„Skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2023 19:50 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Vísir / Hulda Margrét Valur lagði Stjörnuna í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Lokatölur í Umhyggjuhöllinni voru 73-95. Valur svaraði því fyrir sig eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á þriðjudaginn og staðan í einvíginu er því jöfn. „Varnarleikurinn fyrst og fremst. Við vorum betri varnarlega í dag, gáfum þeim full mikið af vítaskotum en annars bara fínir.“ Sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, þegar hann var spurður út í hver munurinn á leik liðsins frá því í fyrsta leik var. „Við breytum ekkert ofsalega miklu á milli leikja. Mér fannst við þolinmóðari og boltinn hreyfðist betur. Ég held að við séum að gera 26 stoðsendingar sem er gott, mér þótti boltinn festast smá í síðasta leik. Það var mun betri hreyfing á boltanum, fleiri sem voru virkir og við fáum framlag frá mörgum mönnum.“ „Við þurfum að hamra á því sem við gerðum vel í dag og laga það sem við gerðum illa. Þessi sería er rétt að byrja og það skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum, staðan er bara jöfn eitt eitt. Við getum ekki mætt eins og við gerðum síðast í Valsheimilinu heldur þurfum við að vera einstaklega fókuseraðir og ná yfirhöndinni í þessari seríu því ef við gefum Stjörnunni smá smjörþef þá eru þeir virkilega góðir. Við þurfum að halda öllum fókusnum á því sem að skiptir máli sem er næsti leikur.“ En hversu mikið gefur það ykkur að fara héðan með stórsigur? „Eins og ég segi eitt eða tuttugu, það skiptir ekki máli. Hver leikur á sér líf, hver rimma í úrslitakeppninni á sér sitt eigið líf. Þessi leikur er búinn og hann hjálpar okkur ekkert inn í næst leik nema þá það sem við getum tekið gott út úr honum og hvað við getum lagað. Tuttugu, fjörutíu hundrað stiga sigur það breytir engu, það er sigurinn sem telur og svo bara næsti leikur.“ „Við náðum að rúlla vel á öllum hópnum og Kári fékk þarna auka hvíld og þá sýndum við styrk án hans síðustu fimm mínúturnar. Hann er búinn að vera leiðtoginn okkar á vellinum en þá stigu aðrir upp.“ Sagði Finnur Freyr stoltur. Valur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42 Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Valur svaraði því fyrir sig eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á þriðjudaginn og staðan í einvíginu er því jöfn. „Varnarleikurinn fyrst og fremst. Við vorum betri varnarlega í dag, gáfum þeim full mikið af vítaskotum en annars bara fínir.“ Sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, þegar hann var spurður út í hver munurinn á leik liðsins frá því í fyrsta leik var. „Við breytum ekkert ofsalega miklu á milli leikja. Mér fannst við þolinmóðari og boltinn hreyfðist betur. Ég held að við séum að gera 26 stoðsendingar sem er gott, mér þótti boltinn festast smá í síðasta leik. Það var mun betri hreyfing á boltanum, fleiri sem voru virkir og við fáum framlag frá mörgum mönnum.“ „Við þurfum að hamra á því sem við gerðum vel í dag og laga það sem við gerðum illa. Þessi sería er rétt að byrja og það skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum, staðan er bara jöfn eitt eitt. Við getum ekki mætt eins og við gerðum síðast í Valsheimilinu heldur þurfum við að vera einstaklega fókuseraðir og ná yfirhöndinni í þessari seríu því ef við gefum Stjörnunni smá smjörþef þá eru þeir virkilega góðir. Við þurfum að halda öllum fókusnum á því sem að skiptir máli sem er næsti leikur.“ En hversu mikið gefur það ykkur að fara héðan með stórsigur? „Eins og ég segi eitt eða tuttugu, það skiptir ekki máli. Hver leikur á sér líf, hver rimma í úrslitakeppninni á sér sitt eigið líf. Þessi leikur er búinn og hann hjálpar okkur ekkert inn í næst leik nema þá það sem við getum tekið gott út úr honum og hvað við getum lagað. Tuttugu, fjörutíu hundrað stiga sigur það breytir engu, það er sigurinn sem telur og svo bara næsti leikur.“ „Við náðum að rúlla vel á öllum hópnum og Kári fékk þarna auka hvíld og þá sýndum við styrk án hans síðustu fimm mínúturnar. Hann er búinn að vera leiðtoginn okkar á vellinum en þá stigu aðrir upp.“ Sagði Finnur Freyr stoltur.
Valur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42 Mest lesið Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42