem eru tilbúnir aðeins stærra og maður þarf að gefa því tíma. Við erum samt heppinn í Njarðvík að eiga fullt af frábærum og efnilegum stelpum.“ „Það er hluti af vorinu að setja saman lið fyrir næsta tímabil og ákveða hvaða stefnu við tökum. Við erum búin að koma kvennakörfuboltanum í Njarðvík á kortið með Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og sæti í undanúrslitum í ár. Við höldum áfram að byggja ofan á það.“ Að lokum var Rúnar spurður óhjákvæmilegrar spurningar um hvort hann muni áfram þjálfa kvennalið Njarðvíkur næsta vetur. „Ég býst við því já. Það er stefnan.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Fréttamaður Vísis ræddi við Rúnar að leik loknum og velti fyrst fyrir sér hvaða tilfinningar bærðust innra með honum eftir þessa niðurstöðu. „Þær eru margar vondar. Það er sárt eftir mikla vinnu yfir nánast heilt ár. Þetta er súrt og ég er svekktur en heilt yfir tímabilið er ég stoltur af liðinu mínu. Stoltur af stelpunum og hvernig þær hafa brugðist við hinum ýmsu stöðum sem hafa komið upp. Því miður fór sem fór og þetta var ekki gott.“ Njarðvíkurliðið virtist í þessum fjórða leik skorta trú á að það gæti unnið annan leik í einvíginu án síns stigahæsta leikmanns, Aliyah Collier. Krafturinn sem liðið sýndi í sigrinum í leik tvö virtist alveg hafa horfið. Rúnar var nokkuð sammála því. „Trúleysi. Við áttum flottar sóknir í byrjun og áttum fín skot. Gerum vel varnarlega, erum að stíga út en um leið og Keflavík nær einu áhlaupi og fjöri og stemmningu þá bognum við strax. Við náðum illa að skora í 40 mínútur. Keflavík gerir vel varnarlega að ýta okkur út í alls konar hluti.“ „Það er ekki bara ég sem er sár og svekktur leikmennirnir eru það líka. Þær eru búnar að vinna allt síðasta sumar og í allan vetur að einhverjum markmiðum og sjá síðan það vera að fara frá sér. Þá fer trúin og það gengur ekkert upp. Við ætluðum að sýna klærnar og láta Keflavík hafa fyrir þessu. Því miður brotnuðum við allt of snemma.“ Þegar horft er yfir þessa leiktíð hjá Njarðvíkingum þá hafa mikil meiðsli í hópnum sett þó nokkur strik í reikninginn. Síðast hjá stigahæsta leikmanninum Aliyah Collier sem meiddist í fyrsta leik einvígisins og gat ekki spilað meira með. Rúnar taldi ekki að meiðsli ein og sér skýrðu það að Njarðvíkurliðið væri nú úr leik en liðið hefði þó illa getað verið án Aliyah Collier . „Meiðslavandræði lituðu tímabilið okkar en það er hluti af íþróttum. Ég læri af þessu sem þjálfari. Okkar leiðtogi frá í fyrra, Aliyah Collier, er svo stór hluti af því sem við gerum. Við erum ekki með hana til þess að bakka okkur upp og vera drifkrafturinn sem bjargar okkur fyrir horn. Þá náum við ekki nægilega sterkri frammistöðu hvorki varnarlega né sóknarlega.“ „Kannski get ég lært af því að setja ekki of mikla ábyrgð á einn leikmann. Sóknarleikurinn okkar er ekki byggður á Aliyah Collier einni en þegar hún dettur út þá eru svörin okkar ekki nógu góð. Þessi sería litast af því að hana vantar en það er engin afsökun. Það er hluti af íþróttum.“ Í leikmannahóp Njarðvíkurliðsins eru ungir leikmenn sem fengu mismikil tækifæri í vetur og Rúnar á allt eins von á því að að minnsta kosti sumir þeirra muni fá stærra hlutverk á næstu leiktíð. „Já, klárlega. Við vorum með mjög ungt lið sem var byggt upp á tíundu bekkingum sem var í tvö ár í fyrstu deild og var síðan Íslandmeistari. Það fara þrjár nítján ára til Bandaríkjanna í skóla og þá er kannski bilið niður í næstu leikmenn sem eru tilbúnir aðeins stærra og maður þarf að gefa því tíma. Við erum samt heppinn í Njarðvík að eiga fullt af frábærum og efnilegum stelpum.“ „Það er hluti af vorinu að setja saman lið fyrir næsta tímabil og ákveða hvaða stefnu við tökum. Við erum búin að koma kvennakörfuboltanum í Njarðvík á kortið með Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og sæti í undanúrslitum í ár. Við höldum áfram að byggja ofan á það.“ Að lokum var Rúnar spurður óhjákvæmilegrar spurningar um hvort hann muni áfram þjálfa kvennalið Njarðvíkur næsta vetur. „Ég býst við því já. Það er stefnan.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira